Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar 14. janúar 2025 13:30 Rétt eftir hátíðarnar, eftir að fólk er búið að opna alla pakkana, raða í sig kræsingum og kjöti af öllum sortum, er horft agndofa á ‘græna gímaldið’ og spurt hvað gerðist hér eiginlega? Þó ég sé skipulagsfræðingur ætla ég ekki að fara út í að ræða ferlið, hvernig stóð á því að þetta stóra mannvirki fékk sinn stað og skyggir gjörsamlega á nærliggjandi íbúðarhús með tilheyrandi myrkri alla daga fyrir íbúa þess, og að umferð flutningabíla ógni mögulega öryggi barna við íþróttaiðkun. Heldur ætla ég að vekja upp spurningar um það hvort við séum almennt búin að aftengjast þeirri staðreynd að neyslusamfélagið og markaðurinn þarf á slíkum mannvirkjum að halda en við veljum að sjá þau ekki. Þau eiga að vera ósýnileg, langt í burtu og án þess að trufla núvitund okkar og íbúa sem viljum helst gera jógaæfingarnar okkar við sólarupprás, drekka teið í rólegheitum og fara svo út í daginn, eða hvað? Það er eitthvað áhugavert við þetta allt sem snertir siðfræði og ábyrgð. Markaðinum er alveg sama um alskonar hluti, hvort einhver finni til eða hvort umhverfið verði fyrir skaða, peningarnir flæða bara milli staða eins og vatn í halla flæðir niðurávið. Einhverjum finnst óhæfa að starfrækja kjötvinnslu í ‘græna gímaldinu’ sú starfssemi eigi að vera ‘einhverstaðar annars staðar’ og vöruhús, tja ætti það ekki líka að vera annarsstaðar? Myndi okkur líða betur ef við settum bara gler í veggina og sæjum hvað fer fram þarna inni? Væri jöfn eftirspurn eftir hamborgarahryggjum og öðrum unnum kjötvörum? Ættum við kannski að hafa bara grísabú í öðrum endanum og sláturhús í hinum? Það væri viss heiðarleiki í því. Viljum við ekki sjá hvernig maturinn verður til? Sólin myndi skýna gegnum gluggana, og fólk fengi geislana inn í íbúðarhúsin við hliðina. Eða er það kannski ekki heppilegt fyrir kjötvinnslu að hafa sólina skínandi inn í vinnurýmið og líklega ekki það sem við viljum hafa fyrir augunum alla daga. Svo ekki sé talað um allar hreinlætiskröfurnar bæði í framleiðsluferlinu og í ‘okkar augum’. Vöruhúsin í borginni eru skiljanleg afleiða af þeirri staðreynd að við kaupum auðvitað vörur erlendis frá í miklu magni og utan að landi, hvernig á það sér stað? Ekki fara kassarnir fyrir einhvera töfra inn í búðirnar? Þeir lenda í skemmum og vöruhúsum og eru flokkaðir eftir pöntunum og óskum okkar sem viljum helst fá allt næsta dag í búðinni eða sent heima að dyrum samdægurs. Allt er orðið svo sjálfsagt. Ég er að elda og mig vantar eitthvað sérstakt krydd, verð hneiksluð að það sé ekki til þegar ég stekk út í búð. Kryddið er samsett úr mörgum kryddtegundum og hefur upprunalega komið frá ýmsum stöðum út í heim. Kryddið er eins og tré með rætur um allan heim og vöruhúsið og búðin er toppurinn á því, kryddið blómstrar svo í kássunni í eldhúsinu okkar, í smjattandi munnum og búttuðum kviðnum. Það má alveg lesa í málið með ‘græna gímaldið’ að menn vildu gera jákvæðar breytingar, búa kannski til hljóðmön með stóra húsinu til að hlífa íbúabyggð við umferðarhávaða Reykjanesbrautar, stytta flutningavegalengdir og hafa þessa vörustöð miðsvæðis á stærsta markaðssvæðinu – höfuðborgarsvæðinu. En, svo kemur þetta en, við viljum ekki sjá þetta þarna, við viljum ekki hugsa um alla keðjuna sem á sér stað áður en við greiðum fyrir vöruna með kortinu okkar eða símanum, sem treystir á sæstrenginn í Atlandshafinu. Allt er svo tengt en við sjálf erum samt svo ótengd raunveruleikanum. Á fyrri hluta síðustu aldar var Austurvöllur fjárbyrgi, bændur komu á svæðið til að stunda vöruskipti. Sláturhús og blóðvöllur var fyrir opnum dyrum í borginni, jafnvel næst sjúkrahúsi eða annarri viðkvæmri starfsemi sem skapaði vissa sýkingarhættu. Það var af ástæðu sem við fórum í að vera með landflokkun og að hólfa hluti niður, en á sama tíma voru ferlar framleiðslu heiðarlegir og sýnilegir. Við höfum farið í hring í hugmyndum um skipulag, í dag er almennt horft til þess að blanda aftur byggð með hreinum iðnaði, stytta vegalengdir milli íverustaða og vinnustaða, reyna að minnka umferð og skapa einskonar vistkerfi í borgum sem stuðlar að meiri sjálfbærni. Það er alveg ljóst að þetta er vandaverk í okkar hraða neyslusamfélagi án þess að hinn hreini iðnaður komi upp um sig og særi siðferðiskennd okkar með gleraugun sem velja að sjá það sem hentar. Hver hugsi fyrir sig, hvaðan kom það sem er á diskinum mínum, hvernig fæ ég hlutina upp að dyrum, hver er ástæðan fyrir umferðarhávaðanum, öllum pappanum og plastinu. Hvaða ábyrgð ber ég á þessu öllu? Æ, nenni ekki að hugsa um það, er upptekin við að hámarka þægindin og passa upp á ‚zenið mitt‘. Eða hvað, það er líklega einhver tvískinnungur í þeim veruleika sem ég lifi í. Höfundur er skipulagsfræðingur og frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Rétt eftir hátíðarnar, eftir að fólk er búið að opna alla pakkana, raða í sig kræsingum og kjöti af öllum sortum, er horft agndofa á ‘græna gímaldið’ og spurt hvað gerðist hér eiginlega? Þó ég sé skipulagsfræðingur ætla ég ekki að fara út í að ræða ferlið, hvernig stóð á því að þetta stóra mannvirki fékk sinn stað og skyggir gjörsamlega á nærliggjandi íbúðarhús með tilheyrandi myrkri alla daga fyrir íbúa þess, og að umferð flutningabíla ógni mögulega öryggi barna við íþróttaiðkun. Heldur ætla ég að vekja upp spurningar um það hvort við séum almennt búin að aftengjast þeirri staðreynd að neyslusamfélagið og markaðurinn þarf á slíkum mannvirkjum að halda en við veljum að sjá þau ekki. Þau eiga að vera ósýnileg, langt í burtu og án þess að trufla núvitund okkar og íbúa sem viljum helst gera jógaæfingarnar okkar við sólarupprás, drekka teið í rólegheitum og fara svo út í daginn, eða hvað? Það er eitthvað áhugavert við þetta allt sem snertir siðfræði og ábyrgð. Markaðinum er alveg sama um alskonar hluti, hvort einhver finni til eða hvort umhverfið verði fyrir skaða, peningarnir flæða bara milli staða eins og vatn í halla flæðir niðurávið. Einhverjum finnst óhæfa að starfrækja kjötvinnslu í ‘græna gímaldinu’ sú starfssemi eigi að vera ‘einhverstaðar annars staðar’ og vöruhús, tja ætti það ekki líka að vera annarsstaðar? Myndi okkur líða betur ef við settum bara gler í veggina og sæjum hvað fer fram þarna inni? Væri jöfn eftirspurn eftir hamborgarahryggjum og öðrum unnum kjötvörum? Ættum við kannski að hafa bara grísabú í öðrum endanum og sláturhús í hinum? Það væri viss heiðarleiki í því. Viljum við ekki sjá hvernig maturinn verður til? Sólin myndi skýna gegnum gluggana, og fólk fengi geislana inn í íbúðarhúsin við hliðina. Eða er það kannski ekki heppilegt fyrir kjötvinnslu að hafa sólina skínandi inn í vinnurýmið og líklega ekki það sem við viljum hafa fyrir augunum alla daga. Svo ekki sé talað um allar hreinlætiskröfurnar bæði í framleiðsluferlinu og í ‘okkar augum’. Vöruhúsin í borginni eru skiljanleg afleiða af þeirri staðreynd að við kaupum auðvitað vörur erlendis frá í miklu magni og utan að landi, hvernig á það sér stað? Ekki fara kassarnir fyrir einhvera töfra inn í búðirnar? Þeir lenda í skemmum og vöruhúsum og eru flokkaðir eftir pöntunum og óskum okkar sem viljum helst fá allt næsta dag í búðinni eða sent heima að dyrum samdægurs. Allt er orðið svo sjálfsagt. Ég er að elda og mig vantar eitthvað sérstakt krydd, verð hneiksluð að það sé ekki til þegar ég stekk út í búð. Kryddið er samsett úr mörgum kryddtegundum og hefur upprunalega komið frá ýmsum stöðum út í heim. Kryddið er eins og tré með rætur um allan heim og vöruhúsið og búðin er toppurinn á því, kryddið blómstrar svo í kássunni í eldhúsinu okkar, í smjattandi munnum og búttuðum kviðnum. Það má alveg lesa í málið með ‘græna gímaldið’ að menn vildu gera jákvæðar breytingar, búa kannski til hljóðmön með stóra húsinu til að hlífa íbúabyggð við umferðarhávaða Reykjanesbrautar, stytta flutningavegalengdir og hafa þessa vörustöð miðsvæðis á stærsta markaðssvæðinu – höfuðborgarsvæðinu. En, svo kemur þetta en, við viljum ekki sjá þetta þarna, við viljum ekki hugsa um alla keðjuna sem á sér stað áður en við greiðum fyrir vöruna með kortinu okkar eða símanum, sem treystir á sæstrenginn í Atlandshafinu. Allt er svo tengt en við sjálf erum samt svo ótengd raunveruleikanum. Á fyrri hluta síðustu aldar var Austurvöllur fjárbyrgi, bændur komu á svæðið til að stunda vöruskipti. Sláturhús og blóðvöllur var fyrir opnum dyrum í borginni, jafnvel næst sjúkrahúsi eða annarri viðkvæmri starfsemi sem skapaði vissa sýkingarhættu. Það var af ástæðu sem við fórum í að vera með landflokkun og að hólfa hluti niður, en á sama tíma voru ferlar framleiðslu heiðarlegir og sýnilegir. Við höfum farið í hring í hugmyndum um skipulag, í dag er almennt horft til þess að blanda aftur byggð með hreinum iðnaði, stytta vegalengdir milli íverustaða og vinnustaða, reyna að minnka umferð og skapa einskonar vistkerfi í borgum sem stuðlar að meiri sjálfbærni. Það er alveg ljóst að þetta er vandaverk í okkar hraða neyslusamfélagi án þess að hinn hreini iðnaður komi upp um sig og særi siðferðiskennd okkar með gleraugun sem velja að sjá það sem hentar. Hver hugsi fyrir sig, hvaðan kom það sem er á diskinum mínum, hvernig fæ ég hlutina upp að dyrum, hver er ástæðan fyrir umferðarhávaðanum, öllum pappanum og plastinu. Hvaða ábyrgð ber ég á þessu öllu? Æ, nenni ekki að hugsa um það, er upptekin við að hámarka þægindin og passa upp á ‚zenið mitt‘. Eða hvað, það er líklega einhver tvískinnungur í þeim veruleika sem ég lifi í. Höfundur er skipulagsfræðingur og frumkvöðull.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun