Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 20:43 Mörður Árnason var formaður umhverfisnefndar þegar lögin voru sett. Vísir Formaður umhverfisnefndar Alþingis, þegar lög um stjórn vatnamála, sem eru Þrándur í Götu fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar, voru sett, segir ekki um að ræða annmarka í lagasetningunni og ýjar að því að Hvammsvirkjun standist einfaldlega ekki skilyrði virkjunar. Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður umhverfisnefndar þegar lög voru sett um stjórn vatnamála frá árinu 2011. Hann gerir deilur um Hvammsvirkjun í Þjórsá að umtalsefni sínu í grein sem hann birtir á Vísi í dag. Hvammsvirkjun standist ekki skilyrðin Hann segir því haldið fram að í lögunum sem sett voru árið 2011 sé ákvæði sem komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir og flóðgarða. „Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi,“ skrifar Mörður. Þau tilvik geti komið til vegna nýrra breytinga, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar sem leiða til breytinga á vatsngæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum eða á hæð grunnvatnshlots. Eða þá „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir að virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann fimmtánda janúar hafi umræða því hafist um að virkjanir, brýr og hafnir fælust ekki í umræddum tilvikum og því þurfi að breyta lögunum hið snarasta. Því er Mörður ekki sammála. Virkjun sérstaklega tekin fram í rökstuðningi Í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að lögunum hafi sérstaklega verið bent á af hverju þessar breytingar gætu stafað. Nefnilega vatnsaflsvirkjunum, flóðavörnum, vegagerðar eða gerðar siglingavega. „Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út,“ skrifar Mörður. „Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „A. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, B. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og C. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Hvar er greinargerð Landsvirkjunar? Hann segir ekkert að athuga við liði A og C en að eðlilegt sé að staldra sérstaklega við B-liðinn. „Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru,“ segir Mörður. „Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun?“ Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður umhverfisnefndar þegar lög voru sett um stjórn vatnamála frá árinu 2011. Hann gerir deilur um Hvammsvirkjun í Þjórsá að umtalsefni sínu í grein sem hann birtir á Vísi í dag. Hvammsvirkjun standist ekki skilyrðin Hann segir því haldið fram að í lögunum sem sett voru árið 2011 sé ákvæði sem komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir og flóðgarða. „Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi,“ skrifar Mörður. Þau tilvik geti komið til vegna nýrra breytinga, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar sem leiða til breytinga á vatsngæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum eða á hæð grunnvatnshlots. Eða þá „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir að virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann fimmtánda janúar hafi umræða því hafist um að virkjanir, brýr og hafnir fælust ekki í umræddum tilvikum og því þurfi að breyta lögunum hið snarasta. Því er Mörður ekki sammála. Virkjun sérstaklega tekin fram í rökstuðningi Í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að lögunum hafi sérstaklega verið bent á af hverju þessar breytingar gætu stafað. Nefnilega vatnsaflsvirkjunum, flóðavörnum, vegagerðar eða gerðar siglingavega. „Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út,“ skrifar Mörður. „Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „A. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, B. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og C. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Hvar er greinargerð Landsvirkjunar? Hann segir ekkert að athuga við liði A og C en að eðlilegt sé að staldra sérstaklega við B-liðinn. „Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru,“ segir Mörður. „Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun?“
Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira