Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Jón Þór Stefánsson skrifar 21. janúar 2025 13:43 Skilaboð sem maðurinn sendi á Facebook voru á meðal sönnunargagna málsins. Getty Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás gegn barnungri dóttur sinni, en hann var ákærður fyrir að slá hana ítrekað í rassinn í refsingarskyni í desember 2019. Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað þar sem dráttur málsins var mikill og langt síðan atvikið sem það varðar átti sér stað. Málið kom upp árið 2021 þegar lögreglan var að rannsaka meint ofbeldisbrot mannsins gegn móður stúlkunnar sem hann átti að hafa framið þegar þau voru í sambúð. Þá sagði móðirin að maðurinn hefði oft rassskellt dóttur þeirra, bæði þegar og eftir að þau bjuggu saman. Hann hefði gert það því honum þótti stúlkan óþekk. Ljósmynd og skilaboð lykilsönnunargögn Á meðal rannsóknargagna málsins var ljósmynd sem móðirin tók af áverkum á rassi stúlkunnar, sem var tekin kvöldið sem brotið var framið. Einnig lágu fyrir skjáskot af samskiptum foreldrana á Facebook þetta sama kvöld. Í þessum skilaboðum sagðist manninum vera „skítsama“ um hvað móðurinni finnist. Hann sagðist elska stúlkuna og vera fullur eftirsjár. Hann hefði ekki „gert þetta“ í reiði heldur vegna þess að stúlkan þurfi að hlusta á foreldra sína. Dómurinn féll í Héraðdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm „Ef hún vaxi úr grasi og verði ofdekruð stelpa þá muni móðirin ekkert geta gert í því síðar meir. Rassinn á brotaþola hætti fljótlega að vera sár en vissa hennar um að hún verði að hlýða muni vera áfram í huga hennar,“ er haft eftir manninum í dómnum um samskiptin við móðurina. Sagði móðurina hafa falsað skilaboðin Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagði þessi skilaboð, þar sem hann virtist viðurkenna ofbeldið, vera fölsuð. Móðirin hafi haft aðgang mannsins að Facebook og skrifað umrædd skilaboð til þess að láta hann líta illa út. Í niðurstöðu dómsins er minnst á að maðurinn hafi tvisvar sinnum gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, en í hvorugt skipti hafi hann minnst á þetta, að móðirin hafi falsað skilaboðin. Í dómnum segir að um sé að ræða mikilvægt atriði sé það rétt. Dómurinn segir ekkert fram komið í málinu sem bendi til þess að það sé rétt. Maðurinn var líkt og áður segir sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans frestað vegna þess hve langur dráttur málsins var. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Ákvörðun um refsingu mannsins var frestað þar sem dráttur málsins var mikill og langt síðan atvikið sem það varðar átti sér stað. Málið kom upp árið 2021 þegar lögreglan var að rannsaka meint ofbeldisbrot mannsins gegn móður stúlkunnar sem hann átti að hafa framið þegar þau voru í sambúð. Þá sagði móðirin að maðurinn hefði oft rassskellt dóttur þeirra, bæði þegar og eftir að þau bjuggu saman. Hann hefði gert það því honum þótti stúlkan óþekk. Ljósmynd og skilaboð lykilsönnunargögn Á meðal rannsóknargagna málsins var ljósmynd sem móðirin tók af áverkum á rassi stúlkunnar, sem var tekin kvöldið sem brotið var framið. Einnig lágu fyrir skjáskot af samskiptum foreldrana á Facebook þetta sama kvöld. Í þessum skilaboðum sagðist manninum vera „skítsama“ um hvað móðurinni finnist. Hann sagðist elska stúlkuna og vera fullur eftirsjár. Hann hefði ekki „gert þetta“ í reiði heldur vegna þess að stúlkan þurfi að hlusta á foreldra sína. Dómurinn féll í Héraðdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm „Ef hún vaxi úr grasi og verði ofdekruð stelpa þá muni móðirin ekkert geta gert í því síðar meir. Rassinn á brotaþola hætti fljótlega að vera sár en vissa hennar um að hún verði að hlýða muni vera áfram í huga hennar,“ er haft eftir manninum í dómnum um samskiptin við móðurina. Sagði móðurina hafa falsað skilaboðin Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Hann sagði þessi skilaboð, þar sem hann virtist viðurkenna ofbeldið, vera fölsuð. Móðirin hafi haft aðgang mannsins að Facebook og skrifað umrædd skilaboð til þess að láta hann líta illa út. Í niðurstöðu dómsins er minnst á að maðurinn hafi tvisvar sinnum gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins, en í hvorugt skipti hafi hann minnst á þetta, að móðirin hafi falsað skilaboðin. Í dómnum segir að um sé að ræða mikilvægt atriði sé það rétt. Dómurinn segir ekkert fram komið í málinu sem bendi til þess að það sé rétt. Maðurinn var líkt og áður segir sakfelldur, en ákvörðun um refsingu hans frestað vegna þess hve langur dráttur málsins var. Þá er honum gert að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur auk vaxta í miskabætur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira