Innlent

Lög­regla rann­sakar tálbeituaðgerð ung­menna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á árás ungmenna á mann sem þau töldu vera barnaníðing.

Lögregla segir litlu hafa mátt muna að illa færi.

Þá tökum við stöðuna á kennaradeilunni sem virðist enn í algjörum hnút en að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir á nýjan leik um mánaðarmótin. 

Einnig verður rætt við framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar sem segir ekki nægilega meðvitund í samfélaginu um ægivald samfélagsmiðla yfir dagskrárvaldinu í samfélagslegri umræðu.

Í sportinu er það svo leikurinn mikilvægi gegn Króötum á HM í handbolta sem verður í aðalhlutverki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×