Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2025 18:11 Allt að 25 utankjörfundaratkvæði bárust ekki á talningarstað í Suðvesturkjördæmi og óþekktur fjöldi atkvæða barst ekki í Norðausturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Aðeins annar kassinn af tveimur með utankjörfundaratkvæðum sem sendir voru frá Reykjavík til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi skilaði sér. Forsætisráðherra segir tilefni til að Alþingi endurskoði lög um utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin muni einnig beita sér fyrir breytingum á almennum kosingalögum. Tuttugu og fimm atkvæði sem greidd voru utankjörfundar dagaði uppi á bæjarskrtifstofum Kópavogs og voru því aldrei talin. Þá uppgötvaðist kassi með utankjörfundaratkvæðum sem send voru frá Reykjavík til Akureyrar ellefu dögum eftir kosningar. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að hringt hafi verið til yfirkjörstjórnar á Akureyri og látið vita að atkvæði væru á leiðinni með flugi.Stöð 2/Ívar Fannar Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu minnir á að kjósendur beri samkvæmt lögum ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. Sumir óski þó eftir því að kjörstjórn á utankjörstað komi atkvæðinu áfram. Fulltrúar allra kjördæma utan Reykjavíkur nema Norðausturkjördæmis hafi sótt utankjörfundaratkvæði sín sjálfir. Ef tími væri of skammur fyrir kosningar til að senda atkvæði með pósti til Akureyrar væru þau send með flugi. „Á föstudeginum 29. nóvember sendum við tvo kassa til Akureyrar merkta yfirkjörstjórn ásamt símanúmeri. Það var hringt í yfirkjörstjórn og hún upplýst um að það væri sending frá okkur á flugvellinum. Það sem virðist hins vegar hafa gerst er að flutningsaðili afhendir einungis annan kassann til yfirkjörstjórnar," segir Sigríður. Hún telur að þegar hringt var norður hafi verið tekið fram að það væru tveir kassar í sendingunni. Henni skiljist að ekki væri lengur gerð svo kölluð fylgibréf þar sem fram komi að um væri að ræða tvo kassa. Þá þekki hún ekki reglur flutnigsaðilans sem væri Icelandair. Kjósendur verði að átta sig á að það væri ekkert öruggara að atkvæði skilaði sér ef kjörstjórn sendi atkvæðið en ef kjósendur gerðu það sjálfir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir þetta afar óheppilegt að nokkur atkvæði hafi ekki skilað sér bæði í Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Alþingi endurskoði lög og reglur um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.Stöð 2/Einar „Þannig að þetta er eitthvað sem þarf að skoða og ég held að Alþingi ætti að leggjast yfir. Hvort skoða þurfi framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu og legg til að það verði gert. Þetta er afar óheppilegt. Það er auðvitað þannig að kjósendur bera ábyrgð á sínu atkvæði. Fyrirkomulag á samt að ýta undir að það atkvæði skili sér og fólk geti treyst því,“ segir Kristrún. Nokkur atkvæði til eða frá geta haft áhrif á útdeilingu níu jöfnunarþingsæta innan hvers flokks á milli kjördæma eins og kom í ljós þegar Willum Þór Þórsson datt út á síðustu stundu í Suðvesturkjördæmi og flokksbróðir hans Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í staðinn í Suðurkjördæmi. Ólíklegt er hins vegar að þessi atkvæði hefðu haft nokkur áhrif á úrslit kosninganna í heild sinni. Willum Þór Þórsson var inni sem jöfnunarþingmaður allt fram að hádegi daginn eftir kjördag, þegar flokksbróðir hans Sigurður Ingi Jóhannsson hafði af honum sætið.Grafík/Sara Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus hefur hins vegar í mörg ár hvatt Alþingi til að breyta kosningalögum þannig að það gerist ekki að einstakir flokkar fái jöfnunarþingmann umfram atkvæðamagn eins og gerst hefði í nokkrum undanförnum kosningum, þó ekki þeim nýafstöðnu. Ólafur skorar á núverandi ríkisstjórn að ganga í verkið. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði hefur í mörg ár hvatt Alþingi til að gera breytingar á kosningalögum.Stöð 2/Ívar Fannar „Þetta var eitt af því sem við ræddum í stjórnarmyndunarviðræðunum. Að skoða einmitt þessa sætaskiptingu milli þingflokka og stefnum að því að gera breytingar á kosningalögunum. Þannig að þetta er hægt því ekki þarf breytingar á stjórnarskrá þarna til. Aðeins breytingu á kosningalögunum. Þannig að þetta er atriði sem við erum með í skoðun,“ segir Kristrún Frostadóttir. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. 14. janúar 2025 12:23 Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Kassi af utankjörfundaratkvæðum rataði ekki til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi fyrr en ellefu dögum eftir alþingiskosningarnar. Þetta staðfesti Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnarinnar, í samtali við Morgunblaðið. 14. janúar 2025 06:38 Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti. 13. janúar 2025 18:20 Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Póstsending sem innihélt tólf til fimmtán utankjörfundaratkvæði fór framhjá starfsmönnum afgreiðslu Kópavogsbæjar með þeim afleiðingum að atkvæðin voru ekki talin. 13. janúar 2025 06:52 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Tuttugu og fimm atkvæði sem greidd voru utankjörfundar dagaði uppi á bæjarskrtifstofum Kópavogs og voru því aldrei talin. Þá uppgötvaðist kassi með utankjörfundaratkvæðum sem send voru frá Reykjavík til Akureyrar ellefu dögum eftir kosningar. Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir að hringt hafi verið til yfirkjörstjórnar á Akureyri og látið vita að atkvæði væru á leiðinni með flugi.Stöð 2/Ívar Fannar Sigríður Kristinsdóttir sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu minnir á að kjósendur beri samkvæmt lögum ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. Sumir óski þó eftir því að kjörstjórn á utankjörstað komi atkvæðinu áfram. Fulltrúar allra kjördæma utan Reykjavíkur nema Norðausturkjördæmis hafi sótt utankjörfundaratkvæði sín sjálfir. Ef tími væri of skammur fyrir kosningar til að senda atkvæði með pósti til Akureyrar væru þau send með flugi. „Á föstudeginum 29. nóvember sendum við tvo kassa til Akureyrar merkta yfirkjörstjórn ásamt símanúmeri. Það var hringt í yfirkjörstjórn og hún upplýst um að það væri sending frá okkur á flugvellinum. Það sem virðist hins vegar hafa gerst er að flutningsaðili afhendir einungis annan kassann til yfirkjörstjórnar," segir Sigríður. Hún telur að þegar hringt var norður hafi verið tekið fram að það væru tveir kassar í sendingunni. Henni skiljist að ekki væri lengur gerð svo kölluð fylgibréf þar sem fram komi að um væri að ræða tvo kassa. Þá þekki hún ekki reglur flutnigsaðilans sem væri Icelandair. Kjósendur verði að átta sig á að það væri ekkert öruggara að atkvæði skilaði sér ef kjörstjórn sendi atkvæðið en ef kjósendur gerðu það sjálfir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir þetta afar óheppilegt að nokkur atkvæði hafi ekki skilað sér bæði í Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Alþingi endurskoði lög og reglur um utankjörfundaratkvæðagreiðslu.Stöð 2/Einar „Þannig að þetta er eitthvað sem þarf að skoða og ég held að Alþingi ætti að leggjast yfir. Hvort skoða þurfi framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu og legg til að það verði gert. Þetta er afar óheppilegt. Það er auðvitað þannig að kjósendur bera ábyrgð á sínu atkvæði. Fyrirkomulag á samt að ýta undir að það atkvæði skili sér og fólk geti treyst því,“ segir Kristrún. Nokkur atkvæði til eða frá geta haft áhrif á útdeilingu níu jöfnunarþingsæta innan hvers flokks á milli kjördæma eins og kom í ljós þegar Willum Þór Þórsson datt út á síðustu stundu í Suðvesturkjördæmi og flokksbróðir hans Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í staðinn í Suðurkjördæmi. Ólíklegt er hins vegar að þessi atkvæði hefðu haft nokkur áhrif á úrslit kosninganna í heild sinni. Willum Þór Þórsson var inni sem jöfnunarþingmaður allt fram að hádegi daginn eftir kjördag, þegar flokksbróðir hans Sigurður Ingi Jóhannsson hafði af honum sætið.Grafík/Sara Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus hefur hins vegar í mörg ár hvatt Alþingi til að breyta kosningalögum þannig að það gerist ekki að einstakir flokkar fái jöfnunarþingmann umfram atkvæðamagn eins og gerst hefði í nokkrum undanförnum kosningum, þó ekki þeim nýafstöðnu. Ólafur skorar á núverandi ríkisstjórn að ganga í verkið. Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði hefur í mörg ár hvatt Alþingi til að gera breytingar á kosningalögum.Stöð 2/Ívar Fannar „Þetta var eitt af því sem við ræddum í stjórnarmyndunarviðræðunum. Að skoða einmitt þessa sætaskiptingu milli þingflokka og stefnum að því að gera breytingar á kosningalögunum. Þannig að þetta er hægt því ekki þarf breytingar á stjórnarskrá þarna til. Aðeins breytingu á kosningalögunum. Þannig að þetta er atriði sem við erum með í skoðun,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. 14. janúar 2025 12:23 Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Kassi af utankjörfundaratkvæðum rataði ekki til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi fyrr en ellefu dögum eftir alþingiskosningarnar. Þetta staðfesti Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnarinnar, í samtali við Morgunblaðið. 14. janúar 2025 06:38 Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti. 13. janúar 2025 18:20 Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Póstsending sem innihélt tólf til fimmtán utankjörfundaratkvæði fór framhjá starfsmönnum afgreiðslu Kópavogsbæjar með þeim afleiðingum að atkvæðin voru ekki talin. 13. janúar 2025 06:52 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. 14. janúar 2025 12:23
Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Kassi af utankjörfundaratkvæðum rataði ekki til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi fyrr en ellefu dögum eftir alþingiskosningarnar. Þetta staðfesti Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnarinnar, í samtali við Morgunblaðið. 14. janúar 2025 06:38
Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki einsdæmi að utankjörfundaratkvæði skili sér ekki í tæka tíð en skýrt sé að þess konar atkvæði séu ógild. Þá þurfi að fara sem fyrst í breytingar á reglum varðandi jöfnunarsæti. 13. janúar 2025 18:20
Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Póstsending sem innihélt tólf til fimmtán utankjörfundaratkvæði fór framhjá starfsmönnum afgreiðslu Kópavogsbæjar með þeim afleiðingum að atkvæðin voru ekki talin. 13. janúar 2025 06:52