Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2025 08:31 Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Við lítum á menntun sem mannréttindi, almannahag og sameiginlega ábyrgð okkar allra. Menntun stendur almenningi á Íslandi til boða frá unga aldri, fyrst í leikskóla, svo í grunnskóla, framhaldsskóla og síðan háskóla. Kerfið okkar er nokkuð gott og geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. En þessar fjórar menntastoðir eru ekki þær einu, því fimmta stoðin, framhaldsfræðslan, er líka til þó hún sé minna þekkt en hinar. Fimmta stoðin, framhaldsfræðsla er skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Við, einstaklingarnir í samfélaginu, erum allskonar. Það þýðir að við erum misjafnlega í stakk búin til að nýta þau tækifæri sem eru til staðar, við erum ekki öll tilbúin á sama tíma. En þegar einstaklingurinn er tilbúinn þá grípur framhaldsfræðslan viðkomandi og hjálpar honum að nýta þau menntunartækifæri sem samfélagið býður upp á. Einstaklingar sem vilja efla sig í námi og starfi og vita kannski ekki alveg hvar þau eiga að byrja geta leitað til símenntunarmiðstöðvanna og kannað hvað er í boði. Hægt er að fá ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa sem getur aðstoðað við að finna réttu leiðina. Fyrir þá sem vilja efla sig með námi eru í boði fjölmargar námsleiðir sem miða að því að efla einstaklinginn í starfi en einnig til að efla námslegan grunn og undirbúa fyrir frekara nám. Þeir sem vilja nýta þá hæfni sem þeir hafa öðlast í gegnum lífið og í störfum sínum geta óskað eftir að fá raunfærni sína metna. Þeir sem sinna framhaldsfræðslunni eru m.a. fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um allt land. Hægt er að leita til þeirra til að skoða þau tækifæri sem bjóðast. Á vefsíðunni https://simennt.is getur þú fundið þá símenntunarstöð sem er á þínu svæði og haft samband. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um hvað náms- og starfsráðgjafar geta ráðlagt um https://simennt.is/nams-og-starfsradgjof/, upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði https://simennt.is/namsleidir/ og hvað raunfærnimat er https://simennt.is/raunfaernimat/. Framhaldsfræðslan hefur margt að bjóða og langar mig hér í stuttu máli að lýsa hvernig þrír einstaklingar hafa nýtt kerfið til efla sig og öðlast meiri þekkingu og framgang í starfi. Jóna er 44 ára. Hún hætti eftir 1 ár í framhaldsskóla og fór að vinna við ýmis störf sem kröfðust ekki sérstakrar menntunar. Þegar hún var 38 ára hitti hún náms- og starfsráðgjafa og skráði sig í kjölfarið í Menntastoðir, fór þaðan í Háskólabrú Keilis og síðan í sálfræði við Háskóla Ísland. Sigga er 32 ára. Hún hætti í framhaldsskóla eftir 2 ár. Hún hefur starfað á leikskóla í 10 ár og skráði sig í raunfærnimat í leikskólaliðabrú. Hún fékk 50 einingar metnar og kláraði síðan í kjölfarið leikskólaliðanám. Beata er 35 ára kennari frá Póllandi. Hún kom í leikskólasmiðju ásamt íslenskukennslu og fór síðan í Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla einnig með áherslu á starfstengda íslensku. Sem hluta af náminu var hún í starfsnámi á leikskóla og fékk í kjölfarið fastráðningu. Þessar þrjár sögur eru ólíkar en þúsundir eru til af álíka sögum enda er framhaldsfræðslan mikilvægur hlekkur í að bregðast við breyttum aðstæðum sem samfélagið stendur frammi fyrir og mikilvægt að einstaklingar nýti þau tækifæri sem leynast þar til að efla sig sem og samfélagið. Höfundur er formaður Símenntar. Aðilar að Símennt eru: Austurbrú www.austurbru.isFarskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra www.farskolinn.isFramvegis – miðstöð símenntunar www.framvegis.isFræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.isFræðslunetið www.fraedslunet.isMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum www.mss.isMímir – símenntun www.mimir.isSímenntun Vesturlands www.simenntun.isSÍMEY www.simey.isVISKA www.viska.isÞekkingarnet Þingeyinga www.hac.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Árið 2018 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera 24. janúar, að alþjóðlegum degi menntunar. Við lítum á menntun sem mannréttindi, almannahag og sameiginlega ábyrgð okkar allra. Menntun stendur almenningi á Íslandi til boða frá unga aldri, fyrst í leikskóla, svo í grunnskóla, framhaldsskóla og síðan háskóla. Kerfið okkar er nokkuð gott og geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. En þessar fjórar menntastoðir eru ekki þær einu, því fimmta stoðin, framhaldsfræðslan, er líka til þó hún sé minna þekkt en hinar. Fimmta stoðin, framhaldsfræðsla er skilgreind sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Við, einstaklingarnir í samfélaginu, erum allskonar. Það þýðir að við erum misjafnlega í stakk búin til að nýta þau tækifæri sem eru til staðar, við erum ekki öll tilbúin á sama tíma. En þegar einstaklingurinn er tilbúinn þá grípur framhaldsfræðslan viðkomandi og hjálpar honum að nýta þau menntunartækifæri sem samfélagið býður upp á. Einstaklingar sem vilja efla sig í námi og starfi og vita kannski ekki alveg hvar þau eiga að byrja geta leitað til símenntunarmiðstöðvanna og kannað hvað er í boði. Hægt er að fá ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa sem getur aðstoðað við að finna réttu leiðina. Fyrir þá sem vilja efla sig með námi eru í boði fjölmargar námsleiðir sem miða að því að efla einstaklinginn í starfi en einnig til að efla námslegan grunn og undirbúa fyrir frekara nám. Þeir sem vilja nýta þá hæfni sem þeir hafa öðlast í gegnum lífið og í störfum sínum geta óskað eftir að fá raunfærni sína metna. Þeir sem sinna framhaldsfræðslunni eru m.a. fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um allt land. Hægt er að leita til þeirra til að skoða þau tækifæri sem bjóðast. Á vefsíðunni https://simennt.is getur þú fundið þá símenntunarstöð sem er á þínu svæði og haft samband. Þar má einnig finna frekari upplýsingar um hvað náms- og starfsráðgjafar geta ráðlagt um https://simennt.is/nams-og-starfsradgjof/, upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði https://simennt.is/namsleidir/ og hvað raunfærnimat er https://simennt.is/raunfaernimat/. Framhaldsfræðslan hefur margt að bjóða og langar mig hér í stuttu máli að lýsa hvernig þrír einstaklingar hafa nýtt kerfið til efla sig og öðlast meiri þekkingu og framgang í starfi. Jóna er 44 ára. Hún hætti eftir 1 ár í framhaldsskóla og fór að vinna við ýmis störf sem kröfðust ekki sérstakrar menntunar. Þegar hún var 38 ára hitti hún náms- og starfsráðgjafa og skráði sig í kjölfarið í Menntastoðir, fór þaðan í Háskólabrú Keilis og síðan í sálfræði við Háskóla Ísland. Sigga er 32 ára. Hún hætti í framhaldsskóla eftir 2 ár. Hún hefur starfað á leikskóla í 10 ár og skráði sig í raunfærnimat í leikskólaliðabrú. Hún fékk 50 einingar metnar og kláraði síðan í kjölfarið leikskólaliðanám. Beata er 35 ára kennari frá Póllandi. Hún kom í leikskólasmiðju ásamt íslenskukennslu og fór síðan í Fagnám fyrir starfsmenn leikskóla einnig með áherslu á starfstengda íslensku. Sem hluta af náminu var hún í starfsnámi á leikskóla og fékk í kjölfarið fastráðningu. Þessar þrjár sögur eru ólíkar en þúsundir eru til af álíka sögum enda er framhaldsfræðslan mikilvægur hlekkur í að bregðast við breyttum aðstæðum sem samfélagið stendur frammi fyrir og mikilvægt að einstaklingar nýti þau tækifæri sem leynast þar til að efla sig sem og samfélagið. Höfundur er formaður Símenntar. Aðilar að Símennt eru: Austurbrú www.austurbru.isFarskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra www.farskolinn.isFramvegis – miðstöð símenntunar www.framvegis.isFræðslumiðstöð Vestfjarða www.frmst.isFræðslunetið www.fraedslunet.isMiðstöð símenntunar á Suðurnesjum www.mss.isMímir – símenntun www.mimir.isSímenntun Vesturlands www.simenntun.isSÍMEY www.simey.isVISKA www.viska.isÞekkingarnet Þingeyinga www.hac.is
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun