Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2025 13:01 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins - og mögulega verðandi formaður. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun tilkynna um framboð sitt til formanns flokksins í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem þekkir sögu flokksins vel, segir að ýmislegt megi lesa í samsetningu hópsins sem verður viðstaddur. Óljóst er með mótframboð en hann bendir á að allt geti gerst fram á síðustu stundu. Fundur Áslaugar Örnu hefst klukkan eitt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og verður í beinu streymi á Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miklu púðri verið eytt í skipulagningu og reiknað er með fjölmenni á fundinum. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er afar vel að sér í sögu flokksins. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hverjir verða viðstaddir fund Áslaugar á eftir. „Fjölbreytnin í hópnum og hvort það verði fólk alls staðar að, það er það sem verður áhugavert. Og kannski líka einhverjir sem koma úr ólíkum hópum. Það er alltaf verið að tala um það að það séu fylkingar í Sjálfstæðisflokknum og verður gaman að sjá hvort það verði fulltrúar andstæðra hópa inni á þessum fundi,“ segir Friðjón. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þekkir sögu flokksins út og inn.Vísir/vilhelm Friðjón segir ýmislegt merkilegt við framboð Áslaugar. Til að mynda sú staðreynd að hún sé kona, Hanna Birna Kristjánsdóttir er hingað til eina konan sem hefur boðið sig fram til formanns. Þá sé reyndar hefð fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að kjósa ungt fólk til forystu. „Þorsteinn Pálsson varð formaður 35 ára, Bjarni Benediktsson var 39 ára þegar hann varð formaður og Áslaug verður 35 ára á þessu ári.“ Sama hafi verið upp á teningnum í oddvitamálum í borginni. „Davíð Oddsson var 32 ára, Bjarni Benediktsson eldri 32 ára, Gunnar Thoroddsen 35 eða 36 ára,“ segir Friðjón. Enn er óvíst með mótframboð gegn Áslaugu. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í Sprengisandi nú rétt fyrir hádegisfréttir að það kæmi í ljós hvort hann ætlaði að bjóða sig fram - og vildi hvorki staðfesta af eða á þegar Kristján Kristjánsson stjórnandi gekk á hann. Friðjón bendir á að enn geti allt gerst í mótframboðsmálum. Bjarni Benediktsson hafi fengið mótframboð viku fyrir landsfund 2009. „Frá Kristjáni Þór Júlíussyni þannig að allt getur gerst og Bjarni fékk líka mótframboð frá Pétri Blöndal heitnum árið 2010 og það var með sólarhringsfyrirvara. Það er enginn framboðsfrestur á landsfundi og allt getur gerst fram á síðustu stundu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Fundur Áslaugar Örnu hefst klukkan eitt í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll og verður í beinu streymi á Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur miklu púðri verið eytt í skipulagningu og reiknað er með fjölmenni á fundinum. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er afar vel að sér í sögu flokksins. Hann segir að áhugavert verði að fylgjast með því hverjir verða viðstaddir fund Áslaugar á eftir. „Fjölbreytnin í hópnum og hvort það verði fólk alls staðar að, það er það sem verður áhugavert. Og kannski líka einhverjir sem koma úr ólíkum hópum. Það er alltaf verið að tala um það að það séu fylkingar í Sjálfstæðisflokknum og verður gaman að sjá hvort það verði fulltrúar andstæðra hópa inni á þessum fundi,“ segir Friðjón. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins þekkir sögu flokksins út og inn.Vísir/vilhelm Friðjón segir ýmislegt merkilegt við framboð Áslaugar. Til að mynda sú staðreynd að hún sé kona, Hanna Birna Kristjánsdóttir er hingað til eina konan sem hefur boðið sig fram til formanns. Þá sé reyndar hefð fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að kjósa ungt fólk til forystu. „Þorsteinn Pálsson varð formaður 35 ára, Bjarni Benediktsson var 39 ára þegar hann varð formaður og Áslaug verður 35 ára á þessu ári.“ Sama hafi verið upp á teningnum í oddvitamálum í borginni. „Davíð Oddsson var 32 ára, Bjarni Benediktsson eldri 32 ára, Gunnar Thoroddsen 35 eða 36 ára,“ segir Friðjón. Enn er óvíst með mótframboð gegn Áslaugu. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði í Sprengisandi nú rétt fyrir hádegisfréttir að það kæmi í ljós hvort hann ætlaði að bjóða sig fram - og vildi hvorki staðfesta af eða á þegar Kristján Kristjánsson stjórnandi gekk á hann. Friðjón bendir á að enn geti allt gerst í mótframboðsmálum. Bjarni Benediktsson hafi fengið mótframboð viku fyrir landsfund 2009. „Frá Kristjáni Þór Júlíussyni þannig að allt getur gerst og Bjarni fékk líka mótframboð frá Pétri Blöndal heitnum árið 2010 og það var með sólarhringsfyrirvara. Það er enginn framboðsfrestur á landsfundi og allt getur gerst fram á síðustu stundu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira