Innlent

Um­fangs­mikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðju­stund í Hafnar­firði

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Gangverk samfélagsins myndi hætta að virka ef mikilvægir sæstrengir til landsins rofna og því er mikilvægt þjóðaröryggismál að tryggja varnir þeirra. Þetta segir yfirmaður netöryggissveitar CERT-IS. Um tvö hundruð sérfræðingar koma saman síðar í þessum mánuði og æfa viðbrögð við rofi á sæstrengjum.

Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi.

Nýir og öðruvísi áhrifavaldar hafa rutt sér til rúms á samfélagsmiðlum og eru dæmi um að þeir þéni töluvert þrátt fyrir að vera ekki til í alvörunni. Sérfræðingur segir áhrifavaldana eiga sér jákvæðar og neikvæðar hliðar.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Þorrablóti Grafarvogs og sjáum kveðjustund frá einu ástsælasta kaffihúsi Hafnarfjarðar. Þetta og fleira í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×