Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2025 15:21 Ljóst er að ýmsir eru þeirrar skoðunar að ekki sé sæmilegt fyrir HSÍ að þeir leyfi Rapyd að vera áberandi styrktaraðilar íslenska handknattleikslandsliðsins. aðsend Starfsmönnum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands dauðbrá í gærmorgun þegar þeir mættu til vinnu í Laugardalinn en þá var búið að veggfóðra anddyrið með límmmiðum: Rapyd styður þjóðarmorð! Einhver ónefndur aðili hafði tekið sig til og límt miðana upp og þakið innganginn en ástæðan er sú að íslenska landsliðið í handknattleik keppir með merki Rapyd á brjóstkassanum. Þegar Vísir setti sig í samband við ÍSÍ til að grennslast fyrir um málið varð Kristín Ásbjörnsdóttir fyrir svörum. „Mér dauðbrá þegar ég mætti í vinnuna í gær. Já, það var mikið verk að skrapa þetta af en það er búið.“ Sérstök tilkynning fylgir límmiðunum svohljóðandi: „Við krefjumst þess að HSÍ hætti tafarlaust þátttöku í hvítþvotti Ísrael á þjóðarmorði, hernámi, kúgun og aðskilnaðarstefnu sinni í Palestínu. Þetta gerir HSÍ með því að taka við peningum frá fyrirtækinu Rapyd sem styður þjóðarmorðið með beinum hætti. HSÍ er ekki stætt á því þar sem það starfar í nafni þjóðarinnar allrar.“ Talsvert var fjallað um þessa umdeildu styrktaraðila HSÍ í fyrra en þá mótmæltu til að mynda Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi þjálfari landsliðsins og Bubbi Morthens tónlistarmaður því harðlega að íslenska liðið væri „sponsað“ af Arnarlaxi. Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður, sem hefur fjallað talsvert um fyrirtækið Raypid, skrifaði einnig greinar um málið; hann telur til háborinnar skammar að HSÍ skuli vera með Rapid sem styrktaraðila. Þegar loks náðist í formann HSÍ, Guðmund B. Ólafsson, vegna málsins sagði hann rekstrarstöðu HSÍ erfiða og umræðuna broslega og skakka. „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar,“ sagði Guðmundur þá. HSÍ Handbolti Auglýsinga- og markaðsmál ÍSÍ Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17. janúar 2025 14:02 Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Einhver ónefndur aðili hafði tekið sig til og límt miðana upp og þakið innganginn en ástæðan er sú að íslenska landsliðið í handknattleik keppir með merki Rapyd á brjóstkassanum. Þegar Vísir setti sig í samband við ÍSÍ til að grennslast fyrir um málið varð Kristín Ásbjörnsdóttir fyrir svörum. „Mér dauðbrá þegar ég mætti í vinnuna í gær. Já, það var mikið verk að skrapa þetta af en það er búið.“ Sérstök tilkynning fylgir límmiðunum svohljóðandi: „Við krefjumst þess að HSÍ hætti tafarlaust þátttöku í hvítþvotti Ísrael á þjóðarmorði, hernámi, kúgun og aðskilnaðarstefnu sinni í Palestínu. Þetta gerir HSÍ með því að taka við peningum frá fyrirtækinu Rapyd sem styður þjóðarmorðið með beinum hætti. HSÍ er ekki stætt á því þar sem það starfar í nafni þjóðarinnar allrar.“ Talsvert var fjallað um þessa umdeildu styrktaraðila HSÍ í fyrra en þá mótmæltu til að mynda Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi þjálfari landsliðsins og Bubbi Morthens tónlistarmaður því harðlega að íslenska liðið væri „sponsað“ af Arnarlaxi. Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður, sem hefur fjallað talsvert um fyrirtækið Raypid, skrifaði einnig greinar um málið; hann telur til háborinnar skammar að HSÍ skuli vera með Rapid sem styrktaraðila. Þegar loks náðist í formann HSÍ, Guðmund B. Ólafsson, vegna málsins sagði hann rekstrarstöðu HSÍ erfiða og umræðuna broslega og skakka. „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar,“ sagði Guðmundur þá.
HSÍ Handbolti Auglýsinga- og markaðsmál ÍSÍ Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17. janúar 2025 14:02 Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17. janúar 2025 14:02
Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47
Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25