Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar 17. janúar 2025 08:03 Hegðun stórvelda á alþjóðavettvangi hefur djúpstæð áhrif á réttlætingar annarra ríkja til aðgerða sem stangast á við alþjóðalög. Þegar Bandaríkin taka ákvarðanir sem virðast byggja á eigin hagsmunum fremur en alþjóðlegum reglum, sendir það hættuleg skilaboð til annarra stórvelda, svo sem Rússlands og Kína, sem nýta sér fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Lítil og meðalstór ríki hafa mikla hagsmuni í því að stórveldin fari að alþjóðalögum og séu ekki með yfirgang í kraft yfirburða hernaðarlega eða viðskiptalega. Donald Trump vakti mikla athygli þegar hann árið 2019 lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland frá Danmörku. Sú hugmynd var ekki aðeins óvenjuleg heldur skapaði áhyggjur um að stórveldi gætu litið á minni ríki eða landsvæði sem skiptimynt í eigin valdapólitík. Þótt umræða Trumps hafi að mestu verið orðuð í tengslum við friðsamleg kaup, var hún tekin upp aftur nú í sambandi við endurkomu hans á forsetastól í samhengi við áætlanir sem gætu falið í sér að þvinga fram hagsmuni Bandaríkjanna, jafnvel með hervaldi. Ef slík hugmyndafræði væri framkvæmd, væri það beint brot á sjálfsákvörðunarrétti og fullveldi ríkja. Svipaða hegðun má sjá varðandi Panama-kanalinn, sem Bandaríkin tóku við af Frökkum og kláruðu byggingu kanalsins sem tekin var í notkun 1914, þar sem Trump hefur í hótunum. Þrátt fyrir að Panama hafi tekið yfir stjórn kanalsins árið 1999, hefur umræðan um hagsmuni Bandaríkjanna á svæðinu haldið áfram. Ef Bandaríkin láta til skarar skríða til að tryggja hagsmuni sína þar, væri það önnur birtingarmynd valdatöku stórvelda á kostnað fullveldis minni ríkja í nútíma. Þegar kemur að stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael, hafa þau varið aðgerðir sem eru fordæmdar af alþjóðasamfélaginu, þar á meðal byggingu landtökubyggða og hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum. Þessi afgerandi stuðningur hefur gert Ísrael kleift að fylgja stefnu sem margir telja brjóta gegn alþjóðalögum og jafnvel fela í sér þjóðarmorð. Þessi tvöfalda afstaða Bandaríkjanna – þar sem þau krefjast að farið sé að lögum en virða ekki sjálf alþjóðalög – hefur grafið undan siðferðislegu valdi þeirra á alþjóðavettvangi. Þegar Bandaríkin setja fordæmi sem þetta, veita þau Rússlandi og Kína óbeina réttlætingu fyrir eigin aðgerðum. Rússland hefur notað rök eins og “sögulegan rétt” og “verndun Rússa í Úkraínu” til að réttlæta innrásina í landið. Bandarísk hegðun í Grænlandi eða Panama getur veitt Rússlandi enn frekari tilefni til að halda því fram að stórveldi hafi rétt á að fylgja eigin hagsmunum óháð sjálfsákvörðunarrétti annarra. Sama gildir um Kína og kröfu þeirra til Taívans. Kína hefur lengi haldið því fram að Taívan sé órjúfanlegur hluti af Kína og fylgst grannt með viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við deilum eins og í Úkraínu. Ef Bandaríkin sýna sjálf að þau eru fús til að hunsa alþjóðalög þegar þeim hentar, getur það augljóslega þjónað sem réttlæting fyrir Kína til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Taívan. Þetta mynstur endurtekur sig í fleiri svæðum þar sem stórveldi leitast við að tryggja eigin hagsmuni á kostnað minni ríkja. Tyrkland hefur, með takmörkuðum mótmælum, ráðist inn í norðurhluta Sýrlands undir því yfirskini að verja eigin öryggi. Samhliða hefur Sádí-Arabía í samstarfi við Bandaríkin leitt hernað gegn Jemen, sem hefur valdið ómældum mannúðarhörmungum, án þess að alþjóðasamfélagið hafi gripið til nægilega harðra aðgerða. Þegar stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína hegða sér eins og þau séu undanþegin alþjóðalögum, hefur grafast undan alþjóðakerfi sem byggir á samvinnu og reglum. Þessi hegðun veldur ekki aðeins beinum skaða, heldur einnig því að önnur ríki nýta fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Þetta setur minni ríki í hættu og eykur hættuna á víðtækum átökum. Aðeins með því að krefjast ábyrgðar af öllum ríkjum, sama hversu öflug þau eru, getum við stuðlað að réttlátu og friðsamlegu alþjóðakerfi. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hegðun stórvelda á alþjóðavettvangi hefur djúpstæð áhrif á réttlætingar annarra ríkja til aðgerða sem stangast á við alþjóðalög. Þegar Bandaríkin taka ákvarðanir sem virðast byggja á eigin hagsmunum fremur en alþjóðlegum reglum, sendir það hættuleg skilaboð til annarra stórvelda, svo sem Rússlands og Kína, sem nýta sér fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Lítil og meðalstór ríki hafa mikla hagsmuni í því að stórveldin fari að alþjóðalögum og séu ekki með yfirgang í kraft yfirburða hernaðarlega eða viðskiptalega. Donald Trump vakti mikla athygli þegar hann árið 2019 lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland frá Danmörku. Sú hugmynd var ekki aðeins óvenjuleg heldur skapaði áhyggjur um að stórveldi gætu litið á minni ríki eða landsvæði sem skiptimynt í eigin valdapólitík. Þótt umræða Trumps hafi að mestu verið orðuð í tengslum við friðsamleg kaup, var hún tekin upp aftur nú í sambandi við endurkomu hans á forsetastól í samhengi við áætlanir sem gætu falið í sér að þvinga fram hagsmuni Bandaríkjanna, jafnvel með hervaldi. Ef slík hugmyndafræði væri framkvæmd, væri það beint brot á sjálfsákvörðunarrétti og fullveldi ríkja. Svipaða hegðun má sjá varðandi Panama-kanalinn, sem Bandaríkin tóku við af Frökkum og kláruðu byggingu kanalsins sem tekin var í notkun 1914, þar sem Trump hefur í hótunum. Þrátt fyrir að Panama hafi tekið yfir stjórn kanalsins árið 1999, hefur umræðan um hagsmuni Bandaríkjanna á svæðinu haldið áfram. Ef Bandaríkin láta til skarar skríða til að tryggja hagsmuni sína þar, væri það önnur birtingarmynd valdatöku stórvelda á kostnað fullveldis minni ríkja í nútíma. Þegar kemur að stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael, hafa þau varið aðgerðir sem eru fordæmdar af alþjóðasamfélaginu, þar á meðal byggingu landtökubyggða og hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum. Þessi afgerandi stuðningur hefur gert Ísrael kleift að fylgja stefnu sem margir telja brjóta gegn alþjóðalögum og jafnvel fela í sér þjóðarmorð. Þessi tvöfalda afstaða Bandaríkjanna – þar sem þau krefjast að farið sé að lögum en virða ekki sjálf alþjóðalög – hefur grafið undan siðferðislegu valdi þeirra á alþjóðavettvangi. Þegar Bandaríkin setja fordæmi sem þetta, veita þau Rússlandi og Kína óbeina réttlætingu fyrir eigin aðgerðum. Rússland hefur notað rök eins og “sögulegan rétt” og “verndun Rússa í Úkraínu” til að réttlæta innrásina í landið. Bandarísk hegðun í Grænlandi eða Panama getur veitt Rússlandi enn frekari tilefni til að halda því fram að stórveldi hafi rétt á að fylgja eigin hagsmunum óháð sjálfsákvörðunarrétti annarra. Sama gildir um Kína og kröfu þeirra til Taívans. Kína hefur lengi haldið því fram að Taívan sé órjúfanlegur hluti af Kína og fylgst grannt með viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við deilum eins og í Úkraínu. Ef Bandaríkin sýna sjálf að þau eru fús til að hunsa alþjóðalög þegar þeim hentar, getur það augljóslega þjónað sem réttlæting fyrir Kína til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Taívan. Þetta mynstur endurtekur sig í fleiri svæðum þar sem stórveldi leitast við að tryggja eigin hagsmuni á kostnað minni ríkja. Tyrkland hefur, með takmörkuðum mótmælum, ráðist inn í norðurhluta Sýrlands undir því yfirskini að verja eigin öryggi. Samhliða hefur Sádí-Arabía í samstarfi við Bandaríkin leitt hernað gegn Jemen, sem hefur valdið ómældum mannúðarhörmungum, án þess að alþjóðasamfélagið hafi gripið til nægilega harðra aðgerða. Þegar stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína hegða sér eins og þau séu undanþegin alþjóðalögum, hefur grafast undan alþjóðakerfi sem byggir á samvinnu og reglum. Þessi hegðun veldur ekki aðeins beinum skaða, heldur einnig því að önnur ríki nýta fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Þetta setur minni ríki í hættu og eykur hættuna á víðtækum átökum. Aðeins með því að krefjast ábyrgðar af öllum ríkjum, sama hversu öflug þau eru, getum við stuðlað að réttlátu og friðsamlegu alþjóðakerfi. Höfundur er sósíalisti.
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar