Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2025 15:21 Ljóst er að ýmsir eru þeirrar skoðunar að ekki sé sæmilegt fyrir HSÍ að þeir leyfi Rapyd að vera áberandi styrktaraðilar íslenska handknattleikslandsliðsins. aðsend Starfsmönnum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands dauðbrá í gærmorgun þegar þeir mættu til vinnu í Laugardalinn en þá var búið að veggfóðra anddyrið með límmmiðum: Rapyd styður þjóðarmorð! Einhver ónefndur aðili hafði tekið sig til og límt miðana upp og þakið innganginn en ástæðan er sú að íslenska landsliðið í handknattleik keppir með merki Rapyd á brjóstkassanum. Þegar Vísir setti sig í samband við ÍSÍ til að grennslast fyrir um málið varð Kristín Ásbjörnsdóttir fyrir svörum. „Mér dauðbrá þegar ég mætti í vinnuna í gær. Já, það var mikið verk að skrapa þetta af en það er búið.“ Sérstök tilkynning fylgir límmiðunum svohljóðandi: „Við krefjumst þess að HSÍ hætti tafarlaust þátttöku í hvítþvotti Ísrael á þjóðarmorði, hernámi, kúgun og aðskilnaðarstefnu sinni í Palestínu. Þetta gerir HSÍ með því að taka við peningum frá fyrirtækinu Rapyd sem styður þjóðarmorðið með beinum hætti. HSÍ er ekki stætt á því þar sem það starfar í nafni þjóðarinnar allrar.“ Talsvert var fjallað um þessa umdeildu styrktaraðila HSÍ í fyrra en þá mótmæltu til að mynda Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi þjálfari landsliðsins og Bubbi Morthens tónlistarmaður því harðlega að íslenska liðið væri „sponsað“ af Arnarlaxi. Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður, sem hefur fjallað talsvert um fyrirtækið Raypid, skrifaði einnig greinar um málið; hann telur til háborinnar skammar að HSÍ skuli vera með Rapid sem styrktaraðila. Þegar loks náðist í formann HSÍ, Guðmund B. Ólafsson, vegna málsins sagði hann rekstrarstöðu HSÍ erfiða og umræðuna broslega og skakka. „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar,“ sagði Guðmundur þá. HSÍ Handbolti Auglýsinga- og markaðsmál ÍSÍ Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17. janúar 2025 14:02 Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Einhver ónefndur aðili hafði tekið sig til og límt miðana upp og þakið innganginn en ástæðan er sú að íslenska landsliðið í handknattleik keppir með merki Rapyd á brjóstkassanum. Þegar Vísir setti sig í samband við ÍSÍ til að grennslast fyrir um málið varð Kristín Ásbjörnsdóttir fyrir svörum. „Mér dauðbrá þegar ég mætti í vinnuna í gær. Já, það var mikið verk að skrapa þetta af en það er búið.“ Sérstök tilkynning fylgir límmiðunum svohljóðandi: „Við krefjumst þess að HSÍ hætti tafarlaust þátttöku í hvítþvotti Ísrael á þjóðarmorði, hernámi, kúgun og aðskilnaðarstefnu sinni í Palestínu. Þetta gerir HSÍ með því að taka við peningum frá fyrirtækinu Rapyd sem styður þjóðarmorðið með beinum hætti. HSÍ er ekki stætt á því þar sem það starfar í nafni þjóðarinnar allrar.“ Talsvert var fjallað um þessa umdeildu styrktaraðila HSÍ í fyrra en þá mótmæltu til að mynda Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi þjálfari landsliðsins og Bubbi Morthens tónlistarmaður því harðlega að íslenska liðið væri „sponsað“ af Arnarlaxi. Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður, sem hefur fjallað talsvert um fyrirtækið Raypid, skrifaði einnig greinar um málið; hann telur til háborinnar skammar að HSÍ skuli vera með Rapid sem styrktaraðila. Þegar loks náðist í formann HSÍ, Guðmund B. Ólafsson, vegna málsins sagði hann rekstrarstöðu HSÍ erfiða og umræðuna broslega og skakka. „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar,“ sagði Guðmundur þá.
HSÍ Handbolti Auglýsinga- og markaðsmál ÍSÍ Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17. janúar 2025 14:02 Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47 Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá. 17. janúar 2025 14:02
Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Skrifstofa forsætisráðherra Ísraels, Benjamíns Netanjahú, segir nú að samkomulag sé í höfn við Hamas samtökin um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi samtakanna. 17. janúar 2025 06:47
Deila um ákvæði um fangaskipti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað leiðtoga Hamas-samtakanna um að skorast undan ákvæði um fangaskipti í vopnahléssamkomulagi sem samþykkt var í gær. Hann segist ekki ætla að boða til fundar öryggisráðs Ísrael þar sem greiða á atkvæði um samkomulagið fyrr en málið hafi verið leyst. 16. janúar 2025 09:25