Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar 21. janúar 2025 14:03 Þann 15. janúar 2025 birtist frétt á Vísi þess efnis að Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns sem Héraðsdómur Norðurlands sakfelldi fyrir samræði við barn undir 15 ára aldri. Landsréttur þyngdi þann dóm og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða nauðgun. Umræddur kynferðisafbrotamaður og lögmaður hans sendu beiðni um áfrýjun niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar með þeim rökum ,,að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum.” Sú beiðni var samþykkt. Samkvæmt lögum getur barn undir 15 ára aldri ekki veitt fullorðnum samþykki sitt. Af hverju er þörf á að taka það fyrir hjá dómstólum? Af hverju erum við með lög ef þetta er túlkunaratriði eftir allt saman? Þann 16. september 2022 lagði Gísli Rafn Ólafsson fram frumvarp sem átti að auka réttarvernd barna í kynferðisbrotamálum. Hann endurtók þá tillögu aftur þann 18. september 2023. Í bæði skiptin fékk frumvarpið því miður dræmar undirtektir og lagðist Héraðssaksóknari meðal annars gegn því. Þeir sem brjóta gegn börnum hafa nú þegar rými til þess og í ljósi þess að ekki var vilji til þess að þrengja þann ramma er mikilvægt að við gefum þeim ekki enn meira eftir. Umræðan um réttarkerfið okkar og skort á fjármagni hefur verið viðvarandi í langan tíma og ákæruvaldið þarf, vegna fjárskorts, að velja hvaða mál fara fyrir dóm. Í kynferðisbrotamálum eru 50-60% mála felld niður samkvæmt tölfræði Ríkissaksóknara frá árunum 2016-2021. Brotaþolar njóta ekki þeirra réttinda að hafa ákvörðunarvald í sínum eigin málum, á meðan kynferðisafbrotamenn geta óskað eftir áfrýjun ef þeim hugnast ekki niðurstaðan. Þannig geta þeir sóað fjármagni í fjársveltu kerfi og heimtað áheyrn dómstóla, jafnvel þó að það fari gegn lögum landsins. Það hefði verið fordæmi ef Hæstiréttur hefði hafnað þessari fáránlegu beiðni og sent þannig skýr skilaboð þess efnis að það er ekki í lagi að fullorðið fólk hafi samræði við eða nauðgi börnum. Höfundur situr í stjórn Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/153/35/?ltg=153&mnr=35 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/131/?ltg=154&mnr=131 https://heimildin.is/grein/17027/ https://www.visir.is/g/20252675300d/haesti-rettur-sker-ur-um-hvort-sam-raedi-vid-barn-se-naudgun https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6feQMjf4LK5mijYLbMfsgh/5694cb145d709a22b8d64dae321707a0/Skyrsla-starfshops-RS-um-malmedferdartima-kynferdisbrota-25.-agust-2022.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 15. janúar 2025 birtist frétt á Vísi þess efnis að Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál manns sem Héraðsdómur Norðurlands sakfelldi fyrir samræði við barn undir 15 ára aldri. Landsréttur þyngdi þann dóm og komst að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða nauðgun. Umræddur kynferðisafbrotamaður og lögmaður hans sendu beiðni um áfrýjun niðurstöðu Landsréttar til Hæstaréttar með þeim rökum ,,að úrslit málsins hefði fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu um það hvort barn undir fimmtán ára aldri gæti gefið samþykki fyrir samræði eða öðrum kynferðismökum.” Sú beiðni var samþykkt. Samkvæmt lögum getur barn undir 15 ára aldri ekki veitt fullorðnum samþykki sitt. Af hverju er þörf á að taka það fyrir hjá dómstólum? Af hverju erum við með lög ef þetta er túlkunaratriði eftir allt saman? Þann 16. september 2022 lagði Gísli Rafn Ólafsson fram frumvarp sem átti að auka réttarvernd barna í kynferðisbrotamálum. Hann endurtók þá tillögu aftur þann 18. september 2023. Í bæði skiptin fékk frumvarpið því miður dræmar undirtektir og lagðist Héraðssaksóknari meðal annars gegn því. Þeir sem brjóta gegn börnum hafa nú þegar rými til þess og í ljósi þess að ekki var vilji til þess að þrengja þann ramma er mikilvægt að við gefum þeim ekki enn meira eftir. Umræðan um réttarkerfið okkar og skort á fjármagni hefur verið viðvarandi í langan tíma og ákæruvaldið þarf, vegna fjárskorts, að velja hvaða mál fara fyrir dóm. Í kynferðisbrotamálum eru 50-60% mála felld niður samkvæmt tölfræði Ríkissaksóknara frá árunum 2016-2021. Brotaþolar njóta ekki þeirra réttinda að hafa ákvörðunarvald í sínum eigin málum, á meðan kynferðisafbrotamenn geta óskað eftir áfrýjun ef þeim hugnast ekki niðurstaðan. Þannig geta þeir sóað fjármagni í fjársveltu kerfi og heimtað áheyrn dómstóla, jafnvel þó að það fari gegn lögum landsins. Það hefði verið fordæmi ef Hæstiréttur hefði hafnað þessari fáránlegu beiðni og sent þannig skýr skilaboð þess efnis að það er ekki í lagi að fullorðið fólk hafi samræði við eða nauðgi börnum. Höfundur situr í stjórn Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/153/35/?ltg=153&mnr=35 https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/154/131/?ltg=154&mnr=131 https://heimildin.is/grein/17027/ https://www.visir.is/g/20252675300d/haesti-rettur-sker-ur-um-hvort-sam-raedi-vid-barn-se-naudgun https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6feQMjf4LK5mijYLbMfsgh/5694cb145d709a22b8d64dae321707a0/Skyrsla-starfshops-RS-um-malmedferdartima-kynferdisbrota-25.-agust-2022.pdf
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun