Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. janúar 2025 21:48 Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaður, hefur verið fyrirferðamikill í umræðunni undanfarið, ekki síst vegna þáttarins Spursmála sem hann heldur úti á vef mbl.is. Vísir/Vilhelm Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaður, segist ekki vera á bak við framboðssíðu sem er í hans nafni á Instagram. Hann hafi ekki leitt hugann að framboði vegna anna í starfi. Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook. Þar segir hann mikið og víða skrafað um hver muni taka við keflinu af Bjarna Benediktssyni, sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn standi á tímamótum eftir að hafa goldið afhroð í síðustu Alþingiskosningum og margir spyrji sig hvort flokkurinn hafi glatað erindi sínu. Stefán segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki gengið að því sem vísu að fjórðungur, hvað þá þriðjungur, kjósenda ljái málflutningi hans eyra. Það breyti þó engu um erindi sjálfstæðisstefnunnar eða mikilvægi hennar. „Hún mun annað tveggja, finna sér áframhaldandi farveg með Sjálfstæðisflokknum eða hreinlega einhvern annan. Stjórnmálaflokkar koma og fara en hugsjónir gera það síður,“ skrifar hann. „Einhverjir myndu halda því fram að ég megi síst við slíku“ Stefán segir ekki skrítið að öllum steinum sé velt við og svara leitað við því hver sé líklegastur til að geta veitt Sjálfstæðisflokknum þá forystu sem hann þarf í ljósi þeirrar þröngu stöðu sem flokkurinn er í, bæði á þjóðarsviðinu og í Reykjavík „þar sem eyðimerkurganga hans hefur varað í meira en þrjá áratugi“. Margir hafi þar verið nefndir til sögunnar, sumir af augljósum ástæðum en aðrir séu sóttir um lengri veg og þeim komið á framfæri í umræðunni. Það sé hollt, skynsamlegt og ekki síst skemmtilegt. „Mér að miklum óvörum hefur mitt nafn dúkkað upp í þessu tali öllu á opinberum vettvangi, og er sennilega afleiðing af því að Sjálfstæðismenn, vítt og breitt um landið, hafa hvatt mig til að íhuga framboð og enn aðrir hafa skorað á mig í sama tilliti,“ skrifar hann. „Allt er það að sjálfsögðu til þess gert að kítla hégómann pínulítið - en einhverjir myndu halda því fram að ég megi síst við slíku. Dæmi hver fyrir sig.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að formannsframboði „svo nokkru nemi“ þó hann sé þakklátur fyrir það að fólk á öllum aldri trúi því að hann geti risuð undir ábyrgð af þessu tagi. Einhver húmoristi nýtt sér nafnið „Staðreyndin er sú að ég hef verið, og er, önnum kafinn við að halda uppi kröftugri þjóðfélagsumræðu undir merkjum Spursmála. Það er ærið nóg dagsverk, og ég trúi því einnig að það skipti sköpum fyrir lýðræðisþróunina í landinu,“ skrifar hann í færslunni. Sá vettvangur hafi vakið áhuga fólks á stjórnmálum, meðal ungra, eldra fólks og þeirra sem hafa gefið þessum anga samfélagsins lítinn gaum fram til þessa. Svona lítur út eina myndin sem hefur verið birt á Instagram-reikningnum stefaneinar2025. „Að því sögðu vil ég koma því á framfæri að nýr aðgangur á Instagram er ekki tengdur mér með neinu móti að öðru leyti en því að einhver húmoristinn hefur nýtt snjáldruna á mér til skreytingar, auk nafnsins sem foreldrar mínir gáfu mér 10. desember 1983,“ skrifar hann í færslunni. „Betra hefði verið að hafa mig með í ráðum við það föndur allt. Þá hefði þessi „síða“ ekki litið dagsins ljós, og ég ekki angrað fólk með þessum hugleiðingum, þar sem ég sit á flugvelli í Bandaríkjunum og bíð þess að komast heim til Íslands. Landsins sem sannarlega er sterkt, svo lengi sem sjálfstæðisstefnan nýtur hljómgrunns meðal Íslendinga,“ skrifar hann að lokum. Færslu Stefáns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu hans á Facebook. Þar segir hann mikið og víða skrafað um hver muni taka við keflinu af Bjarna Benediktssyni, sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn standi á tímamótum eftir að hafa goldið afhroð í síðustu Alþingiskosningum og margir spyrji sig hvort flokkurinn hafi glatað erindi sínu. Stefán segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki gengið að því sem vísu að fjórðungur, hvað þá þriðjungur, kjósenda ljái málflutningi hans eyra. Það breyti þó engu um erindi sjálfstæðisstefnunnar eða mikilvægi hennar. „Hún mun annað tveggja, finna sér áframhaldandi farveg með Sjálfstæðisflokknum eða hreinlega einhvern annan. Stjórnmálaflokkar koma og fara en hugsjónir gera það síður,“ skrifar hann. „Einhverjir myndu halda því fram að ég megi síst við slíku“ Stefán segir ekki skrítið að öllum steinum sé velt við og svara leitað við því hver sé líklegastur til að geta veitt Sjálfstæðisflokknum þá forystu sem hann þarf í ljósi þeirrar þröngu stöðu sem flokkurinn er í, bæði á þjóðarsviðinu og í Reykjavík „þar sem eyðimerkurganga hans hefur varað í meira en þrjá áratugi“. Margir hafi þar verið nefndir til sögunnar, sumir af augljósum ástæðum en aðrir séu sóttir um lengri veg og þeim komið á framfæri í umræðunni. Það sé hollt, skynsamlegt og ekki síst skemmtilegt. „Mér að miklum óvörum hefur mitt nafn dúkkað upp í þessu tali öllu á opinberum vettvangi, og er sennilega afleiðing af því að Sjálfstæðismenn, vítt og breitt um landið, hafa hvatt mig til að íhuga framboð og enn aðrir hafa skorað á mig í sama tilliti,“ skrifar hann. „Allt er það að sjálfsögðu til þess gert að kítla hégómann pínulítið - en einhverjir myndu halda því fram að ég megi síst við slíku. Dæmi hver fyrir sig.“ Hann segist ekki hafa leitt hugann að formannsframboði „svo nokkru nemi“ þó hann sé þakklátur fyrir það að fólk á öllum aldri trúi því að hann geti risuð undir ábyrgð af þessu tagi. Einhver húmoristi nýtt sér nafnið „Staðreyndin er sú að ég hef verið, og er, önnum kafinn við að halda uppi kröftugri þjóðfélagsumræðu undir merkjum Spursmála. Það er ærið nóg dagsverk, og ég trúi því einnig að það skipti sköpum fyrir lýðræðisþróunina í landinu,“ skrifar hann í færslunni. Sá vettvangur hafi vakið áhuga fólks á stjórnmálum, meðal ungra, eldra fólks og þeirra sem hafa gefið þessum anga samfélagsins lítinn gaum fram til þessa. Svona lítur út eina myndin sem hefur verið birt á Instagram-reikningnum stefaneinar2025. „Að því sögðu vil ég koma því á framfæri að nýr aðgangur á Instagram er ekki tengdur mér með neinu móti að öðru leyti en því að einhver húmoristinn hefur nýtt snjáldruna á mér til skreytingar, auk nafnsins sem foreldrar mínir gáfu mér 10. desember 1983,“ skrifar hann í færslunni. „Betra hefði verið að hafa mig með í ráðum við það föndur allt. Þá hefði þessi „síða“ ekki litið dagsins ljós, og ég ekki angrað fólk með þessum hugleiðingum, þar sem ég sit á flugvelli í Bandaríkjunum og bíð þess að komast heim til Íslands. Landsins sem sannarlega er sterkt, svo lengi sem sjálfstæðisstefnan nýtur hljómgrunns meðal Íslendinga,“ skrifar hann að lokum. Færslu Stefáns má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira