Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2025 20:45 Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna og Þýskalands eru sagðir hafa komið í veg fyrir banatilræði gegn Armin Papperger, forstjóra eins stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu. EPA/FRIEDEMANN VOGEL Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða. James Appathurai, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO á sviði nýsköpunar, blandaðs hernaðar og tölvuvarna, sagði á fundi Evrópuþingsins í dag að meðal annars hefðu rússneskir útsendarar komið lestum af sporinu, staðið að íkveikjum, árásum á stjórnmálamenn og hefðu þar að auki ætlað sér að myrða fleiri en Papperger. Þetta var í fyrsta sinn sem banatilræðið er staðfest af embættismanni. Áhugasamir geta horft á upptöku af fundinum hér á vef Evrópuþingsins en hann var mjög langur. Sjá einnig: Rússar reyndu að ráða forstjóra Rheinmetall af dögum Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna og Þýskalands eru sagðir hafa komið í veg fyrir að Papperger hafi verið myrtur en samkvæmt Politico sagði Appathurai að Rússar hafi ætlað sér að ráða fleiri evrópska iðnaðarleiðtoga af dögum. Rússar eru sagðir hafa reynt að nota glæpasamtök eða reynt að plata ungmenni eða farandfólk til að fremja skemmdarverk eða gera árásir. Appathurai sagði þessar árásir yfirleitt skipulagðar og framkvæmdar af vanhæfni en markmið þeirra væri skýrt. Það væri að valda óreiðu og grafa undan stuðningi við Úkraínu. Óásættanleg staða Appathurai sagði núverandi ástand óásættanlegt og að árásir og skemmdarverk hefðu aldrei verið eins tíð og nú. Upp væri komin umræða meðal bandamanna í NATO og á Vesturlöndum að sýna þyrfti meiri áræðni gagnvart þessum árásum og skemmdarverkum, eins og skemmdarverkum á sæstrengjum á Eystrasalti. Sjá einnig: Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Appathurai nefndi sem dæmi að mögulega þyrfti að hætta að bíða eftir því að lögregla líkur rannsókn á skemmdarverkum sem slíkum áður en gripið er til aðgerða. Rannsóknir geti tekið maga mánuði. Samkvæmt frétt Reuters sagði Appathurai að hægt væri að leggja Rússum tilteknar línur og koma í veg fyrir árásir og vísaði hann sérstaklega til eldsprengja sem rússneskir útsendarar eru taldir hafa komið fyrir í flugvélum DHL og að það hefði verið stöðvað með því að senda skýr skilaboð til Moskvu. AP fréttaveitan segir að að minnsta kosti ellefu sæstrengir á Eystrasalti hafi orðið fyrir skemmdum frá því í október 2023. Þá ræddu blaðamenn fréttaveitunnar við embættismenn úr leyniþjónustum á Vesturlöndum sem segja að í einhverjum tilfellum sé líklega um slys að ræða. Ankeri séu að losna vegna slæms viðhalds og lélegra áhafna skipa og að rússneskir sæstrengir hafi einnig orðið fyrir skemmdum. NATO Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. 13. janúar 2025 08:14 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira
James Appathurai, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO á sviði nýsköpunar, blandaðs hernaðar og tölvuvarna, sagði á fundi Evrópuþingsins í dag að meðal annars hefðu rússneskir útsendarar komið lestum af sporinu, staðið að íkveikjum, árásum á stjórnmálamenn og hefðu þar að auki ætlað sér að myrða fleiri en Papperger. Þetta var í fyrsta sinn sem banatilræðið er staðfest af embættismanni. Áhugasamir geta horft á upptöku af fundinum hér á vef Evrópuþingsins en hann var mjög langur. Sjá einnig: Rússar reyndu að ráða forstjóra Rheinmetall af dögum Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna og Þýskalands eru sagðir hafa komið í veg fyrir að Papperger hafi verið myrtur en samkvæmt Politico sagði Appathurai að Rússar hafi ætlað sér að ráða fleiri evrópska iðnaðarleiðtoga af dögum. Rússar eru sagðir hafa reynt að nota glæpasamtök eða reynt að plata ungmenni eða farandfólk til að fremja skemmdarverk eða gera árásir. Appathurai sagði þessar árásir yfirleitt skipulagðar og framkvæmdar af vanhæfni en markmið þeirra væri skýrt. Það væri að valda óreiðu og grafa undan stuðningi við Úkraínu. Óásættanleg staða Appathurai sagði núverandi ástand óásættanlegt og að árásir og skemmdarverk hefðu aldrei verið eins tíð og nú. Upp væri komin umræða meðal bandamanna í NATO og á Vesturlöndum að sýna þyrfti meiri áræðni gagnvart þessum árásum og skemmdarverkum, eins og skemmdarverkum á sæstrengjum á Eystrasalti. Sjá einnig: Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Appathurai nefndi sem dæmi að mögulega þyrfti að hætta að bíða eftir því að lögregla líkur rannsókn á skemmdarverkum sem slíkum áður en gripið er til aðgerða. Rannsóknir geti tekið maga mánuði. Samkvæmt frétt Reuters sagði Appathurai að hægt væri að leggja Rússum tilteknar línur og koma í veg fyrir árásir og vísaði hann sérstaklega til eldsprengja sem rússneskir útsendarar eru taldir hafa komið fyrir í flugvélum DHL og að það hefði verið stöðvað með því að senda skýr skilaboð til Moskvu. AP fréttaveitan segir að að minnsta kosti ellefu sæstrengir á Eystrasalti hafi orðið fyrir skemmdum frá því í október 2023. Þá ræddu blaðamenn fréttaveitunnar við embættismenn úr leyniþjónustum á Vesturlöndum sem segja að í einhverjum tilfellum sé líklega um slys að ræða. Ankeri séu að losna vegna slæms viðhalds og lélegra áhafna skipa og að rússneskir sæstrengir hafi einnig orðið fyrir skemmdum.
NATO Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24 Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. 13. janúar 2025 08:14 Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32 „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira
Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15. janúar 2025 14:24
Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. 13. janúar 2025 08:14
Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO Ríki Atlantshafsbandalagsins eru ekki undirbúin fyrir þá ógn sem stafar af Rússlandi til lengri tíma. Þörf væri á breyttu hugarfari meðal ráðamanna í NATO og auka þurfi fjárútlát til varnarmála. Það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir stríð. 12. desember 2024 16:32
„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53