Heitar umræður um lokun flugbrautar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 21. janúar 2025 21:43 Einar Þorsteinsson og Hildur Björnsdóttir Vísir/Egill Aðalsteinsson Vísír/Ívar Fannar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. „Við óttumst að meirihlutinn hafi verið að láta einhverja flugvallapólitík villa sér sýn. Þarna hefur verið í gangi ákveðin störukeppni á milli borgarstjórnar og ISAVIA og Samgöngustofu. Og hún leiðir auðvitað af sér þessa alvarlegu niðurstöður að Samgöngustofa fer fram á lokun annarrar flugbrautarinnar,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Ég hef nú sagt það að það er alveg sama hvar fólk stendur varðandi flugvöllinn, með eða á móti, hann er í Reykjavík, hann er í Vatnsmýri og verður það næstu árin og á meðan þurfum við að tryggja öryggi flugfarþega og finna einhverja góða lausn á Öskjuhlíðinni samhliða,“ segir Hildur. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir þá lykilatriði að flugvöllurinn sé opinn og í rekstri ásamt því að sjúkraflug væri tryggt. Hann kannist ekki við neinn seinagang. „Við í Framsókn höfum mjög skýra afstöðu í því máli og það er stefna borgarinnar og tryggja flugvöllinn á meðan hann er í Vatnsmýrinni,“ segir Einar. „Við fengum bréf frá Samgöngustofu eftir að hafa óskað eftir því að fá skýrt erindi frá Samgöngustofu um hvað við eigum að gera, á hvaða lagagrundvelli þetta byggir og hvaða tré eru þarna undir.“ Samgöngustofa hafi óskað eftir aðgerðaráætlun frá Reykjavíkurborg. Að sögn Einars er Samgöngustofa að fallst á sjónarmið borgarstjórarinnar að ekki þurfi að fella öll trén á fimm hektara svæði í Öskjuhlíðinni. „Mér sýnist það vera komast betri mynd á það hvað þau raunverulega telja nauðsynlegt af því að fyrst voru þetta hátt í þrjú þúsund tré, svo voru þau komin niður í fjórtán hundruð og nú erum við að komast betur til botns í þessu. Aðalatriðið er þetta, að það þarf að passa upp á flugvöllinn og við verðum að passa upp á sjúkraflug,“ segir Einar. Hildur var sammála Einari um að tryggja þurfi rekstur flugvallarins og flugöryggi fólksins sem ferðast um loftið. Miðstöð innanlandsflugs sé í Vatnsmýrinni. „Okkur þykir öllum ofsalega vænt um Öskjuhlíðina en ég held að það sé hægt að finna á þessu farsæla lausn og ég held að borgin hafi dramatíserað kröfur ISAVIA með myndrænni framsetningu á málinu sem er ekki alveg sannleikanum samkvæm. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja öryggi fólksins okkar sem ferðast í lofti en ég trúi því að við getum fundið á því farsæla lausn sem að tryggir samt Öskjuhlíðina sem þetta öfluga útivistarsvæði,“ sagði Hildur. Aðspurður hvort að flugbrautin væri opin benti Einar á ISAVIA. „Það er akkúrat óreiðan í þessu máli og stjórnsýslan hefur kannski ekki verið alveg upp á tíu og það er það sem við verðum að passa upp á,“ segir Einar. Samkvæmt upplýsinga frá ISAVIA innanlandsflugvöllum þá er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Að sögn Gunnars Rúnar Ólafssonar, fulltrúa Miðstjórnar íslenskra sjúkrafluga er búið að banna flug á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þegar myrkur er. Að sögn Einars gæti einhver lögsótt Reykjavíkurborg ef að öll trén í Öskjuhlíð yrðu felld. Borgarstjórnin þurfi því að gæta sín en á sama tíma bregðast hratt við. „Við erum tilbúin til þess, við höfum sagt það ítrekað á fundum með Samgöngustofu og ISAVIA að við séum tilbúin að leita lausna og gera það hratt og örugglega,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur. Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Tré Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Við óttumst að meirihlutinn hafi verið að láta einhverja flugvallapólitík villa sér sýn. Þarna hefur verið í gangi ákveðin störukeppni á milli borgarstjórnar og ISAVIA og Samgöngustofu. Og hún leiðir auðvitað af sér þessa alvarlegu niðurstöður að Samgöngustofa fer fram á lokun annarrar flugbrautarinnar,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Ég hef nú sagt það að það er alveg sama hvar fólk stendur varðandi flugvöllinn, með eða á móti, hann er í Reykjavík, hann er í Vatnsmýri og verður það næstu árin og á meðan þurfum við að tryggja öryggi flugfarþega og finna einhverja góða lausn á Öskjuhlíðinni samhliða,“ segir Hildur. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir þá lykilatriði að flugvöllurinn sé opinn og í rekstri ásamt því að sjúkraflug væri tryggt. Hann kannist ekki við neinn seinagang. „Við í Framsókn höfum mjög skýra afstöðu í því máli og það er stefna borgarinnar og tryggja flugvöllinn á meðan hann er í Vatnsmýrinni,“ segir Einar. „Við fengum bréf frá Samgöngustofu eftir að hafa óskað eftir því að fá skýrt erindi frá Samgöngustofu um hvað við eigum að gera, á hvaða lagagrundvelli þetta byggir og hvaða tré eru þarna undir.“ Samgöngustofa hafi óskað eftir aðgerðaráætlun frá Reykjavíkurborg. Að sögn Einars er Samgöngustofa að fallst á sjónarmið borgarstjórarinnar að ekki þurfi að fella öll trén á fimm hektara svæði í Öskjuhlíðinni. „Mér sýnist það vera komast betri mynd á það hvað þau raunverulega telja nauðsynlegt af því að fyrst voru þetta hátt í þrjú þúsund tré, svo voru þau komin niður í fjórtán hundruð og nú erum við að komast betur til botns í þessu. Aðalatriðið er þetta, að það þarf að passa upp á flugvöllinn og við verðum að passa upp á sjúkraflug,“ segir Einar. Hildur var sammála Einari um að tryggja þurfi rekstur flugvallarins og flugöryggi fólksins sem ferðast um loftið. Miðstöð innanlandsflugs sé í Vatnsmýrinni. „Okkur þykir öllum ofsalega vænt um Öskjuhlíðina en ég held að það sé hægt að finna á þessu farsæla lausn og ég held að borgin hafi dramatíserað kröfur ISAVIA með myndrænni framsetningu á málinu sem er ekki alveg sannleikanum samkvæm. Númer eitt, tvö og þrjú er að tryggja öryggi fólksins okkar sem ferðast í lofti en ég trúi því að við getum fundið á því farsæla lausn sem að tryggir samt Öskjuhlíðina sem þetta öfluga útivistarsvæði,“ sagði Hildur. Aðspurður hvort að flugbrautin væri opin benti Einar á ISAVIA. „Það er akkúrat óreiðan í þessu máli og stjórnsýslan hefur kannski ekki verið alveg upp á tíu og það er það sem við verðum að passa upp á,“ segir Einar. Samkvæmt upplýsinga frá ISAVIA innanlandsflugvöllum þá er ferlinu við lokun brautarinnar ekki lokið en ætti því að ljúka í byrjun næstu viku. Að sögn Gunnars Rúnar Ólafssonar, fulltrúa Miðstjórnar íslenskra sjúkrafluga er búið að banna flug á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þegar myrkur er. Að sögn Einars gæti einhver lögsótt Reykjavíkurborg ef að öll trén í Öskjuhlíð yrðu felld. Borgarstjórnin þurfi því að gæta sín en á sama tíma bregðast hratt við. „Við erum tilbúin til þess, við höfum sagt það ítrekað á fundum með Samgöngustofu og ISAVIA að við séum tilbúin að leita lausna og gera það hratt og örugglega,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur.
Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Tré Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira