Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar 24. janúar 2025 23:32 Ég var að fletta gegnum facebook í gær og rakst þá á eitt af fjölmörgum nafnlausum innleggjum í einum af þeim hópum sem ég er meðlimur í. Málshefjandi valdi nafnleysi þar sem umræðuefnið var að hennar mati viðkvæmt, líklegt til að valda deilum og hún jafnvel dæmd fyrir innleggið. Þetta viðkvæma málefni snerist um af hverju kennarar ættu að fá svona mikla launahækkun þegar væri fullt af öðrum stéttum með svipaða menntun og ábyrgð og ekki svona há laun. Í eitt augnablik íhugaði ég að svara þeim rangfærslum sem komu þarna fram (vísað í tölu sem hvergi hefur verið sagt að sé í kröfugerð kennara og fullyrt um vinnutíma sem er mjög auðvelt að sjá að stenst ekki skoðun hafi viðkomandi smá áhuga á að kynna sér málið). Ég valdi að fara ekki í það samtal en ákvað þó að kíkja á þær athugasemdir sem voru skrifaðar við færsluna. Það kom mér á óvart, á jákvæðan hátt, að nánast allar athugasemdirnar voru til að verja kennara og hvetja til þess að kjör þeirra yrðu bætt. Kona eftir konu skrifaði um mikilvægi þess að hafa færa fagmenntaða kennara í skólunum, ábyrgðina sem starfinu fylgir og launakjörin sem fæla réttindakennara frá starfinu. Þegar ég kom að síðustu athugasemdinni áttaði ég mig á að ég var með tár í augunum af gleði. Ég sem var svo viss um það fyrirfram að ég væri að fara að lesa eitthvað yfirdrull hef sjaldan verið jafn glöð að hafa rangt fyrir mér. Það er samt eitthvað skakkt við það að kennarar setji sig í varnarstöðu áður en lesnar eru umfjallanir um starfið því fólk er orðið svo vant því að fá einhvern skít og leiðindi yfir sig. Ég er ekki að segja að kennarar séu yfir gagnrýni hafnir, það má alltaf benda á það sem betur má fara. En það hlýtur að segja sig sjálft að ef vinnutíminn væri svona ótrúlega frábær (vinna hálfan daginn, frí hálft árið), launin væru svona ansi hreint passleg og starfið svona æðislega auðveld, þægileg og kósý innivinna þá stæðum við ekki frammi fyrir þeim skorti á fagmenntuðum kennurum sem er staðreynd núna og í nánustu framtíð. Nú á vorönn tók ég að mér að vera leiðsagnarkennari kennaranema á lokaári. Þegar ég sagði frá þessu í kringum mig stóð ekki á viðbrögðum: ͖Vill hún alveg verða kennari?” ͖Veit hún hvað hún er að fara út í?” og svo framvegis. Þegar ég svo sagði frá því að viðkomandi væri með nokkurra ára reynslu úr skólakerfinu þá breyttist tónninn aðeins: ͖Já, þannig að hún veit hvað hún er að fara út í, það hlaut að vera!” Eins og einungis þau sem vita nákvæmlega hvað þau eru að fara út í gætu mögulega hugsað sér að fara í háskólanám til að sinna þessu starfi. Ég er ennþá á þeim stað að mig langar að fara í vinnuna á morgnana, mér þykir óendanlega vænt um börnin sem ég kenni og fátt veitir mér meiri gleði en að sjá framfarir hjá nemendum. Eftir að hafa sinnt stjórnunarstöðum innan míns skóla í nokkur ár fór ég aftur í kennslu því þar liggur hjartað. Ég vona að mér takist að smita þann áhuga í kennaranemann minn á þessari vorönn því við þurfum fleira fagmenntað fólk sem brennur fyrir þessu starfi. Mér hafa verið boðin ýmis önnur störf gegnum árin en ekkert sem hefur heillað nóg til að ég vilji skipta. Það veit hamingjan að launin eru ekki það sem heldur mér á þeim stað heldur nemendurnir. Ég veit hvað starfið mitt er mikils virði, það væri stórkostlegt ef stjórnvöld sæju það líka áður en það verður of seint. Höfundur er kennslukona í grunnskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég var að fletta gegnum facebook í gær og rakst þá á eitt af fjölmörgum nafnlausum innleggjum í einum af þeim hópum sem ég er meðlimur í. Málshefjandi valdi nafnleysi þar sem umræðuefnið var að hennar mati viðkvæmt, líklegt til að valda deilum og hún jafnvel dæmd fyrir innleggið. Þetta viðkvæma málefni snerist um af hverju kennarar ættu að fá svona mikla launahækkun þegar væri fullt af öðrum stéttum með svipaða menntun og ábyrgð og ekki svona há laun. Í eitt augnablik íhugaði ég að svara þeim rangfærslum sem komu þarna fram (vísað í tölu sem hvergi hefur verið sagt að sé í kröfugerð kennara og fullyrt um vinnutíma sem er mjög auðvelt að sjá að stenst ekki skoðun hafi viðkomandi smá áhuga á að kynna sér málið). Ég valdi að fara ekki í það samtal en ákvað þó að kíkja á þær athugasemdir sem voru skrifaðar við færsluna. Það kom mér á óvart, á jákvæðan hátt, að nánast allar athugasemdirnar voru til að verja kennara og hvetja til þess að kjör þeirra yrðu bætt. Kona eftir konu skrifaði um mikilvægi þess að hafa færa fagmenntaða kennara í skólunum, ábyrgðina sem starfinu fylgir og launakjörin sem fæla réttindakennara frá starfinu. Þegar ég kom að síðustu athugasemdinni áttaði ég mig á að ég var með tár í augunum af gleði. Ég sem var svo viss um það fyrirfram að ég væri að fara að lesa eitthvað yfirdrull hef sjaldan verið jafn glöð að hafa rangt fyrir mér. Það er samt eitthvað skakkt við það að kennarar setji sig í varnarstöðu áður en lesnar eru umfjallanir um starfið því fólk er orðið svo vant því að fá einhvern skít og leiðindi yfir sig. Ég er ekki að segja að kennarar séu yfir gagnrýni hafnir, það má alltaf benda á það sem betur má fara. En það hlýtur að segja sig sjálft að ef vinnutíminn væri svona ótrúlega frábær (vinna hálfan daginn, frí hálft árið), launin væru svona ansi hreint passleg og starfið svona æðislega auðveld, þægileg og kósý innivinna þá stæðum við ekki frammi fyrir þeim skorti á fagmenntuðum kennurum sem er staðreynd núna og í nánustu framtíð. Nú á vorönn tók ég að mér að vera leiðsagnarkennari kennaranema á lokaári. Þegar ég sagði frá þessu í kringum mig stóð ekki á viðbrögðum: ͖Vill hún alveg verða kennari?” ͖Veit hún hvað hún er að fara út í?” og svo framvegis. Þegar ég svo sagði frá því að viðkomandi væri með nokkurra ára reynslu úr skólakerfinu þá breyttist tónninn aðeins: ͖Já, þannig að hún veit hvað hún er að fara út í, það hlaut að vera!” Eins og einungis þau sem vita nákvæmlega hvað þau eru að fara út í gætu mögulega hugsað sér að fara í háskólanám til að sinna þessu starfi. Ég er ennþá á þeim stað að mig langar að fara í vinnuna á morgnana, mér þykir óendanlega vænt um börnin sem ég kenni og fátt veitir mér meiri gleði en að sjá framfarir hjá nemendum. Eftir að hafa sinnt stjórnunarstöðum innan míns skóla í nokkur ár fór ég aftur í kennslu því þar liggur hjartað. Ég vona að mér takist að smita þann áhuga í kennaranemann minn á þessari vorönn því við þurfum fleira fagmenntað fólk sem brennur fyrir þessu starfi. Mér hafa verið boðin ýmis önnur störf gegnum árin en ekkert sem hefur heillað nóg til að ég vilji skipta. Það veit hamingjan að launin eru ekki það sem heldur mér á þeim stað heldur nemendurnir. Ég veit hvað starfið mitt er mikils virði, það væri stórkostlegt ef stjórnvöld sæju það líka áður en það verður of seint. Höfundur er kennslukona í grunnskóla
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun