Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 15. janúar 2025 07:00 Þróun efnahagsmála hefur verið nokkuð jákvæð síðustu mánuði, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá okkur vera komin lengra þegar kemur að lækkun vaxta. Verðbólga hefur lækkað verulega, vextir eru á niðurleið og ég ætla að leyfa mér að hafa væntingar um að þeir muni lækka tiltölulega hratt á næstu mánuðum. Lækkun vaxta er einhver mesta kjarabót sem heimili og fyrirtæki hér á landi geta fengið og það er því til mikils að vinna að nýrri ríkisstjórn takist vel til við stjórn efnahagsmála í landinu. Áskoranir á húsnæðismarkaði Uppbygging húsnæðis verður áfram lykilmál í íslensku samfélagi, en húsnæðismál eru í raun mjög stórt efnahagsmál. Okkur hefur fjölgað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og við þurfum að byggja meira af húsnæði fyrir fólk. Samhliða því að okkur er að fjölga meira er hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast og fer hratt lækkandi líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Við erum að eldast, fráskildum fjölgar og við erum að eignast börn síðar á lífsleiðinni. Sú þróun staðfestir að ekki er bara nóg að byggja meira, heldur er einnig mikil þörf á því að byggja rétt. Um 15% íbúða sem eru í byggingu eru undir 70 fermetrum, en það hlutfall þyrfti líklega að vera um 40%. Minni íbúðir eru ekki einungis fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á markaðinn, heldur einnig það fólk sem er að minnka við sig. Með þeim hætti myndast ákveðin hringrás og gluggi opnast í stærri eignir á markaði fyrir þá sem stækka þurfa við sig. Sýna þarf sameiginlegan vilja til frekari uppbyggingar Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á síðustu árum þurfum við að byggja meira líkt og m.a. breytt íbúasamsetning sýnir. Það kann að hljóma sérkennilega þegar við sjáum eignir til sölu sem ættu að vera fyrir löngu orðnar að griðastað venjulegs fólks. Þar hafa hins vegar hert lánþegaskilyrði Seðlabankans reynst kaupendum og seljendum mjög illa. Það og takmarkað framboð lóða á nýju landi hafa í raun hamlað kraftmeiri uppbyggingu. Það er alveg ljóst að ef ekki verður breyting á mun það hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu og vexti inn í framtíðina. Skortur leiðir af sér hátt verð, sem hefur áhrif til hækkunar á verðbólgu sem hefur þau áhrif að vextir hækka. Nú reynir því á kjörna fulltrúa á þingi, í borgarstjórn og sveitarstjórnum um land allt. Takið höndum saman og tryggið nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Höfundur er frv. þingmaður og eigandi af Vissa ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þróun efnahagsmála hefur verið nokkuð jákvæð síðustu mánuði, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá okkur vera komin lengra þegar kemur að lækkun vaxta. Verðbólga hefur lækkað verulega, vextir eru á niðurleið og ég ætla að leyfa mér að hafa væntingar um að þeir muni lækka tiltölulega hratt á næstu mánuðum. Lækkun vaxta er einhver mesta kjarabót sem heimili og fyrirtæki hér á landi geta fengið og það er því til mikils að vinna að nýrri ríkisstjórn takist vel til við stjórn efnahagsmála í landinu. Áskoranir á húsnæðismarkaði Uppbygging húsnæðis verður áfram lykilmál í íslensku samfélagi, en húsnæðismál eru í raun mjög stórt efnahagsmál. Okkur hefur fjölgað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og við þurfum að byggja meira af húsnæði fyrir fólk. Samhliða því að okkur er að fjölga meira er hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast og fer hratt lækkandi líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Við erum að eldast, fráskildum fjölgar og við erum að eignast börn síðar á lífsleiðinni. Sú þróun staðfestir að ekki er bara nóg að byggja meira, heldur er einnig mikil þörf á því að byggja rétt. Um 15% íbúða sem eru í byggingu eru undir 70 fermetrum, en það hlutfall þyrfti líklega að vera um 40%. Minni íbúðir eru ekki einungis fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á markaðinn, heldur einnig það fólk sem er að minnka við sig. Með þeim hætti myndast ákveðin hringrás og gluggi opnast í stærri eignir á markaði fyrir þá sem stækka þurfa við sig. Sýna þarf sameiginlegan vilja til frekari uppbyggingar Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á síðustu árum þurfum við að byggja meira líkt og m.a. breytt íbúasamsetning sýnir. Það kann að hljóma sérkennilega þegar við sjáum eignir til sölu sem ættu að vera fyrir löngu orðnar að griðastað venjulegs fólks. Þar hafa hins vegar hert lánþegaskilyrði Seðlabankans reynst kaupendum og seljendum mjög illa. Það og takmarkað framboð lóða á nýju landi hafa í raun hamlað kraftmeiri uppbyggingu. Það er alveg ljóst að ef ekki verður breyting á mun það hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu og vexti inn í framtíðina. Skortur leiðir af sér hátt verð, sem hefur áhrif til hækkunar á verðbólgu sem hefur þau áhrif að vextir hækka. Nú reynir því á kjörna fulltrúa á þingi, í borgarstjórn og sveitarstjórnum um land allt. Takið höndum saman og tryggið nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Höfundur er frv. þingmaður og eigandi af Vissa ráðgjöf ehf.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun