Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 25. janúar 2025 00:01 Við erum flest sammála um að börn og velferð þeirra sé aðalatriði í samfélaginu. Skólakerfið á að sinna börnum vel, styðja við þroska þeirra og farsæld og færa þeim góða og gilda menntun í grunnfögum ásamt menntun í takt við grunnstoðir námskráa. Fyrir þá sem ekki vita eru grunnþættir námskráa skólakerfisins sex: Læsi, Jafnrétti, Heilbrigði og velferð, Lýðræði og Mannréttindi, Sköpun og Sjálfbærni. Börn eru alls konar, dásamleg og mismunandi og hafa alls konar eiginleika og kosti. Þau glíma líka mörg við margskonar vanda og áskoranir. Það er ljóst að í almennu skólakerfið í dag, skóla án aðgreiningar, eru kennarar að fást við fjölbreyttari áskoranir en kollegar þeirra 1980 eða 1950. Samt hefur bekkjarstærðin haldist óbreytt í allan þennan tíma. Er það eðlilegt og gagnlegt? Ef við værum með einhverja starfskrafta sem framleiddu ákveðna vöru 1980 og ættu að framleiða eða skera út 20 stykki á klukkutíma en árið 2020 þyrftu þeir líka að mála vöruna, pakka henni og fylgja henni eftir í sölu og enn væri ætlast til 20 á klukkutíma? Hvaða rugl er í gangi? Hvaða starfsstétt myndi sætta sig við að tvöfalda kröfurnar varðandi verkefnin en enn yrðu sömu kröfur um fjölda á klukkutíma? Kannski er þetta léleg samlíking og ég vil alls ekki líta á börn sem vörur þó svo að kapítalisminn og viðskiptaráð reyni að þröngva skólakerfinu inn í það box ítrekað. Og auðvitað þróast framleiðslutæknin og fjöldaframleiðsla vara eykst með aukinni tækni. Þannig virka hins vegar ekki manneskjur og við getum ekki sinnt tvöfalt fleiri verkefnum varðandi börn með sama fjölda nemenda og áður. Þetta eru kennarar hins vegar að kljást við og þeim gert að hlaupa tvöfalt hraðar fyrir sömu laun .Léleg laun miðað við annað fólk með sömu menntun sem vinnur á almennum markaði. Þetta hljómar ekkert mjög sexí. Fólk með mastersgráðu veltir fyrir sér hvort það eigi að fara út í kennslu og sætta sig við ómannúðlegar kröfur fyrir helmingi lægri laun en þau gætu aflað í annarri almennri vinnu með sömu menntun. Erum við að fá bestu kennarana þannig? Erum við kannski að missa af fullt af menntuðu og góðu fólki með ástríðu fyrir farsæld barna út í önnur störf vegna launa? Já, það erum við. Viljum við þannig samfélag? Viljum við að skólakerfið sé fullt af ómenntuðu fólki sem mögulega sættir sig við léleg laun í örfá ár en hverfa svo til annarra starfa? Ekki það að ómenntað fólk sé eitthvað lélegar manneskjur sem vilja börnum illt. Þau kannski eru samt ekkert endilega með ástríðu fyrir þessu starfi þó svo að mörg þeirra séu það auðvitað. En við þurfum frekar að bæta við menntun kennara. Bæta við nám um þroskafrávik, farsæld, geðheilsu, siðfræði ofl. Auðvitað viljum við bestu mögulega starfskrafta til að sinna menntun og þroska barna okkar. Þá þurfum við einfaldlega að borga þeim sambærileg laun og eru í öðrum störfum með sams konar menntun. Þannig fáum við besta fólkið. Ef þú vilt fá bestu mögulegu kennara fyrir barnið þitt þá gerir þú kröfur til stjórnvalda að þau borgi þeim sambærileg laun og gerast á almennum markaði. Ef samfélagið hefur kerfisbundið vanmetið starf kennara og þeir sem sinna barninu þínu búa við ómannúðlegar kröfur ættir þú að huga að því að stefna stjórnvöldum og krefja þau um annað gildismat. Þú ættir hins vegar ekki að stefna þeim sem vilja barninu þínu allt það besta og velja að mennta sig og starfa til að sinna því og mennta eftir bestu getu. Kennarar eru ekki ofurmannlegir og geta ekki sinnt starfi sálfræðings, þroskaþjálfa, talmeinafræðings og félagsráðgjafa með 25 nemendur í bekk. Við erum að gera kröfur um að skólakerfið verði líka heilbrigðiskerfi og að kennarar sinni miklu flóknari verkefnum á skítalaunum. Og ykkur dettur í hug að stefna þeim? Hvað er að frétta? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Við erum flest sammála um að börn og velferð þeirra sé aðalatriði í samfélaginu. Skólakerfið á að sinna börnum vel, styðja við þroska þeirra og farsæld og færa þeim góða og gilda menntun í grunnfögum ásamt menntun í takt við grunnstoðir námskráa. Fyrir þá sem ekki vita eru grunnþættir námskráa skólakerfisins sex: Læsi, Jafnrétti, Heilbrigði og velferð, Lýðræði og Mannréttindi, Sköpun og Sjálfbærni. Börn eru alls konar, dásamleg og mismunandi og hafa alls konar eiginleika og kosti. Þau glíma líka mörg við margskonar vanda og áskoranir. Það er ljóst að í almennu skólakerfið í dag, skóla án aðgreiningar, eru kennarar að fást við fjölbreyttari áskoranir en kollegar þeirra 1980 eða 1950. Samt hefur bekkjarstærðin haldist óbreytt í allan þennan tíma. Er það eðlilegt og gagnlegt? Ef við værum með einhverja starfskrafta sem framleiddu ákveðna vöru 1980 og ættu að framleiða eða skera út 20 stykki á klukkutíma en árið 2020 þyrftu þeir líka að mála vöruna, pakka henni og fylgja henni eftir í sölu og enn væri ætlast til 20 á klukkutíma? Hvaða rugl er í gangi? Hvaða starfsstétt myndi sætta sig við að tvöfalda kröfurnar varðandi verkefnin en enn yrðu sömu kröfur um fjölda á klukkutíma? Kannski er þetta léleg samlíking og ég vil alls ekki líta á börn sem vörur þó svo að kapítalisminn og viðskiptaráð reyni að þröngva skólakerfinu inn í það box ítrekað. Og auðvitað þróast framleiðslutæknin og fjöldaframleiðsla vara eykst með aukinni tækni. Þannig virka hins vegar ekki manneskjur og við getum ekki sinnt tvöfalt fleiri verkefnum varðandi börn með sama fjölda nemenda og áður. Þetta eru kennarar hins vegar að kljást við og þeim gert að hlaupa tvöfalt hraðar fyrir sömu laun .Léleg laun miðað við annað fólk með sömu menntun sem vinnur á almennum markaði. Þetta hljómar ekkert mjög sexí. Fólk með mastersgráðu veltir fyrir sér hvort það eigi að fara út í kennslu og sætta sig við ómannúðlegar kröfur fyrir helmingi lægri laun en þau gætu aflað í annarri almennri vinnu með sömu menntun. Erum við að fá bestu kennarana þannig? Erum við kannski að missa af fullt af menntuðu og góðu fólki með ástríðu fyrir farsæld barna út í önnur störf vegna launa? Já, það erum við. Viljum við þannig samfélag? Viljum við að skólakerfið sé fullt af ómenntuðu fólki sem mögulega sættir sig við léleg laun í örfá ár en hverfa svo til annarra starfa? Ekki það að ómenntað fólk sé eitthvað lélegar manneskjur sem vilja börnum illt. Þau kannski eru samt ekkert endilega með ástríðu fyrir þessu starfi þó svo að mörg þeirra séu það auðvitað. En við þurfum frekar að bæta við menntun kennara. Bæta við nám um þroskafrávik, farsæld, geðheilsu, siðfræði ofl. Auðvitað viljum við bestu mögulega starfskrafta til að sinna menntun og þroska barna okkar. Þá þurfum við einfaldlega að borga þeim sambærileg laun og eru í öðrum störfum með sams konar menntun. Þannig fáum við besta fólkið. Ef þú vilt fá bestu mögulegu kennara fyrir barnið þitt þá gerir þú kröfur til stjórnvalda að þau borgi þeim sambærileg laun og gerast á almennum markaði. Ef samfélagið hefur kerfisbundið vanmetið starf kennara og þeir sem sinna barninu þínu búa við ómannúðlegar kröfur ættir þú að huga að því að stefna stjórnvöldum og krefja þau um annað gildismat. Þú ættir hins vegar ekki að stefna þeim sem vilja barninu þínu allt það besta og velja að mennta sig og starfa til að sinna því og mennta eftir bestu getu. Kennarar eru ekki ofurmannlegir og geta ekki sinnt starfi sálfræðings, þroskaþjálfa, talmeinafræðings og félagsráðgjafa með 25 nemendur í bekk. Við erum að gera kröfur um að skólakerfið verði líka heilbrigðiskerfi og að kennarar sinni miklu flóknari verkefnum á skítalaunum. Og ykkur dettur í hug að stefna þeim? Hvað er að frétta? Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar