Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 20. janúar 2025 09:30 Jonas Wille í leikhléi með sínum mönnum gegn Portúgal á HM í gær Vísir/EPA Það er orðið ljós að norska karlalandsliðið í handbolta fer með ekkert stig í milliriðla eftir tap gegn Portúgal í E-riðli á HM í handbolta eftir tap gegn Portúgal í gær. Það var annað tap liðsins í þremur leikjum í riðlakeppninni. Óhætt er að segja að Norðmenn séu í sárum yfir gengi liðsins en bjartsýni ríkti í Noregi fyrir heimsmeistaramót, sér í lagi þar sem að norska landsliðið hefur leikið sína leiki í riðlakeppninni á heimavelli en HM fer þetta árið fram í Danmörku, Króatíu og Noregi. Keppni í E-riðli lauk í gær. Norðmenn töpuðu opnunarleik sínum gegn Brasilíu, unnu Bandaríkjamenn í næsta leik en töpuðu í gær með þriggja marka mun gegn Portúgal. Þeir enda því í 3.sæti E-riðils og fara í milliriðil með ekkert stig og nær enga von um að komast upp úr honum í átta liða úrslit. Fjallað er um stöðuna í norskum miðlum í morgun. Jonas Wille situr í sjóðandi heitu sæti þessa dagana og kallað eftir því að nýr þjálfari taki við stjórnartaumunum hjá norska landsliðinu.Vísir/EPA Verdens Gang segir gengi liðsins á HM hreint og klárt fíaskó. Norska landsliðinu hafi verið slátrað á heimavelli og sérfræðingar miðilsins kalla eftir breytingum á þjálfarateymi liðsins, að þjálfarinn Jonas Wille verði látinn fara. „Þetta er hans fjórða stórmót, jafnvel þó að liðið hafi átt sína spretti er mín tilfinning sú að við höfum aldrei verið eins langt frá okkar markmiðum. Það þarf að breyta einhverju. Það er þjálfarinn sem ber mestu ábyrgðina,“ segir Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay um málið. Og ekki er bara fjallað um málið í norskum miðlum. Slæmt gengi norska landsliðsins vekur athygli út fyrir norska landhelgi. „Þetta er mikið sjokk fyrir norska karlalandsliðið. Að þeir skyldu ekki rísa undir nafni á heimavelli. Ég er í sjokki yfir þessu. Þeir geta ekki staðið sig þegar að það skiptir mestu máli og eru þess í stað aðhlátursefni fyrir framan sína eigin stuðningsmenn,“ skrifar Johnny Wojciech Kokborg, sérfræðingur danska miðilsins BT. Sander Sagosen í leiknum gegn Portúgal í gærVísir/EPA Og stórstjarna liðsins, Sander Sagosen, segir gengið til þessa mikil vonbrigði. „Við höfðum sett okkur háleit markmið fyrir mótið og okkur hefur hlakkað til þess að taka þátt á þessu móti í nokkur ár.“ „Við ætluðum okkur að fara með fjögur stig í milliriðil, það var markmiðið. Núna er ég vonsvikinn og sorgmæddur…Ég hef verið á toppnum, en núna þarf ég að vera hér á botninum.“ HM karla í handbolta 2025 Handbolti Noregur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Óhætt er að segja að Norðmenn séu í sárum yfir gengi liðsins en bjartsýni ríkti í Noregi fyrir heimsmeistaramót, sér í lagi þar sem að norska landsliðið hefur leikið sína leiki í riðlakeppninni á heimavelli en HM fer þetta árið fram í Danmörku, Króatíu og Noregi. Keppni í E-riðli lauk í gær. Norðmenn töpuðu opnunarleik sínum gegn Brasilíu, unnu Bandaríkjamenn í næsta leik en töpuðu í gær með þriggja marka mun gegn Portúgal. Þeir enda því í 3.sæti E-riðils og fara í milliriðil með ekkert stig og nær enga von um að komast upp úr honum í átta liða úrslit. Fjallað er um stöðuna í norskum miðlum í morgun. Jonas Wille situr í sjóðandi heitu sæti þessa dagana og kallað eftir því að nýr þjálfari taki við stjórnartaumunum hjá norska landsliðinu.Vísir/EPA Verdens Gang segir gengi liðsins á HM hreint og klárt fíaskó. Norska landsliðinu hafi verið slátrað á heimavelli og sérfræðingar miðilsins kalla eftir breytingum á þjálfarateymi liðsins, að þjálfarinn Jonas Wille verði látinn fara. „Þetta er hans fjórða stórmót, jafnvel þó að liðið hafi átt sína spretti er mín tilfinning sú að við höfum aldrei verið eins langt frá okkar markmiðum. Það þarf að breyta einhverju. Það er þjálfarinn sem ber mestu ábyrgðina,“ segir Ole Erevik, sérfræðingur Viaplay um málið. Og ekki er bara fjallað um málið í norskum miðlum. Slæmt gengi norska landsliðsins vekur athygli út fyrir norska landhelgi. „Þetta er mikið sjokk fyrir norska karlalandsliðið. Að þeir skyldu ekki rísa undir nafni á heimavelli. Ég er í sjokki yfir þessu. Þeir geta ekki staðið sig þegar að það skiptir mestu máli og eru þess í stað aðhlátursefni fyrir framan sína eigin stuðningsmenn,“ skrifar Johnny Wojciech Kokborg, sérfræðingur danska miðilsins BT. Sander Sagosen í leiknum gegn Portúgal í gærVísir/EPA Og stórstjarna liðsins, Sander Sagosen, segir gengið til þessa mikil vonbrigði. „Við höfðum sett okkur háleit markmið fyrir mótið og okkur hefur hlakkað til þess að taka þátt á þessu móti í nokkur ár.“ „Við ætluðum okkur að fara með fjögur stig í milliriðil, það var markmiðið. Núna er ég vonsvikinn og sorgmæddur…Ég hef verið á toppnum, en núna þarf ég að vera hér á botninum.“
HM karla í handbolta 2025 Handbolti Noregur Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira