Handbolti

Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata

Siggeir Ævarsson skrifar
Ivan Martinovic reynir að koma boltanum frmahjá Mohamed Aly í marki Egyptalands
Ivan Martinovic reynir að koma boltanum frmahjá Mohamed Aly í marki Egyptalands EPA-EFE/ANTONIO BAT

Heimamenn í Króatíu, sem leika undir stjórn Dags Sigurðssonar, þurfa að sætta sig við 2. sætið í H-riðli á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa tapað gegn Egyptalandi í kvöld, 28-24.

Egyptar voru með góð tök á leiknum nánast frá upphafi. Þeir leiddu allan leikinn og náðu upp sex marka forskoti undir lokin en heimamenn náðu aðeins að fegra stöðuna fyrir leikslok. Markvörðurinn stórskorni Mohamed Aly átti stórleik í marki Egyptalands, varði 14 skot eða um 38 prósent af þeim skotum sem rötuðu á rammann.

Norðmenn eru komnir með bakið upp við vegg eftir leik kvöldsins en liðið tapaði fyrir Portúgal 28-31. Norðmenn fara því án stiga í milliriðil sem er sennilega ekki árangurinn sem þeir reiknuðu með á heimavelli. Norðmenn komu sér oft í ágætar stöður í leiknum en Portúgal vann síðustu mínúturnar 5-2 og þar með leikinn.

Í D-riðli skutust Ungverjar á toppinn með sigri á Hollendingum, sem enda í 2. sæti með tvo sigra og eitt tap. Góður lokasprettur tryggði Ungverjum 36-32 sigur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×