„Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. janúar 2025 21:03 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Vísir Gangverk samfélagsins myndi hætta að virka sem skyldi ef mikilvægir sæstrengir til landsins myndu rofna og því er mikilvægt þjóðaröryggismál að tryggja varnir þeirra. Þetta segir yfirmaður netöryggissveitar CERT-IS. Um tvö hundruð sérfræðingar koma saman síðar í þessum mánuði og æfa viðbrögð við rofi á sæstrengjum. Nýju verkefni Atlantshafsbandalagsins um stórefldar varnir sæstrengja við Eystrasalt var ýtt úr vör fyrr í vikunni, í framhaldi af röð atvika þar sem skemmdir hafa verið unnar á sæstrengjum á svæðinu. „Við fylgjumst grannt með. Við erum í góðum tengslum við þessa kollega okkar í kringum Eystrasaltið sem eru að lenda sannarlega í þessari ógn sem við óttumst, þó að hún sé kannski ekki talin líkleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Fylgjast grannt með Varnir sæstrengja og annarra innviða hafa einnig verið ofarlega á baugi í tengslum við aukna umræðu um varnir Grænlands og öryggismál á Norðurslóðum. „Það hefur verið að gefa því sérstaklega gaum víða. Þetta hefur komið til borðs þjóðaröryggisráðs og þeirra sem fara með diplómatísk utanríkismál fyrir Ísland og víðar,“ segir Guðmundur. Fjórir meginstrengir liggja til Ísland en þeir gegna lykilhlutverki fyrir mikilvæga innviði landsins, til að mynda á sviði fjarskipta- og orkumála, fjármála- og heilbrigðismála. Sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn. Þrír þeirra eru í eigu og reknir af fyrirtækinu Farice ehf.Vísir „Það er bara talið að ef þessi þjónusta fer niður þá er gangverk landsins ekki að virka. Þetta er talin það mikilvæg lykilþjónusta fyrir almenning í landinu að það þarf í rauninni bara að tjalda öllu til til þess að tryggja það að þetta haldist virkt og í gangi við meira að segja svona jaðaraðstæður ef að sæstrengirnir allir, einhverra hluta vegna, myndu fara niður,“ segir Guðmundur. Gildir þá einu hvort að mannlegur ásetningur eða mannleg mistök verði þess valdandi að strengir slitni. Afleiðingarnar yrðu þær sömu hvort sem um árás, bilun eða óhapp væri að ræða. Umfangsmikil æfing eftir tíu daga „Við erum að keyra í gang fyrsta fasa af stórri æfingu, netöryggisæfingu, sem að hefur gengið undir nafninu Ísland ótengt og hún fer í loftið ásamt rekstraraðilum flestallra þessara mikilvægu innviða, hátt í tvö hundruð manns, sem munu mæta á þessa æfingu hér í lok janúar,“ segir Guðmundur. Framhald æfingarinnar verður í nokkrum fösum með það að markmiði að greina afleiðingar, viðbragðsgetu og annað með það að markmiði að uppfæra viðbragðsáætlanir rekstraraðila mikilvægustu innviða landsins. Varnir sæstrengjanna eru á höndum nokkurra aðila, Landhelgisgæslu, ríkislögreglustjóra og þeirra fyrirtækja sem eiga og reka strengina, en Guðmundur telur aðspurður að alltaf sé hægt að gera betur í þeim efnum. „Það er algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi,“ segir Guðmundur. Netöryggi Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Nýju verkefni Atlantshafsbandalagsins um stórefldar varnir sæstrengja við Eystrasalt var ýtt úr vör fyrr í vikunni, í framhaldi af röð atvika þar sem skemmdir hafa verið unnar á sæstrengjum á svæðinu. „Við fylgjumst grannt með. Við erum í góðum tengslum við þessa kollega okkar í kringum Eystrasaltið sem eru að lenda sannarlega í þessari ógn sem við óttumst, þó að hún sé kannski ekki talin líkleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Fylgjast grannt með Varnir sæstrengja og annarra innviða hafa einnig verið ofarlega á baugi í tengslum við aukna umræðu um varnir Grænlands og öryggismál á Norðurslóðum. „Það hefur verið að gefa því sérstaklega gaum víða. Þetta hefur komið til borðs þjóðaröryggisráðs og þeirra sem fara með diplómatísk utanríkismál fyrir Ísland og víðar,“ segir Guðmundur. Fjórir meginstrengir liggja til Ísland en þeir gegna lykilhlutverki fyrir mikilvæga innviði landsins, til að mynda á sviði fjarskipta- og orkumála, fjármála- og heilbrigðismála. Sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn. Þrír þeirra eru í eigu og reknir af fyrirtækinu Farice ehf.Vísir „Það er bara talið að ef þessi þjónusta fer niður þá er gangverk landsins ekki að virka. Þetta er talin það mikilvæg lykilþjónusta fyrir almenning í landinu að það þarf í rauninni bara að tjalda öllu til til þess að tryggja það að þetta haldist virkt og í gangi við meira að segja svona jaðaraðstæður ef að sæstrengirnir allir, einhverra hluta vegna, myndu fara niður,“ segir Guðmundur. Gildir þá einu hvort að mannlegur ásetningur eða mannleg mistök verði þess valdandi að strengir slitni. Afleiðingarnar yrðu þær sömu hvort sem um árás, bilun eða óhapp væri að ræða. Umfangsmikil æfing eftir tíu daga „Við erum að keyra í gang fyrsta fasa af stórri æfingu, netöryggisæfingu, sem að hefur gengið undir nafninu Ísland ótengt og hún fer í loftið ásamt rekstraraðilum flestallra þessara mikilvægu innviða, hátt í tvö hundruð manns, sem munu mæta á þessa æfingu hér í lok janúar,“ segir Guðmundur. Framhald æfingarinnar verður í nokkrum fösum með það að markmiði að greina afleiðingar, viðbragðsgetu og annað með það að markmiði að uppfæra viðbragðsáætlanir rekstraraðila mikilvægustu innviða landsins. Varnir sæstrengjanna eru á höndum nokkurra aðila, Landhelgisgæslu, ríkislögreglustjóra og þeirra fyrirtækja sem eiga og reka strengina, en Guðmundur telur aðspurður að alltaf sé hægt að gera betur í þeim efnum. „Það er algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi,“ segir Guðmundur.
Netöryggi Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira