Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. janúar 2025 22:58 Atli Freyr Magnússon segir ákveðið óöryggi vera meðal kennara. Vísir Klínískur atferlisfræðingur segist finna fyrir talsverðum breytingum innan skólasamfélagsins. Hann segir kennara og nemendur finna fyrir óöryggi vegna þessara breytinga. „Ég og kollegar mínir höfum verið að vinna með kennurum inni í almennum skólum og við erum klárlega að sjá breytt umhverfi,“ segir Atli Freyr Magnússon, klínískur atferlisfræðingur. Nú til dags sé fjölbreyttari nemendahópur í grunnskólum en áður og þar af leiðandi fjölbreyttari vandamál sem kennarar þurfa að eiga við. Undanfarna daga hefur verið fjallað um agavandamál og aukna ofbeldishegðun grunnskólabarna gagnvart starfsfólki skólanna. „Það má oft á tíðum koma til móts við þessa krakka,“ segir Atli. Mikil vitundarvakning hafi átt sér stað meðal barna varðandi réttindi sín. Atli segist finna fyrir þessar vakningu innan skólasamfélagsins. „Ég finn fyrir því þegar ég kem inn í skólann að kenna námskeið og veita ráðgjöf að margir eru óöruggir í þessum nýja veruleika. Ég tel þessar breytingar vera mjög góðar þó svo að skrefin sem þarf að taka til þess að ná fram og að vinna meðfram réttindum barna séu erfið, er það umhverfið sem allir vilja vinna í,“ segir Atli. Ákveðið óöryggi sé meðal kennara um hvaða skref eigi að taka og geti það skapað óöryggi hjá börnunum. „Síðan má ekki gleyma því í öllu þessu að það er vandamál í grunnskólum en á bak við öll þessi mál eru börn í vanda og þessi vandi verður ekki leystur öðruvísi heldur en að koma til móts við börnin. Þetta eru börn sem að líður illa og þau eru að missa stjórn á skapi sínu í skólanum, sem er klárlega erfitt fyrir skólasamfélagið, en á bak við hvert og eitt mál er barn sem líður illa og þarf á aðstoð að halda.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
„Ég og kollegar mínir höfum verið að vinna með kennurum inni í almennum skólum og við erum klárlega að sjá breytt umhverfi,“ segir Atli Freyr Magnússon, klínískur atferlisfræðingur. Nú til dags sé fjölbreyttari nemendahópur í grunnskólum en áður og þar af leiðandi fjölbreyttari vandamál sem kennarar þurfa að eiga við. Undanfarna daga hefur verið fjallað um agavandamál og aukna ofbeldishegðun grunnskólabarna gagnvart starfsfólki skólanna. „Það má oft á tíðum koma til móts við þessa krakka,“ segir Atli. Mikil vitundarvakning hafi átt sér stað meðal barna varðandi réttindi sín. Atli segist finna fyrir þessar vakningu innan skólasamfélagsins. „Ég finn fyrir því þegar ég kem inn í skólann að kenna námskeið og veita ráðgjöf að margir eru óöruggir í þessum nýja veruleika. Ég tel þessar breytingar vera mjög góðar þó svo að skrefin sem þarf að taka til þess að ná fram og að vinna meðfram réttindum barna séu erfið, er það umhverfið sem allir vilja vinna í,“ segir Atli. Ákveðið óöryggi sé meðal kennara um hvaða skref eigi að taka og geti það skapað óöryggi hjá börnunum. „Síðan má ekki gleyma því í öllu þessu að það er vandamál í grunnskólum en á bak við öll þessi mál eru börn í vanda og þessi vandi verður ekki leystur öðruvísi heldur en að koma til móts við börnin. Þetta eru börn sem að líður illa og þau eru að missa stjórn á skapi sínu í skólanum, sem er klárlega erfitt fyrir skólasamfélagið, en á bak við hvert og eitt mál er barn sem líður illa og þarf á aðstoð að halda.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira