Eldingar á Íslandi Gunnar Sigvaldason skrifar 28. janúar 2025 16:31 Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar. Það sem hefur gerst í Dyrhólahverfinu er að eldingin hefur losað um gríðarlega mikla orku á örskömmum tíma og getur rafstraumur í einni eldingu verið á bilinu 10.000 til 400.000 A (amper). Til að setja þennan rafstraum í samhengi þá er dæmigerð heimilisryksuga að nota um 8 A. Hitastigið í eldingunni getur náð allt að 30.000°C, til samanburðar er vert að minna á að yfirborðshiti Sólarinnar er um 5.500°C. Þessi orka hefur á einhvern hátt fundið leið inn í raflögn hússins og farið beint inn í rafmagnstöfluna, hjarta rafkerfis byggingarinnar. Svona atburðir eru vissulega ekki algengir á Íslandi en þeim verður að gefa gaum, því þeir eru þó það algengir og tjón sem af þeim hlýst er oftast mjög mikið. Sérstaklega á þetta við um umrætt landsvæði allt frá Eyjafjöllum og austur að Höfn og sömuleiðis á Reykjanesi og Snæfellsnesi. Mýmörg dæmi má nefna, m.a. frá Rauðuskriðum í Fljótshlíð/Landeyjum, eins úr Álftaveri þar sem eldingum sló niður í mannvirki og olli miklu tjóni á búnaði og fólki.Atvikið í Áftaveri var þannig að maður hlaut talsverða áverka eftir eldingu sem sló niður í símalögn á sama tíma og viðkomandi var að tala í síma og eldinginn hljóp því að hluta til í gegnum hann. Hægt er að lágmarka áhættu á að eldingar valdi tjóni á rafkerfum bygginga með ýmsum aðferðum. Í sumum tilvikum er ekki um mjög kostnaðarsamar aðgerðir að ræða. Ein aðferðin gerngur út á að „grípa“ eldinguna og koma henni örugglega til jarðar, framhjá rafkerfi byggingarinnar og mannfólki. Að auki er oft nauðsynlegt að vera með yfirspennuvarnir við rafmagnsinntök sem getur varið búnað fyrir háum spennum. Þá gildir það hvort sem yfirspenna komi frá eldingum eða spennuflökkti í rafkerfi. Maður sem er að nota viðkomandi búnað fær auk þess vörn og hefði klárað sitt símtal í næði, ólíkt ábúanda Álftavers. Þeir sem vilja verja sig gagnvart þessum vágesti, sérstaklega þeir sem búa á fyrrnefndum svæðum hafa eins og fram hefur komið ýmis ráð til þess. Hægt er að leita sér aðstoðar hjá kunnáttufólki, og eru verkfræðistofur og rafverktakar þar augljósir kostir. Mikilvægt er að kynna sér hvaða varnir eru til staðar í rafmagnstöflum viðkomandi bygginga og ganga úr skugga um hvort búnaðurinn sé varinn því oft á tíðum með einföldum lausnum er hægt að koma í veg fyrir fjárhaglegt tjón, jafnvel líkamlegt, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Með þessu greinarkorni er ætlunin að hvetja fólk til þess að skoða þessi mál á sínum starfstöðvum og heimilum, láta kanna hvort það þurfi að gera ráðstafanir og leita til þar til bærra aðila ef sú er niðurstaðan. Höfundur er raforkuverkfræðingur hjá Lotu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Veður Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í frétt á Vísi í síðastliðinni viku var sagt frá eldingu sem laust niður í íbúðarhús í Dyrhólahverfi rétt við Vík í Mýrdal. Íbúar hússins urðu fyrir því tjóni að rafmagnstaflan í húsinu eyðilagðist og má segja að hún hafi sprungið sökum eldingarinnar. Leiða má að því líkum að engar eldingavarnir hafi verið til staðar í húsinu, en það hefur verið lenskan hérlendis. Tíðni eldinga á Íslandi er frekar lág miðað við önnur lönd en hættan er þó til staðar. Það sem hefur gerst í Dyrhólahverfinu er að eldingin hefur losað um gríðarlega mikla orku á örskömmum tíma og getur rafstraumur í einni eldingu verið á bilinu 10.000 til 400.000 A (amper). Til að setja þennan rafstraum í samhengi þá er dæmigerð heimilisryksuga að nota um 8 A. Hitastigið í eldingunni getur náð allt að 30.000°C, til samanburðar er vert að minna á að yfirborðshiti Sólarinnar er um 5.500°C. Þessi orka hefur á einhvern hátt fundið leið inn í raflögn hússins og farið beint inn í rafmagnstöfluna, hjarta rafkerfis byggingarinnar. Svona atburðir eru vissulega ekki algengir á Íslandi en þeim verður að gefa gaum, því þeir eru þó það algengir og tjón sem af þeim hlýst er oftast mjög mikið. Sérstaklega á þetta við um umrætt landsvæði allt frá Eyjafjöllum og austur að Höfn og sömuleiðis á Reykjanesi og Snæfellsnesi. Mýmörg dæmi má nefna, m.a. frá Rauðuskriðum í Fljótshlíð/Landeyjum, eins úr Álftaveri þar sem eldingum sló niður í mannvirki og olli miklu tjóni á búnaði og fólki.Atvikið í Áftaveri var þannig að maður hlaut talsverða áverka eftir eldingu sem sló niður í símalögn á sama tíma og viðkomandi var að tala í síma og eldinginn hljóp því að hluta til í gegnum hann. Hægt er að lágmarka áhættu á að eldingar valdi tjóni á rafkerfum bygginga með ýmsum aðferðum. Í sumum tilvikum er ekki um mjög kostnaðarsamar aðgerðir að ræða. Ein aðferðin gerngur út á að „grípa“ eldinguna og koma henni örugglega til jarðar, framhjá rafkerfi byggingarinnar og mannfólki. Að auki er oft nauðsynlegt að vera með yfirspennuvarnir við rafmagnsinntök sem getur varið búnað fyrir háum spennum. Þá gildir það hvort sem yfirspenna komi frá eldingum eða spennuflökkti í rafkerfi. Maður sem er að nota viðkomandi búnað fær auk þess vörn og hefði klárað sitt símtal í næði, ólíkt ábúanda Álftavers. Þeir sem vilja verja sig gagnvart þessum vágesti, sérstaklega þeir sem búa á fyrrnefndum svæðum hafa eins og fram hefur komið ýmis ráð til þess. Hægt er að leita sér aðstoðar hjá kunnáttufólki, og eru verkfræðistofur og rafverktakar þar augljósir kostir. Mikilvægt er að kynna sér hvaða varnir eru til staðar í rafmagnstöflum viðkomandi bygginga og ganga úr skugga um hvort búnaðurinn sé varinn því oft á tíðum með einföldum lausnum er hægt að koma í veg fyrir fjárhaglegt tjón, jafnvel líkamlegt, með tiltölulega litlum tilkostnaði. Með þessu greinarkorni er ætlunin að hvetja fólk til þess að skoða þessi mál á sínum starfstöðvum og heimilum, láta kanna hvort það þurfi að gera ráðstafanir og leita til þar til bærra aðila ef sú er niðurstaðan. Höfundur er raforkuverkfræðingur hjá Lotu ehf.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun