Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. janúar 2025 20:26 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir tilboði frá kennurum ekki hafa verið svarað. Vísir/Anton Brink Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað. Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hittust á stöðufundi í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga og ríkis og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur sagt að hann telji ekki ástæðu til að boða til fleiri fundi í bili. Á fundi kennara í dag lýstu samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna og því virðingarleysi sem hafi birst undanfarið í garð kennara. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir tímbært að stjórnvöld stígi inn í deiluna. „Eins og þetta birtist okkur núna þá höfum við áhyggjur af því að þeir sem hafi raunverulegar áhuga og áhyggjur af kerfinu séu kennarar og mögulega einhverjir aðilar, og reyndar samfélagið allt, en þeir sem ráða í þessu landi séu ekki tilbúnir að leysa málin. Það eru þau sem þurfa að gera það og auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn í þessa deilu. Það er löngu orðið ljóst.“ Magnús segir kennara hafa lagt fram tilboð á fundi með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga um síðustu helgi sem að þeirra mati hefði getað komið í veg fyrir að til boðaðra verkfalla komi eftir viku. „Við lögðum fram tilboð að leiðum sem myndu verða styttri skref í átt að þessari jöfnun og um leið gætum við farið yfir ákveðin umræðuefni sem munu þurfa að koma upp og þar með koma í veg fyrir aðgerðir. En um leið verða vegvísir inn í samtal.“ Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði í fréttum okkar í gær að viðræðurnar hafi strandað á launakröfum kennara sem séu óraunhæfar en umbeðnar hækkanir séu taldar í tugum prósenta. „Þessar tölur sem að við höfum bent á, bestu fáanlegu upplýsingar benda til tugprósenta launahækkana. Það eru margir óvissuþættir þar á leiðinni. Virðismat hefur verið nefnt og önnur kjör en í því tilboði sem við lögðum fram á sunnudaginn þá horfðum við til þess að bita þann fíl niður og værum tilbúin til þess að taka um það umræðu og þar með svona vera á leiðinni en taka styttri skref. Því hefur mögulega verið hafnað en við kannski vitum það ekki því formlegt svar hefur nú ekki endilega borist.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. 24. janúar 2025 17:07 „Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54 „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hittust á stöðufundi í húsakynnum Kennarasambandsins í dag. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga og ríkis og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur sagt að hann telji ekki ástæðu til að boða til fleiri fundi í bili. Á fundi kennara í dag lýstu samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna og því virðingarleysi sem hafi birst undanfarið í garð kennara. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir tímbært að stjórnvöld stígi inn í deiluna. „Eins og þetta birtist okkur núna þá höfum við áhyggjur af því að þeir sem hafi raunverulegar áhuga og áhyggjur af kerfinu séu kennarar og mögulega einhverjir aðilar, og reyndar samfélagið allt, en þeir sem ráða í þessu landi séu ekki tilbúnir að leysa málin. Það eru þau sem þurfa að gera það og auðvitað þurfa stjórnvöld að koma inn í þessa deilu. Það er löngu orðið ljóst.“ Magnús segir kennara hafa lagt fram tilboð á fundi með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga um síðustu helgi sem að þeirra mati hefði getað komið í veg fyrir að til boðaðra verkfalla komi eftir viku. „Við lögðum fram tilboð að leiðum sem myndu verða styttri skref í átt að þessari jöfnun og um leið gætum við farið yfir ákveðin umræðuefni sem munu þurfa að koma upp og þar með koma í veg fyrir aðgerðir. En um leið verða vegvísir inn í samtal.“ Formaður samninganefndar sveitarfélaga sagði í fréttum okkar í gær að viðræðurnar hafi strandað á launakröfum kennara sem séu óraunhæfar en umbeðnar hækkanir séu taldar í tugum prósenta. „Þessar tölur sem að við höfum bent á, bestu fáanlegu upplýsingar benda til tugprósenta launahækkana. Það eru margir óvissuþættir þar á leiðinni. Virðismat hefur verið nefnt og önnur kjör en í því tilboði sem við lögðum fram á sunnudaginn þá horfðum við til þess að bita þann fíl niður og værum tilbúin til þess að taka um það umræðu og þar með svona vera á leiðinni en taka styttri skref. Því hefur mögulega verið hafnað en við kannski vitum það ekki því formlegt svar hefur nú ekki endilega borist.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. 24. janúar 2025 17:07 „Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54 „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. 24. janúar 2025 17:07
„Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54
„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12