Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. janúar 2025 18:05 Önnur flugbrautin er lokuð fyrir flugumferð. Vísir/Vilhelm Lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli er mikið áhyggjuefni fulltrúa Mistöðvar sjúkraflugs á Íslandi. Líkurnar á því að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík stóraukast. Fyrr í mánuðinum tilkynnti Samgöngustofa ISAVIA að loki ætti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar þar sem að Reykjavíkurborg hafi ekki fellt um 1400 tré í Öskjuhlíð. Sjúkraflugvélar mega nú ekki lenda á flugbrautinni í myrkri. „Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins,“ segir í yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi sem birt var í morgun. Þá segir einnig í tilkynningunni að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. „Staðan er alvarleg að okkar mati. Þetta eru gríðarlega mörg flug sem við erum að fara í á ári, við erum að fara hátt í þúsund sjúkraflug og 650 flug sem fara til Reykjavíkur,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Með lokuninni stóraukist líkurnar á að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík. „45 prósent tilfella hjá okkur eru bráðatilvik sem þurfa að komast mjög hratt á Landspítala. Möguleikinn er mikill að eitthvað gæti gerst. Í versta falli þyrfti að fara til Keflavíkur með sjúklinginn og það er mjög mikil lenging á flutningnum á sjúklingnum til þess að komast,“ segir Gunnar. Tíminn sem fer í að flytja sjúklinga á Landspítala gæti lengst um allt að eina og hálfa klukkustund. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir landsbyggðina að þessir hlutir séu í lagi. Það þarf að vera hægt að flytja á Landspítala, það er hvernig heilbrigðiskerfið okkar er byggt upp,“ segir Gunnar. Ástandið skapi mikla óvissu meðal heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. „Þetta er gríðarlega slæmt, ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk úti á landsbyggðinni sem er með fólk í höndunum og er með þessa óvissu yfir sér hvort að sjúklingurinn komist til Reykjavíkur eða ekki.“ Gunnar segir að ljúka þurfi málinu með skjótum og farsælum hætti. „Það er verið að rífast um einhver tré en ég held að þetta sé mikilvægara að hafa þetta í huga þegar er verið að tala um þessi mál.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur. Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Reykjavík síðdegis Tré Reykjavík Tengdar fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Fyrr í mánuðinum tilkynnti Samgöngustofa ISAVIA að loki ætti annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar þar sem að Reykjavíkurborg hafi ekki fellt um 1400 tré í Öskjuhlíð. Sjúkraflugvélar mega nú ekki lenda á flugbrautinni í myrkri. „Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins,“ segir í yfirlýsingu Miðstöðvar sjúkraflugs á Íslandi sem birt var í morgun. Þá segir einnig í tilkynningunni að lokunin sé á skjön við lög um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. „Staðan er alvarleg að okkar mati. Þetta eru gríðarlega mörg flug sem við erum að fara í á ári, við erum að fara hátt í þúsund sjúkraflug og 650 flug sem fara til Reykjavíkur,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Með lokuninni stóraukist líkurnar á að sjúkraflugvélar geti ekki lent í Reykjavík. „45 prósent tilfella hjá okkur eru bráðatilvik sem þurfa að komast mjög hratt á Landspítala. Möguleikinn er mikill að eitthvað gæti gerst. Í versta falli þyrfti að fara til Keflavíkur með sjúklinginn og það er mjög mikil lenging á flutningnum á sjúklingnum til þess að komast,“ segir Gunnar. Tíminn sem fer í að flytja sjúklinga á Landspítala gæti lengst um allt að eina og hálfa klukkustund. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir landsbyggðina að þessir hlutir séu í lagi. Það þarf að vera hægt að flytja á Landspítala, það er hvernig heilbrigðiskerfið okkar er byggt upp,“ segir Gunnar. Ástandið skapi mikla óvissu meðal heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni. „Þetta er gríðarlega slæmt, ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir lækna og heilbrigðisstarfsfólk úti á landsbyggðinni sem er með fólk í höndunum og er með þessa óvissu yfir sér hvort að sjúklingurinn komist til Reykjavíkur eða ekki.“ Gunnar segir að ljúka þurfi málinu með skjótum og farsælum hætti. „Það er verið að rífast um einhver tré en ég held að þetta sé mikilvægara að hafa þetta í huga þegar er verið að tala um þessi mál.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður stóð að báðar flugbrautir Reykjavíkurflugvallar væru lokaðar í myrkri en það er einungis önnur.
Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Reykjavík síðdegis Tré Reykjavík Tengdar fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09
Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Samgöngustofa segir að krafa um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar eigi ekki að koma borgarstjóra á óvart. Skipun um að flugbrautum verði lokað byggist á mati ISAVIA. 14. janúar 2025 08:56