Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 12:57 Flóttafólk gengur í átt að landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna í síðustu viku. Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Stjórnvöld í Gvatemala búa sig nú undir að taka á móti þúsundum einstaklinga sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst senda úr landi. Stefnt er að því að reyna að virkja fólkið og nýta reynslu þess í þágu efnahagslífsins. Samkvæmt Pew Research Center var áætlað að um 675 þúsund Gvatemalar byggju ólöglega í Bandaríkjunum árið 2022. Þeir eru einn stærsti hópurinn meðal ólöglegra íbúa, á eftir Mexíkóum, Indverjum og einstaklingum frá El Salvador. Gríðarleg fátækt ríkir í Gvatemala og margir eru án vinnu. Þá búa landsmenn við erfiðar veðuraðstæður sem hafa farið versnandi vegna loftslagsbreytinga, auk þess sem skipulögð glæpastarfsemi er landlæg. Tölur benda til þess að fjöldi reyni ítrekað að komast til Bandaríkjanna og ná þar fótfestu en 40 prósent þeirra sem voru fluttir úr landi árið 2020 höfðu áður freistað gæfunnar. Á síðasta ári voru farin það bil sjö flug á viku með ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum til Gvatemala. Það jafngildir um þúsund manns. Stjórnvöld í Gvatemala virðast samstarfsfús þegar kemur að áætlunum Trump um að gefa í en segjast aðeins geta tekið við um 2.500 á viku. Forsetinn Bernardo Arévalo hefur leitast við að fullvissa þá sem bíða milli vonar og ótta í Bandaríkjunum að tekið verði vel á móti þeim heima. Til stendur að efla móttökuáætlanir og freista þess að koma fólkinu til starfa. Margir bíða nú við landamærin, eftir að allar umsóknir og öll úrvinnsla var sett á ís í gær.Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Þar er meðal annars horft til þess að nýta þá tungumálahæfileika og hæfni sem það hefur öðlast í Bandaríkjunum. Þá hefur fólkinu einnig verið lofað sálrænum stuðningi. Í umfjöllun um málið segir New York Times skoðanir skiptar meðal þeirra sem hafa þegar verið fluttir frá Bandaríkjunum og aftur til Gvatemala. Sumir séu staðráðnir í að reyna aftur, til að mynda til að sameinast fjölskyldum sínum, en aðrir hyggist freista þess að skapa sér líf í heimalandinu. Fyrir suma getur það reynst afar erfitt, þar sem þeir hafa látið allar eigur sínar frá sér til að fjármagna drauminn um betra líf í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Gvatemala Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Samkvæmt Pew Research Center var áætlað að um 675 þúsund Gvatemalar byggju ólöglega í Bandaríkjunum árið 2022. Þeir eru einn stærsti hópurinn meðal ólöglegra íbúa, á eftir Mexíkóum, Indverjum og einstaklingum frá El Salvador. Gríðarleg fátækt ríkir í Gvatemala og margir eru án vinnu. Þá búa landsmenn við erfiðar veðuraðstæður sem hafa farið versnandi vegna loftslagsbreytinga, auk þess sem skipulögð glæpastarfsemi er landlæg. Tölur benda til þess að fjöldi reyni ítrekað að komast til Bandaríkjanna og ná þar fótfestu en 40 prósent þeirra sem voru fluttir úr landi árið 2020 höfðu áður freistað gæfunnar. Á síðasta ári voru farin það bil sjö flug á viku með ólöglega innflytjendur frá Bandaríkjunum til Gvatemala. Það jafngildir um þúsund manns. Stjórnvöld í Gvatemala virðast samstarfsfús þegar kemur að áætlunum Trump um að gefa í en segjast aðeins geta tekið við um 2.500 á viku. Forsetinn Bernardo Arévalo hefur leitast við að fullvissa þá sem bíða milli vonar og ótta í Bandaríkjunum að tekið verði vel á móti þeim heima. Til stendur að efla móttökuáætlanir og freista þess að koma fólkinu til starfa. Margir bíða nú við landamærin, eftir að allar umsóknir og öll úrvinnsla var sett á ís í gær.Getty/Anadolu/Jose Eduardo Torres Þar er meðal annars horft til þess að nýta þá tungumálahæfileika og hæfni sem það hefur öðlast í Bandaríkjunum. Þá hefur fólkinu einnig verið lofað sálrænum stuðningi. Í umfjöllun um málið segir New York Times skoðanir skiptar meðal þeirra sem hafa þegar verið fluttir frá Bandaríkjunum og aftur til Gvatemala. Sumir séu staðráðnir í að reyna aftur, til að mynda til að sameinast fjölskyldum sínum, en aðrir hyggist freista þess að skapa sér líf í heimalandinu. Fyrir suma getur það reynst afar erfitt, þar sem þeir hafa látið allar eigur sínar frá sér til að fjármagna drauminn um betra líf í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Gvatemala Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira