E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar 23. janúar 2025 17:30 Ég horfði á Kveik á RÚV, 21. janúar, um mjög alvarlega hópsýkingu barna á leikskóla. Það er ekki annað hægt en að finna til með börnunum sem urðu fyrir sýkingunni og foreldrum þeirra. Rætt var við aðila sem tengjast málinu eins og forstöðumann Félagsstofnunar HÍ og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits og svara leitað hvernig svona nokkuð getur gerst. Vel var að verki staðið við að kafa ofan í það sem fór úrskeiðis og hve alvarlegar afleiðingar urðu af þessari hópsýkingu. Það sem mér fannst vanta í þessa umfjöllun var hversu oft hópsýkingar eða stök tilfelli skjóta upp kollinum hér sem og í samanburðarlöndum. Einnig fannst mér vanta meira um hvað hægt er að gera til þess að fyrirbyggja matarsýkingar og eitranir í framtíðinni. Faraldsfræði matareitrana og eitrana vegna E. coli Samkvæmt CDC (Center for Disease Control) sýkjast um 48 milljónir í Bandaríkjunum árlega (14,6%), um 128.000 (39/100.000 íbúa) leggjast inn á sjúkrahús og um 3000 (9/milljón íbúa) deyja árlega vegna matareitrunar. Einn stofn E. coli er skaðlegri en aðrir stofnar en meira en 700 stofnar eru þekktir. Þessi skaðlegi stofn er nefndur eftir eitrinu sem hann framleiðir „Shiga toxin-producing E. coli“ skammstafað STEC og nánari undirflokkun er sermisgerðin O157 (sú þekktasta) en einnig eru nokkrar aðrar sem fundust síðar td. O26, O45, O103, O111, O121, O145 og 183. Tölur um fjölda sýkinga vegna E. coli eru ekki nákvæmar þar sem ekki eru alltaf ræktuð sýni í hvert skipti sem matareitrun á sér stað og í sumum tilfellum ræktast ekki neinar skaðlegar örverur úr þeim sýnum sem tekin eru. Einnig eru hópsýkingar vegna E. coli misalgengar og tilfellin mismörg á milli ára. Samkvæmt CDC er árlegur fjöldi STEC O157 sýkinga um 97.000 (29,5/100.000) á ári í Bandaríkjunum, um 3270 (9/milljón íbúa) sjúkrahússinnlagnir og 30 dauðsföll. Fjöldi sýkinga vegna E. coli stofna annarra en STEC O157 (STEC non-O157) um 169.000 og um 4000 sjúkrahússinnlagnir. Til samanburðar má nefna að árlegur fjöldi staðfestra tilfella af STEC (E. coli) var 8565 í Evrópusambandinu og tilkynninga vegna slíkra eitrana var 2,5 tilfelli á 100.000. Fjöldi HUS tilfella (haemolytic-uremic syndrome) var 568 þar af voru 60% þeirra á aldrinum 0-4 ára og 24% á aldrinum 5-14 ára. Samkvæmt skýrslu ecdc (European Centre for Disease Prevention and Control) var fjöldi tilfella STEC sýkinga á Íslandi 3 (0,9/100.000) árið 2018, 27 (7,6/100.000) árið 2019, 4 (1,1/100.000) 2020, 7 (1,9/100.000) árið 2021 og 4 (1,1/100.000) 2022. Meðal fjöldi tilfella í 30 löndum Evrópusambandsins var á bilinu 1,6 til 2,5/100.000. Hvaðan koma E. coli sýkingarnar? E. coli gerlar geta borist úr mat og drykk sem er mengaður af saur. Dæmi um mat sem getur mengast:- Hrátt eða illa eldað kjöt, til dæmis nautakjöt- Hrátt grænmeti- Mjólk sem er ekki gerilsneydd- Hveiti sem er ekki bakað Nokkur dæmi um hópsýkingar á Íslandi Það eru margar aðrar örverur en E. coli sem geta smitast á milli manna sem og valdið hópsýkingum. Dæmi um bakteríur og veirur sem hafa valdir endurteknum matarsýkingum eru Campylobacter, Salmonella, Listeria og nóróveira. Stærsta skráða hópsýkingartilfelli á Íslandi var árið 1975 á alþjóðlegu móti kristilegra stúdentasamtaka. Það var haldið í Laugardalshöll og sýktust 1300 þátttakendur, 47 af þeim voru fluttir á sjúkrahús en enginn þeirra veiktist mjög alvarlega. Ástæða sýkingarinnar var talin vera vegna kjúklingakássu sem var ekki elduð á staðnum. Árið 1996 var hópsýking vegna mengaðra rjómabolla þar sem rúmlega 150 manns veiktust vegna Salmonella sýkingar. Árið 2000 veiktust 250 manns vegna Salmonella sýkts jöklasalats frá Hollandi. Árið 2019 sýktust 24 einstaklingar af E. Coli (STEC) sjö af börnunum sem sýktust fengu HUS og sýkingin var tengd neyslu á ís sem hafði mengast með einhverjum hætti. Árið 2023 sýktust rúmlega 190 einstaklingar eftir að hafa neytt matar á veitingahúsi sem er rekið á tveimur stöðum í Reykjavík. Sýkingin var að völdum nóróveiru. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir sýkingar? Almennt hreinlæti getur hindrað að mengun komist í vatn og matvæli. Einnig getur það komið í veg fyrir smit manna á milli. Það er hægt að skima fyrir skaðlegum afbrigðum E. coli í matvælum. Sérstök þjálfun í meðhöndlun og eldamennsku fyrir þá sem elda mat fyrir hópa af fólki og börn. Það er til dæmis hægt að kalla eftir staðfestingu á að þeir sem meðhöndla og elda mat fyrir hópa hafi hlotið viðeigandi þjálfun. Þess ber að geta að kennsla í örverufræði tengda matarsýkingum og matreiðslu var í öllum grunnskólum landsins. Þar var farið vel yfir hvernig mætti koma í veg fyrir matareitrun. Ef til vill þar að skerpa á og endurvekja kennslu í heimilisfræði í grunnskólum landsins, þannig má fyrirbyggja mörg matareitrunartilfelli í framtíðinni. Það væri mjög heppilegt ef Kveikur myndi gera einn þátt um örverusmit í matvælum, hópsýkingar og hvað orsakar þær og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær. Þar væri hægt að fræða almenning um hvar uppruni örverumengunar er að finna (t.d. í kjöti, í umhverfi, ógerilsneyddri mjólk, ís, vatni, ávöxtum, ofl.) sýna algengar smitleiðir (td. hendur, krossmengun af tilbúinni kjötvöru, munnur, vökvun grænmetis með menguðu vatni, eplasafi ofl.). Með því væri einnig hægt að fækka alvarlegum matarsýkingum á Íslandi. Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Skóla- og menntamál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég horfði á Kveik á RÚV, 21. janúar, um mjög alvarlega hópsýkingu barna á leikskóla. Það er ekki annað hægt en að finna til með börnunum sem urðu fyrir sýkingunni og foreldrum þeirra. Rætt var við aðila sem tengjast málinu eins og forstöðumann Félagsstofnunar HÍ og fulltrúa Heilbrigðiseftirlits og svara leitað hvernig svona nokkuð getur gerst. Vel var að verki staðið við að kafa ofan í það sem fór úrskeiðis og hve alvarlegar afleiðingar urðu af þessari hópsýkingu. Það sem mér fannst vanta í þessa umfjöllun var hversu oft hópsýkingar eða stök tilfelli skjóta upp kollinum hér sem og í samanburðarlöndum. Einnig fannst mér vanta meira um hvað hægt er að gera til þess að fyrirbyggja matarsýkingar og eitranir í framtíðinni. Faraldsfræði matareitrana og eitrana vegna E. coli Samkvæmt CDC (Center for Disease Control) sýkjast um 48 milljónir í Bandaríkjunum árlega (14,6%), um 128.000 (39/100.000 íbúa) leggjast inn á sjúkrahús og um 3000 (9/milljón íbúa) deyja árlega vegna matareitrunar. Einn stofn E. coli er skaðlegri en aðrir stofnar en meira en 700 stofnar eru þekktir. Þessi skaðlegi stofn er nefndur eftir eitrinu sem hann framleiðir „Shiga toxin-producing E. coli“ skammstafað STEC og nánari undirflokkun er sermisgerðin O157 (sú þekktasta) en einnig eru nokkrar aðrar sem fundust síðar td. O26, O45, O103, O111, O121, O145 og 183. Tölur um fjölda sýkinga vegna E. coli eru ekki nákvæmar þar sem ekki eru alltaf ræktuð sýni í hvert skipti sem matareitrun á sér stað og í sumum tilfellum ræktast ekki neinar skaðlegar örverur úr þeim sýnum sem tekin eru. Einnig eru hópsýkingar vegna E. coli misalgengar og tilfellin mismörg á milli ára. Samkvæmt CDC er árlegur fjöldi STEC O157 sýkinga um 97.000 (29,5/100.000) á ári í Bandaríkjunum, um 3270 (9/milljón íbúa) sjúkrahússinnlagnir og 30 dauðsföll. Fjöldi sýkinga vegna E. coli stofna annarra en STEC O157 (STEC non-O157) um 169.000 og um 4000 sjúkrahússinnlagnir. Til samanburðar má nefna að árlegur fjöldi staðfestra tilfella af STEC (E. coli) var 8565 í Evrópusambandinu og tilkynninga vegna slíkra eitrana var 2,5 tilfelli á 100.000. Fjöldi HUS tilfella (haemolytic-uremic syndrome) var 568 þar af voru 60% þeirra á aldrinum 0-4 ára og 24% á aldrinum 5-14 ára. Samkvæmt skýrslu ecdc (European Centre for Disease Prevention and Control) var fjöldi tilfella STEC sýkinga á Íslandi 3 (0,9/100.000) árið 2018, 27 (7,6/100.000) árið 2019, 4 (1,1/100.000) 2020, 7 (1,9/100.000) árið 2021 og 4 (1,1/100.000) 2022. Meðal fjöldi tilfella í 30 löndum Evrópusambandsins var á bilinu 1,6 til 2,5/100.000. Hvaðan koma E. coli sýkingarnar? E. coli gerlar geta borist úr mat og drykk sem er mengaður af saur. Dæmi um mat sem getur mengast:- Hrátt eða illa eldað kjöt, til dæmis nautakjöt- Hrátt grænmeti- Mjólk sem er ekki gerilsneydd- Hveiti sem er ekki bakað Nokkur dæmi um hópsýkingar á Íslandi Það eru margar aðrar örverur en E. coli sem geta smitast á milli manna sem og valdið hópsýkingum. Dæmi um bakteríur og veirur sem hafa valdir endurteknum matarsýkingum eru Campylobacter, Salmonella, Listeria og nóróveira. Stærsta skráða hópsýkingartilfelli á Íslandi var árið 1975 á alþjóðlegu móti kristilegra stúdentasamtaka. Það var haldið í Laugardalshöll og sýktust 1300 þátttakendur, 47 af þeim voru fluttir á sjúkrahús en enginn þeirra veiktist mjög alvarlega. Ástæða sýkingarinnar var talin vera vegna kjúklingakássu sem var ekki elduð á staðnum. Árið 1996 var hópsýking vegna mengaðra rjómabolla þar sem rúmlega 150 manns veiktust vegna Salmonella sýkingar. Árið 2000 veiktust 250 manns vegna Salmonella sýkts jöklasalats frá Hollandi. Árið 2019 sýktust 24 einstaklingar af E. Coli (STEC) sjö af börnunum sem sýktust fengu HUS og sýkingin var tengd neyslu á ís sem hafði mengast með einhverjum hætti. Árið 2023 sýktust rúmlega 190 einstaklingar eftir að hafa neytt matar á veitingahúsi sem er rekið á tveimur stöðum í Reykjavík. Sýkingin var að völdum nóróveiru. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir sýkingar? Almennt hreinlæti getur hindrað að mengun komist í vatn og matvæli. Einnig getur það komið í veg fyrir smit manna á milli. Það er hægt að skima fyrir skaðlegum afbrigðum E. coli í matvælum. Sérstök þjálfun í meðhöndlun og eldamennsku fyrir þá sem elda mat fyrir hópa af fólki og börn. Það er til dæmis hægt að kalla eftir staðfestingu á að þeir sem meðhöndla og elda mat fyrir hópa hafi hlotið viðeigandi þjálfun. Þess ber að geta að kennsla í örverufræði tengda matarsýkingum og matreiðslu var í öllum grunnskólum landsins. Þar var farið vel yfir hvernig mætti koma í veg fyrir matareitrun. Ef til vill þar að skerpa á og endurvekja kennslu í heimilisfræði í grunnskólum landsins, þannig má fyrirbyggja mörg matareitrunartilfelli í framtíðinni. Það væri mjög heppilegt ef Kveikur myndi gera einn þátt um örverusmit í matvælum, hópsýkingar og hvað orsakar þær og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær. Þar væri hægt að fræða almenning um hvar uppruni örverumengunar er að finna (t.d. í kjöti, í umhverfi, ógerilsneyddri mjólk, ís, vatni, ávöxtum, ofl.) sýna algengar smitleiðir (td. hendur, krossmengun af tilbúinni kjötvöru, munnur, vökvun grænmetis með menguðu vatni, eplasafi ofl.). Með því væri einnig hægt að fækka alvarlegum matarsýkingum á Íslandi. Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur.
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun