Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2025 18:11 Allt að 25 utankjörfundaratkvæði bárust ekki á talningarstað í Suðvesturkjördæmi og óþekktur fjöldi atkvæða barst ekki í Norðausturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. Tuttugu og fimm atkvæði sem greidd voru utankjörfundar dagaði uppi á bæjarskrtifstofum Kópavogs og voru því aldrei talin. Þá uppgötvaðist kassi með utankjörfundaratkvæðum sem send voru frá Reykjavík til Akureyrar ellefu dögum eftir kosningar. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að hringt hafi verið til yfirkjörstjórnar á Akureyri og látið vita að atkvæði væru á leiðinni með flugi.Stöð 2/Ívar Fannar Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu minnir á að kjósendur beri samkvæmt lögum ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. Sumir óski þó eftir því að kjörstjórn á utankjörstað komi atkvæðinu áfram. Fulltrúar allra kjördæma utan Reykjavíkur nema Norðausturkjördæmis hafi sótt utankjörfundaratkvæði sín sjálfir. Ef tími væri of skammur fyrir kosningar til að senda atkvæði með pósti til Akureyrar væru þau send með flugi. „Á föstudeginum 29. nóvember sendum við tvo kassa til Akureyrar merkta yfirkjörstjórn ásamt símanúmeri. Það var hringt í yfirkjörstjórn og hún upplýst um að það væri sending frá okkur á flugvellinum. Það sem virðist hins vegar hafa gerst er að flutningsaðili afhendir einungis annan kassann til yfirkjörstjórnar," segir Sigríður. Hún telur að þegar hringt var norður hafi verið tekið fram að það væru tveir kassar í sendingunni. Henni skiljist að ekki væri lengur gerð svo kölluð fylgibréf þar sem fram komi að um væri að ræða tvo kassa. Þá þekki hún ekki reglur flutnigsaðilans sem væri Icelandair. Kjósendur verði að átta sig á að það væri ekkert öruggara að atkvæði skilaði sér ef kjörstjórn sendi atkvæðið en ef kjósendur gerðu það sjálfir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir þetta afar óheppilegt að nokkur atkvæði hafi ekki skilað sér bæði í Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Alþingi endurskoði lög og reglur um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.Stöð 2/Einar „Þannig að þetta er eitthvað sem þarf að skoða og ég held að Alþingi ætti að leggjast yfir. Hvort skoða þurfi framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu og legg til að það verði gert. Þetta er afar óheppilegt. Það er auðvitað þannig að kjósendur bera ábyrgð á sínu atkvæði. Fyrirkomulag á samt að ýta undir að það atkvæði skili sér og fólk geti treyst því,“ segir Kristrún. Nokkur atkvæði til eða frá geta haft áhrif á útdeilingu níu jöfnunarþingsæta innan hvers flokks á milli kjördæma eins og kom í ljós þegar Willum Þór Þórsson datt út á síðustu stundu í Suðvesturkjördæmi og flokksbróðir hans Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í staðinn í Suðurkjördæmi. Ólíklegt er hins vegar að þessi atkvæði hefðu haft nokkur áhrif á úrslit kosninganna í heild sinni. Willum Þór Þórsson var inni sem jöfnunarþingmaður allt fram að hádegi daginn eftir kjördag, þegar flokksbróðir hans Sigurður Ingi Jóhannsson hafði af honum sætið.Grafík/Sara Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus hefur hins vegar í mörg ár hvatt Alþingi til að breyta kosningalögum þannig að það gerist ekki að einstakir flokkar fái jöfnunarþingmann umfram atkvæðamagn eins og gerst hefði í nokkrum undanförnum kosningum, þó ekki þeim nýafstöðnu. Ólafur skorar á núverandi ríkisstjórn að ganga í verkið. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði hefur í mörg ár hvatt Alþingi til að gera breytingar á kosningalögum.Stöð 2/Ívar Fannar „Þetta var eitt af því sem við ræddum í stjórnarmyndunarviðræðunum. Að skoða einmitt þessa sætaskiptingu milli þingflokka og stefnum að því að gera breytingar á kosningalögunum. Þannig að þetta er hægt því ekki þarf breytingar á stjórnarskrá þarna til. Aðeins breytingu á kosningalögunum. Þannig að þetta er atriði sem við erum með í skoðun,“ segir Kristrún Frostadóttir. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. 14. janúar 2025 12:23 Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Kassi af utankjörfundaratkvæðum rataði ekki til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi fyrr en ellefu dögum eftir alþingiskosningarnar. Þetta staðfesti Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnarinnar, í samtali við Morgunblaðið. 14. janúar 2025 06:38 Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti. 13. janúar 2025 18:20 Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Póstsending sem innihélt tólf til fimmtán utankjörfundaratkvæði fór framhjá starfsmönnum afgreiðslu Kópavogsbæjar með þeim afleiðingum að atkvæðin voru ekki talin. 13. janúar 2025 06:52 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Tuttugu og fimm atkvæði sem greidd voru utankjörfundar dagaði uppi á bæjarskrtifstofum Kópavogs og voru því aldrei talin. Þá uppgötvaðist kassi með utankjörfundaratkvæðum sem send voru frá Reykjavík til Akureyrar ellefu dögum eftir kosningar. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að hringt hafi verið til yfirkjörstjórnar á Akureyri og látið vita að atkvæði væru á leiðinni með flugi.Stöð 2/Ívar Fannar Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu minnir á að kjósendur beri samkvæmt lögum ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. Sumir óski þó eftir því að kjörstjórn á utankjörstað komi atkvæðinu áfram. Fulltrúar allra kjördæma utan Reykjavíkur nema Norðausturkjördæmis hafi sótt utankjörfundaratkvæði sín sjálfir. Ef tími væri of skammur fyrir kosningar til að senda atkvæði með pósti til Akureyrar væru þau send með flugi. „Á föstudeginum 29. nóvember sendum við tvo kassa til Akureyrar merkta yfirkjörstjórn ásamt símanúmeri. Það var hringt í yfirkjörstjórn og hún upplýst um að það væri sending frá okkur á flugvellinum. Það sem virðist hins vegar hafa gerst er að flutningsaðili afhendir einungis annan kassann til yfirkjörstjórnar," segir Sigríður. Hún telur að þegar hringt var norður hafi verið tekið fram að það væru tveir kassar í sendingunni. Henni skiljist að ekki væri lengur gerð svo kölluð fylgibréf þar sem fram komi að um væri að ræða tvo kassa. Þá þekki hún ekki reglur flutnigsaðilans sem væri Icelandair. Kjósendur verði að átta sig á að það væri ekkert öruggara að atkvæði skilaði sér ef kjörstjórn sendi atkvæðið en ef kjósendur gerðu það sjálfir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir þetta afar óheppilegt að nokkur atkvæði hafi ekki skilað sér bæði í Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Alþingi endurskoði lög og reglur um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.Stöð 2/Einar „Þannig að þetta er eitthvað sem þarf að skoða og ég held að Alþingi ætti að leggjast yfir. Hvort skoða þurfi framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu og legg til að það verði gert. Þetta er afar óheppilegt. Það er auðvitað þannig að kjósendur bera ábyrgð á sínu atkvæði. Fyrirkomulag á samt að ýta undir að það atkvæði skili sér og fólk geti treyst því,“ segir Kristrún. Nokkur atkvæði til eða frá geta haft áhrif á útdeilingu níu jöfnunarþingsæta innan hvers flokks á milli kjördæma eins og kom í ljós þegar Willum Þór Þórsson datt út á síðustu stundu í Suðvesturkjördæmi og flokksbróðir hans Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í staðinn í Suðurkjördæmi. Ólíklegt er hins vegar að þessi atkvæði hefðu haft nokkur áhrif á úrslit kosninganna í heild sinni. Willum Þór Þórsson var inni sem jöfnunarþingmaður allt fram að hádegi daginn eftir kjördag, þegar flokksbróðir hans Sigurður Ingi Jóhannsson hafði af honum sætið.Grafík/Sara Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus hefur hins vegar í mörg ár hvatt Alþingi til að breyta kosningalögum þannig að það gerist ekki að einstakir flokkar fái jöfnunarþingmann umfram atkvæðamagn eins og gerst hefði í nokkrum undanförnum kosningum, þó ekki þeim nýafstöðnu. Ólafur skorar á núverandi ríkisstjórn að ganga í verkið. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði hefur í mörg ár hvatt Alþingi til að gera breytingar á kosningalögum.Stöð 2/Ívar Fannar „Þetta var eitt af því sem við ræddum í stjórnarmyndunarviðræðunum. Að skoða einmitt þessa sætaskiptingu milli þingflokka og stefnum að því að gera breytingar á kosningalögunum. Þannig að þetta er hægt því ekki þarf breytingar á stjórnarskrá þarna til. Aðeins breytingu á kosningalögunum. Þannig að þetta er atriði sem við erum með í skoðun,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. 14. janúar 2025 12:23 Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Kassi af utankjörfundaratkvæðum rataði ekki til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi fyrr en ellefu dögum eftir alþingiskosningarnar. Þetta staðfesti Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnarinnar, í samtali við Morgunblaðið. 14. janúar 2025 06:38 Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti. 13. janúar 2025 18:20 Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Póstsending sem innihélt tólf til fimmtán utankjörfundaratkvæði fór framhjá starfsmönnum afgreiðslu Kópavogsbæjar með þeim afleiðingum að atkvæðin voru ekki talin. 13. janúar 2025 06:52 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. 14. janúar 2025 12:23
Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Kassi af utankjörfundaratkvæðum rataði ekki til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi fyrr en ellefu dögum eftir alþingiskosningarnar. Þetta staðfesti Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnarinnar, í samtali við Morgunblaðið. 14. janúar 2025 06:38
Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti. 13. janúar 2025 18:20
Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Póstsending sem innihélt tólf til fimmtán utankjörfundaratkvæði fór framhjá starfsmönnum afgreiðslu Kópavogsbæjar með þeim afleiðingum að atkvæðin voru ekki talin. 13. janúar 2025 06:52