Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 15:18 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. janúar síðastliðnum þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi og óska eftir því að málið fari beint til Hæstaréttar. Í fréttatilkynningu segir að ástæða áfrýjunarinnar sé einföld, fyrirtækið telji dóminn í meginatriðum rangan. „Því fer fjarri að hægt sé að túlka vilja löggjafans á þann hátt sem þar er gert.“ Hefði verið risastór pólitísk ákvörðun Hefði það verið ætlun löggjafans að lög um stjórn vatnamála skyldu standa í vegi fyrir nýjum vatnsaflsvirkjunum á Íslandi sem og öllum öðrum stærri framkvæmdum, svo sem brúargerð, flóðvarnargörðum, dýpkun hafna og fleira, sem kunni að hafa áhrif á vatnshlot, hefði það verið ein stærsta pólitíska ákvörðun þess tíma. Hvergi sjáist merki þess í skjölum eða umræðum á Alþingi á þeim tíma að löggjafinn hafi haft hug á að umbylta málum með þeim hætti. Í dóminum kemst héraðsdómari að þeirri niðurstöðu að af breytingum sem urðu á frumvarpi að lögum um stjórn vatnamála væri ljóst að það hefði ekki verið vilji löggjafans að heimild væri í lögunum til þess að veita undanþágu frá banni við breytingum á vatnshloti vegna framkvæmda. Tína til þrennt Í fréttatilkynningu segir að þvert á móti sé þrennt alveg ljóst þegar ferill málsins á Alþingi er skoðaður. Í fyrsta lagi hafi tilgangur löggjafarinnar hafi verið að innleiða vatnatilskipun Evrópusambandsins án nokkurra efnislegra breytinga. „Um breytingartillögur nefndarinnar kemur eftirfarandi t.a.m. fram í ræðu Marðar Árnasonar, þáverandi þingmanns Samfylkingar og framsögumanns umhverfisnefndar: „Að auki leggur nefndin til ýmsar efnisbreytingar sem ekki er fjallað um hér, minni háttar, og þar að auki ýmsar lagatæknilegar breytingar og málfarsbreytingar sem þörf er á við spánnýja löggjöf.““ Í öðru lagi sé tilgangur laga um stjórn vatnamála ekki að koma í veg fyrir allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatnshlot. „Úr ræðu Birgis Ármannssonar, þáverandi fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni, um málið: „...um það hafa ekki verið hörð pólitísk átök. Fremur hefur verið deilt um orðalag og slíka þætti sem ekki varða neina meginstefnu.““ Í þriðja lagi bendi ekkert til þess að löggjafinn hafi vísvitandi ætlað að þrengja þrengja enn frekar skilyrði fyrir vatnsaflsvirkjunum en vatnatilskipunin mælir fyrir um. 1. júlí árið 2015 hafi Alþingi samþykkt þingsályktun sem færði Hvammsvirkjun úr biðflokki í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. „Slík ályktun hefði tæplega náð fram að ganga ef löggjafinn ætlaði að haga stjórn vatnamála á þann veg að koma beinlínis í veg fyrir að virkjunin yrði að veruleika.“ Erfitt að leggja mat á kostnað vegna tafa Loks segir í tilkynningu að undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun séu þegar hafnar, svo sem veglagning og undirbúningur vinnubúða, og stór útboð séu áætluð á næstu mánuðum. Erfitt sé að leggja mat á þann kostnað sem muni hljótast af seinkun verkefnisins, hann fari að einhverju leyti eftir því hversu löng töfin verður. „Það er dýrt að undirbúa vatnsaflsvirkjun og þegar þarf endurtekið að fresta útboðum og vinna gögn upp á nýtt er kostnaðurinn fljótur að hlaðast upp og hætta á að tiltrú bjóðenda tapist. Nýjustu áætlanir gerðu ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði gangsett síðla árs 2029 en nú má gera ráð fyrir því að það verði ekki fyrr en á næsta áratug.“ Landsvirkjun styðji áætlun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að draga úr skaðanum með lagasetningu. Tafirnar undanfarin ár byggi meðal annars á töfum á afgreiðslu rammaáætlunar, kærumálum tengdum umhverfismati, annmörkum á málsmeðferð stofnana og nú því nýjasta, dómi héraðsdóms um meintan vilja Alþingis við afgreiðslu frumvarps, sem Landsvirkjun telji ekki eiga við nein rök að styðjast. „Þær hafa því lítið sem ekkert með virkjunina sjálfa að gera eða hvernig Landsvirkjun hefur staðið að undirbúningi hennar enda er Hvammsvirkjun líklega það verkefni sem mest hefur verið rannsakað á Íslandi. Við teljum fullvíst að virkjunin muni rísa, en með meiri kostnaði en annars hefði verið.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Orkumál Dómsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að ástæða áfrýjunarinnar sé einföld, fyrirtækið telji dóminn í meginatriðum rangan. „Því fer fjarri að hægt sé að túlka vilja löggjafans á þann hátt sem þar er gert.“ Hefði verið risastór pólitísk ákvörðun Hefði það verið ætlun löggjafans að lög um stjórn vatnamála skyldu standa í vegi fyrir nýjum vatnsaflsvirkjunum á Íslandi sem og öllum öðrum stærri framkvæmdum, svo sem brúargerð, flóðvarnargörðum, dýpkun hafna og fleira, sem kunni að hafa áhrif á vatnshlot, hefði það verið ein stærsta pólitíska ákvörðun þess tíma. Hvergi sjáist merki þess í skjölum eða umræðum á Alþingi á þeim tíma að löggjafinn hafi haft hug á að umbylta málum með þeim hætti. Í dóminum kemst héraðsdómari að þeirri niðurstöðu að af breytingum sem urðu á frumvarpi að lögum um stjórn vatnamála væri ljóst að það hefði ekki verið vilji löggjafans að heimild væri í lögunum til þess að veita undanþágu frá banni við breytingum á vatnshloti vegna framkvæmda. Tína til þrennt Í fréttatilkynningu segir að þvert á móti sé þrennt alveg ljóst þegar ferill málsins á Alþingi er skoðaður. Í fyrsta lagi hafi tilgangur löggjafarinnar hafi verið að innleiða vatnatilskipun Evrópusambandsins án nokkurra efnislegra breytinga. „Um breytingartillögur nefndarinnar kemur eftirfarandi t.a.m. fram í ræðu Marðar Árnasonar, þáverandi þingmanns Samfylkingar og framsögumanns umhverfisnefndar: „Að auki leggur nefndin til ýmsar efnisbreytingar sem ekki er fjallað um hér, minni háttar, og þar að auki ýmsar lagatæknilegar breytingar og málfarsbreytingar sem þörf er á við spánnýja löggjöf.““ Í öðru lagi sé tilgangur laga um stjórn vatnamála ekki að koma í veg fyrir allar framkvæmdir sem hafa áhrif á vatnshlot. „Úr ræðu Birgis Ármannssonar, þáverandi fulltrúa Sjálfstæðisflokks í nefndinni, um málið: „...um það hafa ekki verið hörð pólitísk átök. Fremur hefur verið deilt um orðalag og slíka þætti sem ekki varða neina meginstefnu.““ Í þriðja lagi bendi ekkert til þess að löggjafinn hafi vísvitandi ætlað að þrengja þrengja enn frekar skilyrði fyrir vatnsaflsvirkjunum en vatnatilskipunin mælir fyrir um. 1. júlí árið 2015 hafi Alþingi samþykkt þingsályktun sem færði Hvammsvirkjun úr biðflokki í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. „Slík ályktun hefði tæplega náð fram að ganga ef löggjafinn ætlaði að haga stjórn vatnamála á þann veg að koma beinlínis í veg fyrir að virkjunin yrði að veruleika.“ Erfitt að leggja mat á kostnað vegna tafa Loks segir í tilkynningu að undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun séu þegar hafnar, svo sem veglagning og undirbúningur vinnubúða, og stór útboð séu áætluð á næstu mánuðum. Erfitt sé að leggja mat á þann kostnað sem muni hljótast af seinkun verkefnisins, hann fari að einhverju leyti eftir því hversu löng töfin verður. „Það er dýrt að undirbúa vatnsaflsvirkjun og þegar þarf endurtekið að fresta útboðum og vinna gögn upp á nýtt er kostnaðurinn fljótur að hlaðast upp og hætta á að tiltrú bjóðenda tapist. Nýjustu áætlanir gerðu ráð fyrir að Hvammsvirkjun yrði gangsett síðla árs 2029 en nú má gera ráð fyrir því að það verði ekki fyrr en á næsta áratug.“ Landsvirkjun styðji áætlun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að draga úr skaðanum með lagasetningu. Tafirnar undanfarin ár byggi meðal annars á töfum á afgreiðslu rammaáætlunar, kærumálum tengdum umhverfismati, annmörkum á málsmeðferð stofnana og nú því nýjasta, dómi héraðsdóms um meintan vilja Alþingis við afgreiðslu frumvarps, sem Landsvirkjun telji ekki eiga við nein rök að styðjast. „Þær hafa því lítið sem ekkert með virkjunina sjálfa að gera eða hvernig Landsvirkjun hefur staðið að undirbúningi hennar enda er Hvammsvirkjun líklega það verkefni sem mest hefur verið rannsakað á Íslandi. Við teljum fullvíst að virkjunin muni rísa, en með meiri kostnaði en annars hefði verið.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Orkumál Dómsmál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira