Innlent

Skóflu­stunga tekin að Fossvogsbrú og banda­rísk börn sem fundust á Ís­landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um skóflustunguna sem taka á í Kópavoginum eftir hádegið. 

Þar er um nokkur tímamót að ræða því hin fyrirhugaða Fossvogsbrú er fyrsti áfangi Borgarlínu sem ráðist er í. Við heyrum í framkvæmdastjóra Betri byggðar um þetta risastóra verkefni sem nú er framundan.

Einnig segjum við frá ótrúlegu máli tveggja ungra bandarískra barna en móður þeirra hafði lagst á flótta með þau frá Bandaríkjunum. Eftir mikið ferðalag fundust mæðginin hér á landi og við heyrum í fulltrúa Ríkislögreglustjóra sem útskýrir aðkomu íslenskra yfirvalda að málinu. 

Þá verður fjallað um fyrirhugaða lokun á samfélagsmiðlinum Tik Tok sem allt virðist stefna í, í Bandaríkjunum í það minnsta. Við skoðum hvaða áhrif sú lokun hafi hér á landi. 

Í íþróttunum förum við yfir fyrsta leik íslenska liðsins á HM í handbolta sem vannst nokkuð auðveldlega í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×