Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2025 23:02 Ragnar Auðun Árnason er framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Vinstri græn Framtíðin verður að leiða í ljós hvað verður um Vinstri græn og raunar vinstrið í heild sinni að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Flokkurinn fær engin fjárframlög frá ríkinu þetta kjörtímabilið. Bæði Píratar og Vinstri grænir duttu af þingi í kosningunum í lok nóvember. Vinstri græn höfðu verið á þingi frá stofnun flokksins árið 1999 og Píratar frá árinu 2013. Þegar flokkarnir voru hvað stærstir voru VG með fjórtán þingmenn og Píratar tíu. Fulltrúar VG á sveitarstjórnarstigi eru níu og Píratar eiga þrjá. Nú taka við öðruvísi tímar hjá flokkunum tveimur, sérstaklega Vinstri grænum, sem fengu einungis 2,4 prósent atkvæða í þingkosningunum og eiga því ekki rétt á úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Næstu skref flokksins verða ákveðin á flokksráðsfundi 22. febrúar. „Við erum að horfa fram á veruleika þar sem við erum að færa okkur yfir í að vera meiri grasrótarsamtök en við höfum verið undanfarin ár. Hver nákvæm framtíð hreyfingarinnar er verða almennir félagar að ákveða á þessum flokksráðsfundi og næstu fundum eftir það,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Sem stendur eru þrír starfsmenn á launum hjá flokknum. Ljóst er að seinna á árinu verði þeir núll og bróðurpartur starfsins fari fram í sjálfboðaliðavinnu. Það hafi verið ákveðið áfall fyrir flokkinn að vera undir tveimur og hálfu prósenti. „Ég held að það sé ákveðin depurð, sjokk, en líka smá spenningur um hvað gerist næst,“ segir Ragnar. „Ég held að framtíðin verði að leiða það í ljós hvað verður bæði um hreyfinguna og vinstrið á Íslandi.“ Vinstri græn Píratar Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
Bæði Píratar og Vinstri grænir duttu af þingi í kosningunum í lok nóvember. Vinstri græn höfðu verið á þingi frá stofnun flokksins árið 1999 og Píratar frá árinu 2013. Þegar flokkarnir voru hvað stærstir voru VG með fjórtán þingmenn og Píratar tíu. Fulltrúar VG á sveitarstjórnarstigi eru níu og Píratar eiga þrjá. Nú taka við öðruvísi tímar hjá flokkunum tveimur, sérstaklega Vinstri grænum, sem fengu einungis 2,4 prósent atkvæða í þingkosningunum og eiga því ekki rétt á úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. Næstu skref flokksins verða ákveðin á flokksráðsfundi 22. febrúar. „Við erum að horfa fram á veruleika þar sem við erum að færa okkur yfir í að vera meiri grasrótarsamtök en við höfum verið undanfarin ár. Hver nákvæm framtíð hreyfingarinnar er verða almennir félagar að ákveða á þessum flokksráðsfundi og næstu fundum eftir það,“ segir Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Sem stendur eru þrír starfsmenn á launum hjá flokknum. Ljóst er að seinna á árinu verði þeir núll og bróðurpartur starfsins fari fram í sjálfboðaliðavinnu. Það hafi verið ákveðið áfall fyrir flokkinn að vera undir tveimur og hálfu prósenti. „Ég held að það sé ákveðin depurð, sjokk, en líka smá spenningur um hvað gerist næst,“ segir Ragnar. „Ég held að framtíðin verði að leiða það í ljós hvað verður bæði um hreyfinguna og vinstrið á Íslandi.“
Vinstri græn Píratar Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira