Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2025 15:51 Talsvert magn af hvítu dufti fannst í íbúð mannanna. Þessi mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla hafði fylgst með öðrum þeirra um nokkurt skeið áður en hún fann tæp sjö kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni í íbúð sem mennirnir höfðu til umráða. Þetta kemur fram í úrskurðum Landsréttar í málum mannanna, sem kveðnir voru upp þann 13. janúar síðastliðinn. Niðurstaða Landsréttar var að staðfesta úrskurði héraðsdóms um að mennirnir skuli sæta gæsluvarðhaldi til hádegis þann 4. febrúar. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Héraðssaksóknari hafi haft annan manninn undir grun um fíkniefnamisferli um nokkurt skeið. Í því skyni hafi lögregla haft eftirlit með ferðum hans í kjölfar komu hans hingað til lands þann 9. nóvember síðastliðinn. Meðal þess sem lögregla hafi orðið vitni að við eftirlit sitt hafi verið að þann 13. nóvember síðastliðinn hafi maðurinn komið úr lyftu íbúðarhúsnæðisins að þar sem hann hefði haldið til í íbúð frá því að hann kom hingað til lands. Hann hafi verið í för með öðrum karlmanni, hinum sem úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þeir hafi farið sem leið lá að verslun, þar sem þeir hafi keypt matvörur og í aðra verslun, þar sem þeir hafi keypt meðal annars svokallaða nitril plasthanska, sem oft séu notaðir við meðhöndlun ávana-og fíkniefna. Ætluðu að koma fyrir búnaði en fundu fíkniefni Á sama tíma og mennirnir yfirgáfu íbúðina hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina, í þeim tilgangi að koma þar fyrir eftirlitsbúnaði, sem lögregla hefði áður aflað heimildar til hjá héraðsdómi til að koma fyrir í íbúðinni og við hana. „Er lögregla kom inn í íbúðina blasti við talsvert magn af hvítum efnum í duftformi.“ Efnin hafi verið í tveimur hvítum bölum, sem lögregla hafði séð annan manninn kaupa daginn áður, og á víð og dreif um íbúðina. Tæpar þrjár milljónir króna í náttborðsskúffu Mennirnir tveir hafi verið handteknir þegar þeir höfðu lokið verslunarleiðangrinum og gengið inn í íbúðina, þar sem lögreglumenn hafi beðið þeirra. Rannsókn tæknideildar lögreglu hafi leitt í ljós að samtals hafi verið um að ræða 6.593 grömm af ætluðu amfetamíni og 884,4 grömm af ætluðu kókaíni. Við leit í íbúðinni hafi lögregla einnig fundið samtals 2,55 milljónir króna í reiðufé í náttborðsskúffu í svefnherbergi íbúðarinnar. Enn fremur hafi lögregla fundið stílabók í náttborðsskúffunni sem búið hafi verið að skrifa í ýmislegt sem lögregla telji tengjast aðkomu mannanna að málinu. Lögregla hafi einnig hald á farsíma í eigu mannanna og aðra muni sem taldir séu tengjast ætluðum brotum þeirra. Sagðist vera vinamargur hér á landi Í úrskurði yfir manninum sem lögregla hafði fylgst með segir að hann hafi krafist þess að kröfu Héraðssaksóknara um gæsluvarðhald yrði hafnað en til vara að hann yrði úrskurðaður í farbann í stað gæsluvarðhalds. Hann hafi vísað til þess að hann væri í töluverðum tengslum við landið, væri vinamargur hér á landi og hafi dvalið hér löngum stundum. Þá hafi hann vísað til þess að magn og styrkleiki efnanna sem fundust hafi ekki verið svo mikill að telja mætti brot hans stórfellt fíknefnalagabrot. Hinn maðurinn hafi gert sömu kröfur og vísað til þess að engin gögn tengdu hann við fíkniefni en hann hefði komið til Íslands til þess að hitta vin sinn. Enginn rökstuddur grunur væri fyrir hendi, hvað þá sterkur grunur. Framburður hans hefði verið stöðugur og hann ávallt neitað sök. Um væri að ræða fremur lítið magn fíkniefna. Þá væri engin flóttahætta af honum og ef hann færi til Póllands væri auðsótt að sækja hann aftur Hvergi í úrskurði yfir hinum manninum er minnst á upprunaland. Í niðurstöðukafla beggja úrskurða segir að rökstuddur grunur sé um að mennirnir hafi framið brot sem fangelsisrefsing liggi við og að hætta væri á að þeir myndu reyna að komast af landi brott væru þeir ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurðum Landsréttar í málum mannanna, sem kveðnir voru upp þann 13. janúar síðastliðinn. Niðurstaða Landsréttar var að staðfesta úrskurði héraðsdóms um að mennirnir skuli sæta gæsluvarðhaldi til hádegis þann 4. febrúar. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Héraðssaksóknari hafi haft annan manninn undir grun um fíkniefnamisferli um nokkurt skeið. Í því skyni hafi lögregla haft eftirlit með ferðum hans í kjölfar komu hans hingað til lands þann 9. nóvember síðastliðinn. Meðal þess sem lögregla hafi orðið vitni að við eftirlit sitt hafi verið að þann 13. nóvember síðastliðinn hafi maðurinn komið úr lyftu íbúðarhúsnæðisins að þar sem hann hefði haldið til í íbúð frá því að hann kom hingað til lands. Hann hafi verið í för með öðrum karlmanni, hinum sem úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þeir hafi farið sem leið lá að verslun, þar sem þeir hafi keypt matvörur og í aðra verslun, þar sem þeir hafi keypt meðal annars svokallaða nitril plasthanska, sem oft séu notaðir við meðhöndlun ávana-og fíkniefna. Ætluðu að koma fyrir búnaði en fundu fíkniefni Á sama tíma og mennirnir yfirgáfu íbúðina hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina, í þeim tilgangi að koma þar fyrir eftirlitsbúnaði, sem lögregla hefði áður aflað heimildar til hjá héraðsdómi til að koma fyrir í íbúðinni og við hana. „Er lögregla kom inn í íbúðina blasti við talsvert magn af hvítum efnum í duftformi.“ Efnin hafi verið í tveimur hvítum bölum, sem lögregla hafði séð annan manninn kaupa daginn áður, og á víð og dreif um íbúðina. Tæpar þrjár milljónir króna í náttborðsskúffu Mennirnir tveir hafi verið handteknir þegar þeir höfðu lokið verslunarleiðangrinum og gengið inn í íbúðina, þar sem lögreglumenn hafi beðið þeirra. Rannsókn tæknideildar lögreglu hafi leitt í ljós að samtals hafi verið um að ræða 6.593 grömm af ætluðu amfetamíni og 884,4 grömm af ætluðu kókaíni. Við leit í íbúðinni hafi lögregla einnig fundið samtals 2,55 milljónir króna í reiðufé í náttborðsskúffu í svefnherbergi íbúðarinnar. Enn fremur hafi lögregla fundið stílabók í náttborðsskúffunni sem búið hafi verið að skrifa í ýmislegt sem lögregla telji tengjast aðkomu mannanna að málinu. Lögregla hafi einnig hald á farsíma í eigu mannanna og aðra muni sem taldir séu tengjast ætluðum brotum þeirra. Sagðist vera vinamargur hér á landi Í úrskurði yfir manninum sem lögregla hafði fylgst með segir að hann hafi krafist þess að kröfu Héraðssaksóknara um gæsluvarðhald yrði hafnað en til vara að hann yrði úrskurðaður í farbann í stað gæsluvarðhalds. Hann hafi vísað til þess að hann væri í töluverðum tengslum við landið, væri vinamargur hér á landi og hafi dvalið hér löngum stundum. Þá hafi hann vísað til þess að magn og styrkleiki efnanna sem fundust hafi ekki verið svo mikill að telja mætti brot hans stórfellt fíknefnalagabrot. Hinn maðurinn hafi gert sömu kröfur og vísað til þess að engin gögn tengdu hann við fíkniefni en hann hefði komið til Íslands til þess að hitta vin sinn. Enginn rökstuddur grunur væri fyrir hendi, hvað þá sterkur grunur. Framburður hans hefði verið stöðugur og hann ávallt neitað sök. Um væri að ræða fremur lítið magn fíkniefna. Þá væri engin flóttahætta af honum og ef hann færi til Póllands væri auðsótt að sækja hann aftur Hvergi í úrskurði yfir hinum manninum er minnst á upprunaland. Í niðurstöðukafla beggja úrskurða segir að rökstuddur grunur sé um að mennirnir hafi framið brot sem fangelsisrefsing liggi við og að hætta væri á að þeir myndu reyna að komast af landi brott væru þeir ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald.
Fíkniefnabrot Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira