Handbolti

Slóvenar taka for­ystuna í riðlinum okkar

Siggeir Ævarsson skrifar
Tadej Kljun fagnaði engu marki í dag
Tadej Kljun fagnaði engu marki í dag Vísir/Getty

Fyrri fjórum leikjum dagsins er nú lokið á heimsmeistaramótinu í handbolta en Slóvenar eru í góðri stöðu í G-riðli eftir yfirburðasigur á Grænhöfðaeyjum.

Lokatölur í leiknum urðu 36-23, sem er sami markamunur og í leik Íslands og Grænhöfðaeyja. Slóvenar unnu Kúbu í gær með 22 marka mun og þurfa Íslendingar því að bjóða upp á alvöru flugeldasýningu í sókninni í kvöld ef þeir ætla að taka toppsætið af Slóveníu.

Í B-riðli vann Túnis eins marks sigur, 26-25, á Alsír í miklum spennuleik þar sem sigurmarkið kom í blálokin. 

Í C-riðli vann Frakkland öruggan 35-27 sigur á Austurríki en Frakkar hafa þá unnið alla þrjá leiki sína á mótinu og vinna riðilinn örugglega. Katar og Kúveit mætast í kvöld en bæði lið eru án sigurs í riðlinum.

Þá unnu Spánverjar yfirburðasigur á Japan í F-riðli, 39-20, og eru Japanir lang neðstir í riðlinum en Spánverjar á toppnum eftir tvo leiki.

Seinni fjórir leikir dagsins hefjast svo klukkan 19:30 og verður leikur Íslands og Kúbu í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×