Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2025 18:31 Diamond Alexis Battles átti virkilega góðan leik. Vísir/Diego Haukar hafa nú unnið fimm leiki í röð og eru í góðum málum á toppi Bónsu-deildar kvenna í körfubolta. Liðið átti ekki í neinum vandræðum með gesti sína frá Hlíðarenda í kvöld. Liðin hófu leikinn á að setja sitthvora tvo þristana á fyrstu mínútunum og virtust sjóðandi heit bæði tvö. Síðan tóku Haukar yfir. Þær náðu fyrst sjö stiga áhlaupi og bættu bara í eftir því sem leið á annan leikhlutann. Valskonur voru í miklum vandræðum sóknarlega og töpuðu mörgum boltum. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 30-13 og þó svo að sóknarleikur Valskvenna hafi lagast í öðrum leikhluta var sóknarleikur Hauka einfaldlega of góður til að Valsarar gætu eitthvað minnkað muninn. Staðan í hálfleik 53-29 og Haukar með yfirburði. Svipað var uppi á teningunum í síðari hálfleik. Valur átti sín augnablik en þetta Haukalið er einfaldlega með of marga góða leikmenn til að missa svona mun niður. Hann varð mestur tuttugu og sex stig og voru úrslitin ljós löngu áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 89-73 og Haukar því áfram með þægilega forystu á toppi deildarinnar en Valskonur eru í pakkanum fyrir neðan miðja deild. Atvik leiksins Það er erfitt að tína út eitt atvik úr leik sem þessum. Eðlilegast væri að tala um augnablikið þegar Guðbjörg Sverrisdóttir gekk inn á völlinn því þá jafnaði hún leikjamet Sigrúnar Ámundadóttur í efstu deild en Guðbjörg var að leika leik númer 382 í kvöld. Hún mun líklega slá metið í næsta leik sem er mikið afrek en Guðbjörg hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla á sínum ferli, þrjá með Val og tvo með Haukum. Stjörnur og skúrkar Lore Devos og Tinna Guðrún Alexandersdóttir áttu báðan mjög góðan leik fyrir Hauka. Devos skilar alltaf sínu og er gríðarlega öflugur leikmaður. Tinna Guðrún hitti vel og var sömuleiðis dugleg að finna samherja sína með góðum stoðsendingum. Hjá Val var Alyssa Cerino best en Jiselle Thomas þarf að skila betri leik heilt yfir þó svo að hún hafi aðeins bætt sig eftir því sem leið á. Valsliðið tapaði alltof mörgum boltum og spurning hvort þjálfarinn Jamil Abiad hafi ekki verið búinn að teikna upp réttu lausnirnar fyrir sínar konur. Dómarar leiksins Þetta var ekki erfiðasti leikurinn að dæma en þeir Bjarki Már Davíðsson, Sigurbaldur Frímannsson og Birgir Örn Hjörvarsson komust vel frá sínu. Stemmning og umgjörð Umgjörðin hjá Haukum í Ólafssal er alltaf til fyrirmyndar. Það var ágætlega mætt á leikinn en vonandi fjölgar í stúkum liðanna eftir því sem leikirnir í deildinni verða stærri með vorinu. Viðtöl „Fóru ekki eftir leikplaninu“ Jamil Abiad er þjálfari Vals og hann var daufur í dálkinn þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Hann sagði sitt lið ekki hafa farið eftir leikskipulaginu sem sett var upp fyrir leikinn. „Við erum leikplan og skipulag til að ráða við pressuna en við náðum ekki að framkvæma það vel í fyrri hálfleik. Stelpurnar vita hvað á að gera en fóru ekki eftir því og þær refsuðu okkur. Þær gera það vel að pressa liðin og neyða þau í mistök. Við náðum að takmarka það í fyrri hálfleik en í byrjun fórum við ekki eftir leikplaninu.“ Jamil Abiad er þjálfari ValsVísir/Anton Brink Valsliðið byrjaði leikinn illa og voru 30-13 undir eftir fyrsta leikhlutann. „Þetta er langur leikur þó fyrsti leikhlutinn sé búinn. Ég þarf að láta þær vita að það er nóg eftir og ekki horfa á lok leiksins heldur á einn leikhluta í einu, reyna að vinna hann. Reyna að halda þeim gangandi þannig og ekki vera hræddar. Mér fannst við hrædd á ákveðnum augnablikum og þær sáu það og nýttu sér.“ Valur er í baráttu fyrir neðan miðja deild og í pakka með fleiri liðum. „Við erum að reyna að vinna alla leiki. Við horfum á næsta leik og einbeitum okkur að honum, horfum ekki oft langt fram. Deildin er jöfn og sérstaklega í neðri hlutanum. Við eigum leiki gegn Stjörnunni og Aþenu sem við erum nálægt í töflunni. Við einbeitum okkur að því.“ „Vitum að allar í liðinu geta skorað“ Lore Devos átti mjög góðan leik fyrir Hauka í sigri liðsins á Val í kvöld. Lore var stigahæst í Haukaliðinu og er afar mikilvægur hlekkur í sterku Haukaliði. „Við mættum sterkar til leiks og spiluðum vel í fyrri hálfleik. Við erum með leikmenn alls staðar sem skora en við slökuðum aðeins á í seinni hálfleik sem getur verið hættulegt. Við unnum með góðum mun að lokum sem er gott.“ Margar í liði Hauka áttu góðan leik í kvöld og gekk sóknarleikur liðsins afar vel. „Við vitum að allar í liðinu geta skorað og við dreifðum boltanum mjög vel í kvöld. Við gerum það oftast og það er einn af okkar styrkleikum.“ Lore Devos spilaði vel með Haukum í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Við sögðum frá upphafi hver markmið okkar voru. Við getum ekkert slakað á því við eigum erfiða leiki eftir. Það eru mörg lið í deildinni hættuleg, alveg frá sæti eitt til tíu. Við þurfum að taka eitt skref í einu.“ Framundan um helgina er bikarleikur gegn Þór frá Akureyri. Þór er í 2. sæti Bónus-deildarinnar á eftir Haukum en Lore lék með Þór á síðustu leiktíð og er því að fara að mæta á sinn gamla heimavöll. „Það verður gaman að koma aftur þangað. Það verður erfitt því þær eru taplausar heima. Við erum að berjast fyrir því að komast langt í bikarnum þannig að þetta er stór leikur. Við þurfum að mæta með gott hugarfar og ná sigrinum.“ Bónus-deild kvenna Haukar Valur Körfubolti
Haukar hafa nú unnið fimm leiki í röð og eru í góðum málum á toppi Bónsu-deildar kvenna í körfubolta. Liðið átti ekki í neinum vandræðum með gesti sína frá Hlíðarenda í kvöld. Liðin hófu leikinn á að setja sitthvora tvo þristana á fyrstu mínútunum og virtust sjóðandi heit bæði tvö. Síðan tóku Haukar yfir. Þær náðu fyrst sjö stiga áhlaupi og bættu bara í eftir því sem leið á annan leikhlutann. Valskonur voru í miklum vandræðum sóknarlega og töpuðu mörgum boltum. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 30-13 og þó svo að sóknarleikur Valskvenna hafi lagast í öðrum leikhluta var sóknarleikur Hauka einfaldlega of góður til að Valsarar gætu eitthvað minnkað muninn. Staðan í hálfleik 53-29 og Haukar með yfirburði. Svipað var uppi á teningunum í síðari hálfleik. Valur átti sín augnablik en þetta Haukalið er einfaldlega með of marga góða leikmenn til að missa svona mun niður. Hann varð mestur tuttugu og sex stig og voru úrslitin ljós löngu áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 89-73 og Haukar því áfram með þægilega forystu á toppi deildarinnar en Valskonur eru í pakkanum fyrir neðan miðja deild. Atvik leiksins Það er erfitt að tína út eitt atvik úr leik sem þessum. Eðlilegast væri að tala um augnablikið þegar Guðbjörg Sverrisdóttir gekk inn á völlinn því þá jafnaði hún leikjamet Sigrúnar Ámundadóttur í efstu deild en Guðbjörg var að leika leik númer 382 í kvöld. Hún mun líklega slá metið í næsta leik sem er mikið afrek en Guðbjörg hefur unnið fimm Íslandsmeistaratitla á sínum ferli, þrjá með Val og tvo með Haukum. Stjörnur og skúrkar Lore Devos og Tinna Guðrún Alexandersdóttir áttu báðan mjög góðan leik fyrir Hauka. Devos skilar alltaf sínu og er gríðarlega öflugur leikmaður. Tinna Guðrún hitti vel og var sömuleiðis dugleg að finna samherja sína með góðum stoðsendingum. Hjá Val var Alyssa Cerino best en Jiselle Thomas þarf að skila betri leik heilt yfir þó svo að hún hafi aðeins bætt sig eftir því sem leið á. Valsliðið tapaði alltof mörgum boltum og spurning hvort þjálfarinn Jamil Abiad hafi ekki verið búinn að teikna upp réttu lausnirnar fyrir sínar konur. Dómarar leiksins Þetta var ekki erfiðasti leikurinn að dæma en þeir Bjarki Már Davíðsson, Sigurbaldur Frímannsson og Birgir Örn Hjörvarsson komust vel frá sínu. Stemmning og umgjörð Umgjörðin hjá Haukum í Ólafssal er alltaf til fyrirmyndar. Það var ágætlega mætt á leikinn en vonandi fjölgar í stúkum liðanna eftir því sem leikirnir í deildinni verða stærri með vorinu. Viðtöl „Fóru ekki eftir leikplaninu“ Jamil Abiad er þjálfari Vals og hann var daufur í dálkinn þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Hann sagði sitt lið ekki hafa farið eftir leikskipulaginu sem sett var upp fyrir leikinn. „Við erum leikplan og skipulag til að ráða við pressuna en við náðum ekki að framkvæma það vel í fyrri hálfleik. Stelpurnar vita hvað á að gera en fóru ekki eftir því og þær refsuðu okkur. Þær gera það vel að pressa liðin og neyða þau í mistök. Við náðum að takmarka það í fyrri hálfleik en í byrjun fórum við ekki eftir leikplaninu.“ Jamil Abiad er þjálfari ValsVísir/Anton Brink Valsliðið byrjaði leikinn illa og voru 30-13 undir eftir fyrsta leikhlutann. „Þetta er langur leikur þó fyrsti leikhlutinn sé búinn. Ég þarf að láta þær vita að það er nóg eftir og ekki horfa á lok leiksins heldur á einn leikhluta í einu, reyna að vinna hann. Reyna að halda þeim gangandi þannig og ekki vera hræddar. Mér fannst við hrædd á ákveðnum augnablikum og þær sáu það og nýttu sér.“ Valur er í baráttu fyrir neðan miðja deild og í pakka með fleiri liðum. „Við erum að reyna að vinna alla leiki. Við horfum á næsta leik og einbeitum okkur að honum, horfum ekki oft langt fram. Deildin er jöfn og sérstaklega í neðri hlutanum. Við eigum leiki gegn Stjörnunni og Aþenu sem við erum nálægt í töflunni. Við einbeitum okkur að því.“ „Vitum að allar í liðinu geta skorað“ Lore Devos átti mjög góðan leik fyrir Hauka í sigri liðsins á Val í kvöld. Lore var stigahæst í Haukaliðinu og er afar mikilvægur hlekkur í sterku Haukaliði. „Við mættum sterkar til leiks og spiluðum vel í fyrri hálfleik. Við erum með leikmenn alls staðar sem skora en við slökuðum aðeins á í seinni hálfleik sem getur verið hættulegt. Við unnum með góðum mun að lokum sem er gott.“ Margar í liði Hauka áttu góðan leik í kvöld og gekk sóknarleikur liðsins afar vel. „Við vitum að allar í liðinu geta skorað og við dreifðum boltanum mjög vel í kvöld. Við gerum það oftast og það er einn af okkar styrkleikum.“ Lore Devos spilaði vel með Haukum í kvöld.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Við sögðum frá upphafi hver markmið okkar voru. Við getum ekkert slakað á því við eigum erfiða leiki eftir. Það eru mörg lið í deildinni hættuleg, alveg frá sæti eitt til tíu. Við þurfum að taka eitt skref í einu.“ Framundan um helgina er bikarleikur gegn Þór frá Akureyri. Þór er í 2. sæti Bónus-deildarinnar á eftir Haukum en Lore lék með Þór á síðustu leiktíð og er því að fara að mæta á sinn gamla heimavöll. „Það verður gaman að koma aftur þangað. Það verður erfitt því þær eru taplausar heima. Við erum að berjast fyrir því að komast langt í bikarnum þannig að þetta er stór leikur. Við þurfum að mæta með gott hugarfar og ná sigrinum.“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti