Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2025 19:32 Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra biðst afsökunar á símtali við skólameistara og heitir því að gæta stöðu sinnar betur í framtíðinni. Vísir/Sigurjón Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Hún segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra. Vísir greindi frá því í gær að félags- og húsnæðismálaráðherra hefði hringt til Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla eftir að barnabarn hennar hafði týnt dýrum Nike íþróttaskóm í skólanum. Í Borgarholtsskóla tíðkast að nemendur fari úr útiskóm og gangi ýmist um í inniskóm eða á sokkaleitunum innandyra. Inga hafi ekki verið sátt við að skórnir kæmu ekki í leitirnar. „Já, ég hringdi í þennan góða mann sem amma. Amman sem ég er. Svona ekki alveg orðin meðvituð um að ég er orðin ráðherra. Þetta gerist allt fljótt. Þetta var snemma í janúar. Ég átta mig auðvitað á að skyldur mínar eru ansi mikið öðruvísi nú en þær voru þá. Þrátt fyrir að ég ætli að reyna að vera sem mest af Ingu sem kostur er, þótt svo hún sé ráðherra, þá hefði amman kannski átt að telja upp á 86 áður en hún tók upp símann sem hefði getað valdið ákveðnum misskilningi. En þetta var líka í góðri trú,“ segir Inga Skórnir fundust að lokum samkvæmt frétt Vísis og ekki að tilstuðlan þessa símtals. Strákur á svipuðu reki og barnabarn ráðherrans hafði óvart tekið skóna í misgripum. Samkvæmt heimildum Vísis minnti Inga á áhrif sín í samfélaginu og jafnvel tengsl hennar við lögregluna í símtalinu. Skólameistari vildi hins vegar ekkert staðfesta um innihald símtalsins þegar eftir því var leitað en staðfesti að símtalið hefði átt sér stað. Varstu hvatvís í þessu símtali og minntist á að þú hefðir sambönd sem ráðherra og jafnvel við lögregluna? „Nei, það gerði ég ekki. Það er orðum aukið,“ segir ráðherra. Hún kannist hins vegar við að hafa verið mjög ákveðin eins og henni væri eðlislægt. Amman hefði átt að hugsa sig betur um áður en hún tók upp símtólið. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag. Að geta farið að vinna fyrir fólkið okkar af hug og hjarta og mér þykir verulega vænt um það. En ég mun vanda mig betur og finnst miður að hafa misstigið mig svona snemma í ferlinu,“ sagði Inga Sæland að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16 Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að félags- og húsnæðismálaráðherra hefði hringt til Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla eftir að barnabarn hennar hafði týnt dýrum Nike íþróttaskóm í skólanum. Í Borgarholtsskóla tíðkast að nemendur fari úr útiskóm og gangi ýmist um í inniskóm eða á sokkaleitunum innandyra. Inga hafi ekki verið sátt við að skórnir kæmu ekki í leitirnar. „Já, ég hringdi í þennan góða mann sem amma. Amman sem ég er. Svona ekki alveg orðin meðvituð um að ég er orðin ráðherra. Þetta gerist allt fljótt. Þetta var snemma í janúar. Ég átta mig auðvitað á að skyldur mínar eru ansi mikið öðruvísi nú en þær voru þá. Þrátt fyrir að ég ætli að reyna að vera sem mest af Ingu sem kostur er, þótt svo hún sé ráðherra, þá hefði amman kannski átt að telja upp á 86 áður en hún tók upp símann sem hefði getað valdið ákveðnum misskilningi. En þetta var líka í góðri trú,“ segir Inga Skórnir fundust að lokum samkvæmt frétt Vísis og ekki að tilstuðlan þessa símtals. Strákur á svipuðu reki og barnabarn ráðherrans hafði óvart tekið skóna í misgripum. Samkvæmt heimildum Vísis minnti Inga á áhrif sín í samfélaginu og jafnvel tengsl hennar við lögregluna í símtalinu. Skólameistari vildi hins vegar ekkert staðfesta um innihald símtalsins þegar eftir því var leitað en staðfesti að símtalið hefði átt sér stað. Varstu hvatvís í þessu símtali og minntist á að þú hefðir sambönd sem ráðherra og jafnvel við lögregluna? „Nei, það gerði ég ekki. Það er orðum aukið,“ segir ráðherra. Hún kannist hins vegar við að hafa verið mjög ákveðin eins og henni væri eðlislægt. Amman hefði átt að hugsa sig betur um áður en hún tók upp símtólið. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag. Að geta farið að vinna fyrir fólkið okkar af hug og hjarta og mér þykir verulega vænt um það. En ég mun vanda mig betur og finnst miður að hafa misstigið mig svona snemma í ferlinu,“ sagði Inga Sæland að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16 Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16
Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28