Boðað hefur verið til fundar í dag en lítið virðist þokast í samkomulagsátt og að óbreyttu skella verkföll á um mánaðarmótin.
Einnig fjöllum við um hið mannskæða flugslys í Washington D.C í nótt en þar skullu saman farþegavél og herþyrla með þeim afleiðingum að allir létu lífið, að því er virðist.
Þá kíkjum við til veðurs en færðin hefur verið slæm víða það sem af er degi.