Sterkara samfélag: Framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Sandra Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2025 07:31 Samvinna og framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Á undanförnu ári hefur verið unnið ötullega að framþróun í velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar. Starfið einkennist af metnaði, samstöðu og þverfaglegri nálgun þar sem fjölbreytt teymi fagfólks vinnur saman að því að bæta þjónustu við íbúa bæjarins á öllum aldri. Betri þjónusta fyrir eldri borgara Sérstakt markmið hefur verið að efla þjónustu við eldri borgara. Með mögulegri tilkomu verkefnisins Gott að eldast á nýju ári er stefnt að samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu undir einni heildstæðri þjónustueiningu við hjúkrunarheimilið Ás. Þessi nálgun lofar góðu og mun skila betri þjónustu og auknu öryggi fyrir eldri borgara. Á sama tíma hafa akstursreglur fyrir eldri borgara verið uppfærðar og stefnumótun í málefnum þeirra hefur verið styrkt með öflugra öldungaráði. Verkefnið Bjartur lífstíll vinnur að því að kortleggja heilsueflandi úrræði og tómstundastarf fyrir fólk 60 ára og eldri, sem stuðlar að betri lífsgæðum og virkni. Stuðningsþjónusta fyrir alla aldurshópa Stuðningsþjónustan í Hveragerði er mikilvægur þáttur í velferðarkerfinu og hefur það að markmiði að styðja fólk með fjölbreyttar þarfir. Hvort sem um er að ræða veikindi, fötlun, fjölskylduaðstæður eða aldur, þá er þjónustan ætluð þeim sem vilja búa heima eins lengi og mögulegt er. Með verkefninu Gott að eldast verður þessi þjónusta endurskipulögð og bætt enn frekar. Félagsráðgjöf og mannúð í fyrirrúmi Félagsráðgjöf í Hveragerði hefur tekið stakkaskiptum með uppfærðum reglum og skilvirkari vinnubrögðum. Félagsráðgjafar veita aðstoð og stuðning við fjölbreytt úrlausnarefni eins og atvinnuleysi, húsnæðisvanda, fjárhagsörðugleika og fjölskyldumál. Rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð eru einnig stórt skref í átt að skilvirkari þjónustu. Barnavernd – velferð barna í forgrunni Barnaverndarþjónustan hefur sýnt styrk sinn í krefjandi aðstæðum. Með auknum mannafla og innleiðingu nýs rafræns þjónustukerfis hefur yfirsýn og meðferð mála batnað til muna. Farsældarlögin hafa einnig lagt grunn að betri samhæfingu þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Bætt þjónusta við fatlað fólk Í málefnum fatlaðs fólks hefur sömuleiðis orðið veruleg framþróun. Reglur um akstur hafa verið uppfærðar, notendaráð stofnað og áhersla lögð á markvissa skráningu og eftirfylgni með málum. Innleiðing gagnvirkra kerfa eins og CareOn mun veita betri yfirsýn og tryggja betri þjónustu. Umsóknir um þjónustu eru nú aðgengilegar á íbúagátt, sem eykur skilvirkni og gagnsæi. Stefnumál Okkar Hveragerðis verða að veruleika Framfarirnar sem hafa átt sér stað í velferðarþjónustu Hveragerðis eru ekki tilviljun. Þær eru afrakstur skýrrar stefnumótunar og forgangsröðunar í málefnum sem skipta mestu máli. Samningur meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar endurspeglar vel áherslur Okkar að efla þennan mikilvæga málaflokk og tryggja að þjónustan væri í takt við þarfir íbúa bæjarins og að bærinn væri að veita lögbundna þjónustu, þar sem velferð, virðing og mannúð væru í fyrirrúmi. Nú er það loksins orðið að veruleika. Hveragerði í blóma Með skýrri sýn og öflugri forystu hefur Okkar Hveragerði sýnt að það er hægt að breyta orðum í athafnir og stefnumálum í raunverulegar lausnir sem bæta lífsgæði allra íbúa. Með áframhaldandi framþróun er björt framtíð fram undan fyrir alla íbúa bæjarins. Saman byggjum við sterkara samfélag! Höfundur er bæjarfulltrúi, formaður Velferðar- og fræðslunefndar Hveragerðisbæjar og oddviti Okkar Hveragerðis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Sjá meira
Samvinna og framfarir í velferðarþjónustu Hveragerðis Á undanförnu ári hefur verið unnið ötullega að framþróun í velferðarþjónustu Hveragerðisbæjar. Starfið einkennist af metnaði, samstöðu og þverfaglegri nálgun þar sem fjölbreytt teymi fagfólks vinnur saman að því að bæta þjónustu við íbúa bæjarins á öllum aldri. Betri þjónusta fyrir eldri borgara Sérstakt markmið hefur verið að efla þjónustu við eldri borgara. Með mögulegri tilkomu verkefnisins Gott að eldast á nýju ári er stefnt að samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu undir einni heildstæðri þjónustueiningu við hjúkrunarheimilið Ás. Þessi nálgun lofar góðu og mun skila betri þjónustu og auknu öryggi fyrir eldri borgara. Á sama tíma hafa akstursreglur fyrir eldri borgara verið uppfærðar og stefnumótun í málefnum þeirra hefur verið styrkt með öflugra öldungaráði. Verkefnið Bjartur lífstíll vinnur að því að kortleggja heilsueflandi úrræði og tómstundastarf fyrir fólk 60 ára og eldri, sem stuðlar að betri lífsgæðum og virkni. Stuðningsþjónusta fyrir alla aldurshópa Stuðningsþjónustan í Hveragerði er mikilvægur þáttur í velferðarkerfinu og hefur það að markmiði að styðja fólk með fjölbreyttar þarfir. Hvort sem um er að ræða veikindi, fötlun, fjölskylduaðstæður eða aldur, þá er þjónustan ætluð þeim sem vilja búa heima eins lengi og mögulegt er. Með verkefninu Gott að eldast verður þessi þjónusta endurskipulögð og bætt enn frekar. Félagsráðgjöf og mannúð í fyrirrúmi Félagsráðgjöf í Hveragerði hefur tekið stakkaskiptum með uppfærðum reglum og skilvirkari vinnubrögðum. Félagsráðgjafar veita aðstoð og stuðning við fjölbreytt úrlausnarefni eins og atvinnuleysi, húsnæðisvanda, fjárhagsörðugleika og fjölskyldumál. Rafrænar umsóknir um fjárhagsaðstoð eru einnig stórt skref í átt að skilvirkari þjónustu. Barnavernd – velferð barna í forgrunni Barnaverndarþjónustan hefur sýnt styrk sinn í krefjandi aðstæðum. Með auknum mannafla og innleiðingu nýs rafræns þjónustukerfis hefur yfirsýn og meðferð mála batnað til muna. Farsældarlögin hafa einnig lagt grunn að betri samhæfingu þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Bætt þjónusta við fatlað fólk Í málefnum fatlaðs fólks hefur sömuleiðis orðið veruleg framþróun. Reglur um akstur hafa verið uppfærðar, notendaráð stofnað og áhersla lögð á markvissa skráningu og eftirfylgni með málum. Innleiðing gagnvirkra kerfa eins og CareOn mun veita betri yfirsýn og tryggja betri þjónustu. Umsóknir um þjónustu eru nú aðgengilegar á íbúagátt, sem eykur skilvirkni og gagnsæi. Stefnumál Okkar Hveragerðis verða að veruleika Framfarirnar sem hafa átt sér stað í velferðarþjónustu Hveragerðis eru ekki tilviljun. Þær eru afrakstur skýrrar stefnumótunar og forgangsröðunar í málefnum sem skipta mestu máli. Samningur meirihluta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar endurspeglar vel áherslur Okkar að efla þennan mikilvæga málaflokk og tryggja að þjónustan væri í takt við þarfir íbúa bæjarins og að bærinn væri að veita lögbundna þjónustu, þar sem velferð, virðing og mannúð væru í fyrirrúmi. Nú er það loksins orðið að veruleika. Hveragerði í blóma Með skýrri sýn og öflugri forystu hefur Okkar Hveragerði sýnt að það er hægt að breyta orðum í athafnir og stefnumálum í raunverulegar lausnir sem bæta lífsgæði allra íbúa. Með áframhaldandi framþróun er björt framtíð fram undan fyrir alla íbúa bæjarins. Saman byggjum við sterkara samfélag! Höfundur er bæjarfulltrúi, formaður Velferðar- og fræðslunefndar Hveragerðisbæjar og oddviti Okkar Hveragerðis
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar