TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 10:42 Deshaun Watson gerði risasamning við Cleveland Browns en hefur ekki staðið undir honum. Hann er fyrir vikið mjög óvinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins. Getty/Nick Cammett Deshaun Watson á eftir tvö ár af risasamningi sínum við NFL liðið Cleveland Browns. Watson á að fá 92 milljónir dollara í laun fyrir þessu tvö ár en svo gæti farið að samfélagsmiðlafíkn hans og kærustunnar komi í veg fyrir að þessir þrettán milljarðar íslenskra króna endi inn á bankareikningi hans. Watson missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hann sleit hásin í október. Hann fór í framhaldinu í aðgerð og átti að ná sér góðum fyrir næsta tímabil. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að hann hafi slitið hásinina aftur aðeins þremur mánuðum eftir fyrra slitið. Watson þurfti því að leggjast aftur á skurðarborðið sem seinkar mikið endurkomu hans. Þar kemur til sögunnar Tik Tok myndband af honum að dansa við kærustu sína um jólin. Watson átti á þeim tíma að vera í gönguspelku til að verja hásinina sína en þessi spelka var hvergi sjáanleg í myndbandinu frá 26. desember. Kærustuparið ákvað að stöðva bílinn sinn við vegarkant, fara út og taka myndband af sér dansa saman. Þá sáu allir sem vildu að hann var ekki í gönguspelkunni. Watson tók mikla áhættu með því að dansa þarna um og stuttu síðar fréttist af því að hann væri aftur með slitna hásin. Það að Watson hafi hunsað skilyrði læknaliðs Browns gæti verið næg ástæða fyrir félagið til að komast hjá því að borga honum tvö síðustu ár samningsins. Nú er aðeins spurning um hvaða leið félagið ætlar að fara og hversu harkalega þeir taka á þessu ábyrgðarleysi leikmannsins. Það má hið minnsta búast við því að Watson þurfi að berjast fyrir öllum þessum milljörðum í dómsal. Þetta er auðvitað líka tryggingamál vegna meiðslanna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible) NFL TikTok Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sjá meira
Watson missti af stórum hluta tímabilsins eftir að hann sleit hásin í október. Hann fór í framhaldinu í aðgerð og átti að ná sér góðum fyrir næsta tímabil. Á dögunum bárust hins vegar fréttir af því að hann hafi slitið hásinina aftur aðeins þremur mánuðum eftir fyrra slitið. Watson þurfti því að leggjast aftur á skurðarborðið sem seinkar mikið endurkomu hans. Þar kemur til sögunnar Tik Tok myndband af honum að dansa við kærustu sína um jólin. Watson átti á þeim tíma að vera í gönguspelku til að verja hásinina sína en þessi spelka var hvergi sjáanleg í myndbandinu frá 26. desember. Kærustuparið ákvað að stöðva bílinn sinn við vegarkant, fara út og taka myndband af sér dansa saman. Þá sáu allir sem vildu að hann var ekki í gönguspelkunni. Watson tók mikla áhættu með því að dansa þarna um og stuttu síðar fréttist af því að hann væri aftur með slitna hásin. Það að Watson hafi hunsað skilyrði læknaliðs Browns gæti verið næg ástæða fyrir félagið til að komast hjá því að borga honum tvö síðustu ár samningsins. Nú er aðeins spurning um hvaða leið félagið ætlar að fara og hversu harkalega þeir taka á þessu ábyrgðarleysi leikmannsins. Það má hið minnsta búast við því að Watson þurfi að berjast fyrir öllum þessum milljörðum í dómsal. Þetta er auðvitað líka tryggingamál vegna meiðslanna. View this post on Instagram A post shared by BroBible.com (@brobible)
NFL TikTok Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Fortuna | Blikar sparka Evrópubikarnum af stað Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sjá meira