Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 20:43 Mörður Árnason var formaður umhverfisnefndar þegar lögin voru sett. Vísir Formaður umhverfisnefndar Alþingis, þegar lög um stjórn vatnamála, sem eru Þrándur í Götu fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar, voru sett, segir ekki um að ræða annmarka í lagasetningunni og ýjar að því að Hvammsvirkjun standist einfaldlega ekki skilyrði virkjunar. Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður umhverfisnefndar þegar lög voru sett um stjórn vatnamála frá árinu 2011. Hann gerir deilur um Hvammsvirkjun í Þjórsá að umtalsefni sínu í grein sem hann birtir á Vísi í dag. Hvammsvirkjun standist ekki skilyrðin Hann segir því haldið fram að í lögunum sem sett voru árið 2011 sé ákvæði sem komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir og flóðgarða. „Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi,“ skrifar Mörður. Þau tilvik geti komið til vegna nýrra breytinga, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar sem leiða til breytinga á vatsngæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum eða á hæð grunnvatnshlots. Eða þá „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir að virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann fimmtánda janúar hafi umræða því hafist um að virkjanir, brýr og hafnir fælust ekki í umræddum tilvikum og því þurfi að breyta lögunum hið snarasta. Því er Mörður ekki sammála. Virkjun sérstaklega tekin fram í rökstuðningi Í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að lögunum hafi sérstaklega verið bent á af hverju þessar breytingar gætu stafað. Nefnilega vatnsaflsvirkjunum, flóðavörnum, vegagerðar eða gerðar siglingavega. „Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út,“ skrifar Mörður. „Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „A. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, B. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og C. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Hvar er greinargerð Landsvirkjunar? Hann segir ekkert að athuga við liði A og C en að eðlilegt sé að staldra sérstaklega við B-liðinn. „Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru,“ segir Mörður. „Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun?“ Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Sjá meira
Mörður Árnason, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður umhverfisnefndar þegar lög voru sett um stjórn vatnamála frá árinu 2011. Hann gerir deilur um Hvammsvirkjun í Þjórsá að umtalsefni sínu í grein sem hann birtir á Vísi í dag. Hvammsvirkjun standist ekki skilyrðin Hann segir því haldið fram að í lögunum sem sett voru árið 2011 sé ákvæði sem komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir og flóðgarða. „Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi,“ skrifar Mörður. Þau tilvik geti komið til vegna nýrra breytinga, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar sem leiða til breytinga á vatsngæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum eða á hæð grunnvatnshlots. Eða þá „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir að virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun var felld úr gildi í Héraðsdómi Reykjavíkur þann fimmtánda janúar hafi umræða því hafist um að virkjanir, brýr og hafnir fælust ekki í umræddum tilvikum og því þurfi að breyta lögunum hið snarasta. Því er Mörður ekki sammála. Virkjun sérstaklega tekin fram í rökstuðningi Í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að lögunum hafi sérstaklega verið bent á af hverju þessar breytingar gætu stafað. Nefnilega vatnsaflsvirkjunum, flóðavörnum, vegagerðar eða gerðar siglingavega. „Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út,“ skrifar Mörður. „Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „A. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, B. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og C. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Hvar er greinargerð Landsvirkjunar? Hann segir ekkert að athuga við liði A og C en að eðlilegt sé að staldra sérstaklega við B-liðinn. „Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru,“ segir Mörður. „Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun?“
Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Sjá meira