Innlent

Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Þrjú stór flóð féllu ofan við Neskaupstað í nótt. Rýmingar eru enn í gildi í bænum og á Seyðisfirði vegna snjóflóðahættu.

Við fjöllum um ástandið fyrir austan í hádegisfréttum okkar og ræðum við forseta bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð og björgunarsveitarmann á Seyðisfirði.

Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi.

Og í Bandaríkjunum líður að því að Donald Trump taki við sem forseti í annað sinn. Við fjöllum um athöfnina sem fram fer síðdegis, innandyra að þessu sinni sökum veðurs. 

Í sportinu verður svo hitað upp fyrir úrslitaleikinn í okkar riðli á HM þegar Ísland mætir Slóveníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×