Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. janúar 2025 12:13 Græna vöruskemman er í um fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsi Búseta. Vísir/Vilhelm Búseti hefur lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna grænu vöruskemmunar við Álfabakka 2. Í kærunni er farið fram á að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Niðurstöðu er að vænta innan fárra vikna. Græna vöruskemman sem rís við Álfabakka hefur varla farið fram hjá neinum en kraftmikil umræða hefur átt sér stað um málið, ekki síst vegna íbúanna sem nú sjá aðeins grænt út um gluggann. Vöruhúsið er staðsett í um fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsi Búseta. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Búseti hefði nú lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Erlendur Gíslason hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Búseta. „Kæran snýst um að ákvörðun byggingafulltrúa um að synja stöðvun framkvæmda við Álfaabakka verði felld úr gildi. Við fórum fram á það í desember en synjunin varð 20. desember. Búseti telur skipta máli að þó að framkvæmdirnar séu langt komnar þá séu þær engu að síður stöðvaðar svo hægt sé að bregðast við og grípa til einhverra ráðstafana sem lýst hefur verið yfir af Reykjavíkurborg og fleirum; að sé hægt að draga úr umfangi byggingarinnar og það er auðveldara að gera það ef framkvæmdirnar eru stöðvaðar heldur en ef þær halda áfram,“ segir Erlendur. Í ljósi þess að forsvarsmenn Búseta fara í kærunni fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar þarf nefndin að taka kæruna fyrir svo fljótt sem auðið er. „Við vonumst til þess að það verði innan fárra vikna. Við skilum inn kærunni um miðjan janúar og Reykjavíkurborg er nýbúin að fá að skila athugasemdum, fékk vikufrest til þess, þannig að við vonum að nefndin taki sér ekki margar vikur til þess að taka ákvörðun.“ Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22. janúar 2025 06:34 Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. 16. janúar 2025 23:48 Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9. janúar 2025 11:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Græna vöruskemman sem rís við Álfabakka hefur varla farið fram hjá neinum en kraftmikil umræða hefur átt sér stað um málið, ekki síst vegna íbúanna sem nú sjá aðeins grænt út um gluggann. Vöruhúsið er staðsett í um fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsi Búseta. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Búseti hefði nú lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Erlendur Gíslason hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Búseta. „Kæran snýst um að ákvörðun byggingafulltrúa um að synja stöðvun framkvæmda við Álfaabakka verði felld úr gildi. Við fórum fram á það í desember en synjunin varð 20. desember. Búseti telur skipta máli að þó að framkvæmdirnar séu langt komnar þá séu þær engu að síður stöðvaðar svo hægt sé að bregðast við og grípa til einhverra ráðstafana sem lýst hefur verið yfir af Reykjavíkurborg og fleirum; að sé hægt að draga úr umfangi byggingarinnar og það er auðveldara að gera það ef framkvæmdirnar eru stöðvaðar heldur en ef þær halda áfram,“ segir Erlendur. Í ljósi þess að forsvarsmenn Búseta fara í kærunni fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar þarf nefndin að taka kæruna fyrir svo fljótt sem auðið er. „Við vonumst til þess að það verði innan fárra vikna. Við skilum inn kærunni um miðjan janúar og Reykjavíkurborg er nýbúin að fá að skila athugasemdum, fékk vikufrest til þess, þannig að við vonum að nefndin taki sér ekki margar vikur til þess að taka ákvörðun.“
Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22. janúar 2025 06:34 Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. 16. janúar 2025 23:48 Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9. janúar 2025 11:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
„Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22. janúar 2025 06:34
Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. 16. janúar 2025 23:48
Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9. janúar 2025 11:45