Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2025 13:03 Fjóra St. Kristinsdóttir með sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps í morgun. Gogg Fjóla St. Kristinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar, hefur verið ráðin sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Ráðningin stendur út kjörtímabilið til ársins 2026. Þetta var afgreitt á fundi sveitastjórnar í Grímsnes- og Grafningshreppi í morgun. Hún tekur við embættinu af Iðu Marsibil Jónsdóttur sem lét nýverið af störfum. Í tilkynningu segir að Fjóla sé fædd á Selfossi 1972 og búi þar ásamt fjölskyldu gift Snorra Sigurðarsyni fasteignasala og saman eiga þau þrjú börn, tengdadóttur og eitt barnabarn. „Fjóla er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, Bsc í viðskiptafræði, og vottaður fjármálaráðgjafi ásamt því að hafa lokið kennsluréttindum á meistarastigi. Starfsferill Fjólu er fjölbreyttur og býr hún yfir reynslu á sviði sveitarstjórnarmála en síðastliðin tvö ár gegndi Fjóla stöðu bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Árborg 2022-2024 . Þar áður starfaði hún í tæp 7 ár hjá Landsbankanum á Selfossi, síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði. Þá hefur hún unnið á velferðarsviði Árborgar og bar ábyrgð á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. Síðustu ár hefur Fjóla kennt námskeiðið Velferð í fjármálum við Fræðslunet Suðurlands auk þess að kenna fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Fjóla hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina og tekið virkan þátt í margvíslegri sjálfboðavinnu. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps fagnar ráðningu Fjólu og hlakkar til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru. Fjóla mun hefja störf þann 1. febrúar næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. „Ég er mjög spennt að hefja störf sem sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps og hlakka til að vinna með sveitarstjórn, íbúum, starfsfólki og fasteignaeigendum sveitarfélagsins að áframhaldandi uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins. Það er mér mikill heiður að taka við starfi sveitarstjóra en ég tel mikil tækifæri felast í samfélaginu og sé spennandi tíma framundan“ er haft eftir Fjólu St. Kristinsdóttur. Vistaskipti Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Sjá meira
Þetta var afgreitt á fundi sveitastjórnar í Grímsnes- og Grafningshreppi í morgun. Hún tekur við embættinu af Iðu Marsibil Jónsdóttur sem lét nýverið af störfum. Í tilkynningu segir að Fjóla sé fædd á Selfossi 1972 og búi þar ásamt fjölskyldu gift Snorra Sigurðarsyni fasteignasala og saman eiga þau þrjú börn, tengdadóttur og eitt barnabarn. „Fjóla er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, Bsc í viðskiptafræði, og vottaður fjármálaráðgjafi ásamt því að hafa lokið kennsluréttindum á meistarastigi. Starfsferill Fjólu er fjölbreyttur og býr hún yfir reynslu á sviði sveitarstjórnarmála en síðastliðin tvö ár gegndi Fjóla stöðu bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Árborg 2022-2024 . Þar áður starfaði hún í tæp 7 ár hjá Landsbankanum á Selfossi, síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði. Þá hefur hún unnið á velferðarsviði Árborgar og bar ábyrgð á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. Síðustu ár hefur Fjóla kennt námskeiðið Velferð í fjármálum við Fræðslunet Suðurlands auk þess að kenna fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Fjóla hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum í gegnum tíðina og tekið virkan þátt í margvíslegri sjálfboðavinnu. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps fagnar ráðningu Fjólu og hlakkar til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem framundan eru. Fjóla mun hefja störf þann 1. febrúar næstkomandi,“ segir í tilkynningunni. „Ég er mjög spennt að hefja störf sem sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps og hlakka til að vinna með sveitarstjórn, íbúum, starfsfólki og fasteignaeigendum sveitarfélagsins að áframhaldandi uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins. Það er mér mikill heiður að taka við starfi sveitarstjóra en ég tel mikil tækifæri felast í samfélaginu og sé spennandi tíma framundan“ er haft eftir Fjólu St. Kristinsdóttur.
Vistaskipti Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Sjá meira