Að minnsta kosti fimm vilja verða rektor Háskóla Íslands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2025 10:39 Að minnsta kosti fimm verða í kjöri í kosningum til rektors. Að minnsta kosti fimm hafa í hyggju að sækja um embætti rektors Háskóla Íslands en umsóknarfresturinn rennur út á morgun. Nýr rektor verður skipaður í embætti frá 1. júlí 2025. Jón Atli Benediktsson, sem hefur sinnt embættinu í tíu ár, hefur ákveðið að láta af starfinu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við HÍ, greindu frá því í október síðastliðnum að þau ætluðu að sækja um. Þá bættist Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið, í hóp umsækjenda í desember. Björn Þorsteinsson, prófessor við sagnfræði- og heimspekideild, tilkynnti svo um framboð á samfélagsmiðlum 10. janúar og Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringarfræðingur og aðstoðarrektor vísinda við HÍ, í gær. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti rektors Háskóla Íslands. Ákvörðunin er tekin að vandlega athuguðu máli. Ég hef trú á því að ég hafi margt til að bera sem reynst geti vel í starfi rektors á næstu árum. Ég hef víðtæka reynslu af kennslu, rannsóknum og stjórnun innan Háskólans og hef brennandi áhuga á hlutverki hans í samfélaginu,“ sagði Björn á Facebook. „Ég tel mig búa yfir ágætis reynslu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni sem starfinu fylgja. Hins vegar er ég fullkomlega reynslulaus þegar kemur að kosningabaráttu, en hlakka til að takast á við óvissuna næstu vikurnar. Ég þigg með þökkum góð ráð og stuðning frá mér reynslumeira fólki á þessu sviði og þeim sem eru tilbúnir að styðja mig í þessu ferli,“ sagði Ingibjörg á sama miðli. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilefningu háskólaráðs. Tilnefning háskólaráðs fer fram að undangengnum kosningum í háskólanum en þar hafa atkvæðarétt skipaðir eða ráðnir starfsmenn HÍ, akademískir starfsmenn samstarfsstofnana HÍ og allir skráðir stúdentar við skólann. Atkvæði starfsmanna nema 70 prósentum og stúdenta 30 prósentum. Samkvæmt reglum skal kjördagur vera sem næst 5. mars og kjörfundur standa í þrjá sólarhringa. Kosið er rafrænt. Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, sem hefur sinnt embættinu í tíu ár, hefur ákveðið að láta af starfinu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við HÍ, greindu frá því í október síðastliðnum að þau ætluðu að sækja um. Þá bættist Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið, í hóp umsækjenda í desember. Björn Þorsteinsson, prófessor við sagnfræði- og heimspekideild, tilkynnti svo um framboð á samfélagsmiðlum 10. janúar og Ingibjörg Gunnarsdóttir, næringarfræðingur og aðstoðarrektor vísinda við HÍ, í gær. „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í embætti rektors Háskóla Íslands. Ákvörðunin er tekin að vandlega athuguðu máli. Ég hef trú á því að ég hafi margt til að bera sem reynst geti vel í starfi rektors á næstu árum. Ég hef víðtæka reynslu af kennslu, rannsóknum og stjórnun innan Háskólans og hef brennandi áhuga á hlutverki hans í samfélaginu,“ sagði Björn á Facebook. „Ég tel mig búa yfir ágætis reynslu til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni sem starfinu fylgja. Hins vegar er ég fullkomlega reynslulaus þegar kemur að kosningabaráttu, en hlakka til að takast á við óvissuna næstu vikurnar. Ég þigg með þökkum góð ráð og stuðning frá mér reynslumeira fólki á þessu sviði og þeim sem eru tilbúnir að styðja mig í þessu ferli,“ sagði Ingibjörg á sama miðli. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra skipar háskólarektor til fimm ára samkvæmt tilefningu háskólaráðs. Tilnefning háskólaráðs fer fram að undangengnum kosningum í háskólanum en þar hafa atkvæðarétt skipaðir eða ráðnir starfsmenn HÍ, akademískir starfsmenn samstarfsstofnana HÍ og allir skráðir stúdentar við skólann. Atkvæði starfsmanna nema 70 prósentum og stúdenta 30 prósentum. Samkvæmt reglum skal kjördagur vera sem næst 5. mars og kjörfundur standa í þrjá sólarhringa. Kosið er rafrænt.
Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56 Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02 Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. 15. október 2024 11:56
Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Magnús Karl Magnússon, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, hefur lýst yfir framboði sínu til embættis rektors Háskóla Íslands. Núverandi rektor hyggst ekki fara fram á ný þegar skipunartíma hans líkur en Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild skólans, hefur lýst yfir áformum um framboð. 29. október 2024 12:02
Blandar sér í baráttuna um rektorinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook. 3. desember 2024 13:41