Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2025 13:16 Hilmar Þór Hilmarsson segir að vandamálið sé að í vopnahléi felist ekki heildarlausn. Tæplega 90 palestínskum föngum í Ísrael var sleppt úr Ofer fangelsinu í Ramallah í morgunsárið. Í gær var þremur ísraelskum gíslum sleppt úr haldi Hamas vegna vopnahlés sem samið var um á dögunum. Prófessor í hagfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskólann á Akureyri segir vopnahlé skref í rétta átt en að engin varanleg pólitísk lausn sé í sjónmáli. Óhljóðin frá sprengjuregni á Gasa hefur vikið fyrir friði og ró eftir að vopnahlé tók gildi í gær og í morgun hefur fjöldi Palestínumanna, sem var í haldi Ísraelsmanna, snúið aftur til Gasa en svæðið er því sem næst rústir einar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir palestínskri konu, Söfuu Mahmoud, sem búið hefur í tjaldi með systrum sínum og föður í Khan Younis í marga mánuði, að henni hafi fundist nær óraunverulegt að hafa fengið óslitinn nætursvefn og frið frá sprengjum. Þrátt fyrir eyðilegginguna á Gasa sé það gríðarlega þýðingamikið að upplifa kyrrðina og hamingjuna um stund. En orðið um stund er lykilorð í þessu samhengi því Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í Háskolanum á Akureyri segir að það sé alls óvíst hvað taki við að loknu vopnahléi. Bandaríkin skipti gríðarlega miklu máli í alþjóðakerfinu. „Donald Trump er náttúrulega að taka við embætti í dag og hann stendur frammi fyrir mjög erfiðum málum. Úkraínumálið er enn óleyst og það eru vandamál í samskiptum við Kína þess vegna skiptir miklu máli fyrir hann að það sé einhvers staðar árangur.“ Trump hafi fagnað ákaft samkomulagi um vopnahlé á Gasa. „Auðvitað skiptir það máli og manni skilst að Trump hafi beitt Netanyahu töluverðum þrýstingi að koma á einhvers konar samkomulagi þannig að það sé hægt að koma hjálpargögnum á Gasasvæðið og hægt að frelsa eitthvað af þessum gíslum og fangar frá Gasasvæðinu þeir komist heim til sín aftur.“ Hilmar segir að vandamálið sé að í vopnahléi felist ekki heildarlausn. Það séu gríðarlega flókin viðfangsefni framundan og ekki víst að framtíðin verði friðvænleg í Mið-Austurlöndum í bráð. „Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að leysa þetta mál en Netanyahu talaði um að gera út af við Hamas, Hamas er ennþá lifandi sem samtök, ef við skoðum Hesbollah í Líbanon sem líka hefur verið í átökum við Ísraela, það er ennþá til og Hútar í Jemen eru ennþá til og það er slæmt samband milli Íran og Ísrael líka sem gæti leitt til átaka og auðvitað er þetta vopnahlé skref í rétta átt, en þetta er ekki nein varanleg lausn til að það verði varanlegur friður milli Ísrael og Palestínumanna.“ Ísrael Palestína Bandaríkin Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. 20. janúar 2025 10:00 Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. 20. janúar 2025 06:40 Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. 19. janúar 2025 19:23 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Sjá meira
Óhljóðin frá sprengjuregni á Gasa hefur vikið fyrir friði og ró eftir að vopnahlé tók gildi í gær og í morgun hefur fjöldi Palestínumanna, sem var í haldi Ísraelsmanna, snúið aftur til Gasa en svæðið er því sem næst rústir einar. Breska ríkisútvarpið hefur eftir palestínskri konu, Söfuu Mahmoud, sem búið hefur í tjaldi með systrum sínum og föður í Khan Younis í marga mánuði, að henni hafi fundist nær óraunverulegt að hafa fengið óslitinn nætursvefn og frið frá sprengjum. Þrátt fyrir eyðilegginguna á Gasa sé það gríðarlega þýðingamikið að upplifa kyrrðina og hamingjuna um stund. En orðið um stund er lykilorð í þessu samhengi því Hilmar Þór Hilmarsson prófessor í Háskolanum á Akureyri segir að það sé alls óvíst hvað taki við að loknu vopnahléi. Bandaríkin skipti gríðarlega miklu máli í alþjóðakerfinu. „Donald Trump er náttúrulega að taka við embætti í dag og hann stendur frammi fyrir mjög erfiðum málum. Úkraínumálið er enn óleyst og það eru vandamál í samskiptum við Kína þess vegna skiptir miklu máli fyrir hann að það sé einhvers staðar árangur.“ Trump hafi fagnað ákaft samkomulagi um vopnahlé á Gasa. „Auðvitað skiptir það máli og manni skilst að Trump hafi beitt Netanyahu töluverðum þrýstingi að koma á einhvers konar samkomulagi þannig að það sé hægt að koma hjálpargögnum á Gasasvæðið og hægt að frelsa eitthvað af þessum gíslum og fangar frá Gasasvæðinu þeir komist heim til sín aftur.“ Hilmar segir að vandamálið sé að í vopnahléi felist ekki heildarlausn. Það séu gríðarlega flókin viðfangsefni framundan og ekki víst að framtíðin verði friðvænleg í Mið-Austurlöndum í bráð. „Þetta er fyrsta skrefið í átt að því að leysa þetta mál en Netanyahu talaði um að gera út af við Hamas, Hamas er ennþá lifandi sem samtök, ef við skoðum Hesbollah í Líbanon sem líka hefur verið í átökum við Ísraela, það er ennþá til og Hútar í Jemen eru ennþá til og það er slæmt samband milli Íran og Ísrael líka sem gæti leitt til átaka og auðvitað er þetta vopnahlé skref í rétta átt, en þetta er ekki nein varanleg lausn til að það verði varanlegur friður milli Ísrael og Palestínumanna.“
Ísrael Palestína Bandaríkin Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. 20. janúar 2025 10:00 Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. 20. janúar 2025 06:40 Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. 19. janúar 2025 19:23 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent „Fall er fararheill“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Fleiri fréttir Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Sjá meira
Heimur hins sterka og óvissan framundan Donald Trump er kominn í Hvítahúsið sem forseti Bandaríkjanna öðru sinni. Undanfarnar vikur hefur hann látið ýmislegt flakka t.d. að talað um yfirtöku á Grænlandi og Panama skurðinum og að gera Canada í fylki í Bandaríkjunum. 20. janúar 2025 10:00
Níutíu Palestínumenn látnir lausir Ísraelsmenn hafa látið 90 Palestínumenn lausa í staðinn fyrir gíslana þrjá sem Hamas samtökin leystu úr haldi um helgina. Flestum palestínsku fanganna var sleppt úr Ofer-fangelsinu í Ramallah nú í morgunsárið. 20. janúar 2025 06:40
Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Fjölskyldur fögnuðu þegar þremur konum var sleppt úr haldi Hamas samtakanna eftir fimmtán mánaða gíslingu. Vopnahlé tók gildi á Gasasvæðinu í morgun. 19. janúar 2025 19:23