Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2025 12:17 Brot af plagati fyrir þáttinn Fjallið það öskar og þá Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sem telur verk að vinna fyrir nýjan forseta, að veita þeim sérstaka viðurkenningu sem stóðu í stórræðum við björgunarstörf fyrir vestan. Um þessar mundir eru þrjátíu ár síðan snjóflóðin féllu á Súðavík og harmur lagðist yfir þjóðina. vísir/vilhelm Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti og prófessor við Háskólann í Bifröst, telur einsýnt að þeir sem komu að björgunarstörfum í tengslum við snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum verði heiðraðir sérstaklega fyrir framgöngu sína. Ólína telur vert að þessara atburða verði minnst með myndarlegum hætti á þessu „afmælisári“ þegar þrjátíu ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri. „Þetta var svo ótrúlega víðtækt áfall“ segir Ólína. Björgunarfólkið sjálft varð fyrir djúpstæðu áfalli Hún segist ekki hafa komið að björgunarstörfum sjálf en þekki til og fyrir liggi að margir sem í þeim stóðu jafni sig aldrei til fulls. „Mér fyndist við hæfi að veitt yrði einhver viðurkenning, til dæmis sameiginleg þakkarstund til allra þeirra sem komu að aðgerðum í Súðavík og á Flateyri, og líka á Neskaupsstað fyrir fimmtíu árum. Það mætti heiðra þetta fólk með orðu, viðurkenningarskjali eða einhverjum sambærilegum hætti. Það vill stundum gleymast að margt af því fólki sem kom að björgun og hjálparstarfi vegna þessara náttúruhamfara lagði líf sitt og heilsu í hættu. Þetta fólk varð sjálft fyrir áfalli og sumir hafa aldrei náð sér“. Ólína segir að þessi hluti hafi eðlilega fallið í skuggann vegna þess mikla harms sem gekk yfir og hefur þurft sinn tíma til að vinna úr, er varðar missi ástvina og varð gríðarlegt högg. En þetta hafi „fallið í skuggann“. Ágætt verkefni fyrir nýjan forseta Vigdís Finnbogadóttir forseti hafi komið og faðmað fólkið og gott hún gerði það. Og aðrir forsetar hafa minnst þessara atburða í ræðum. „Einhverjir formenn björgunarsveita fengu fálkaorðu. Snorri Hermannsson til dæmis fékk Fálkaorðu, en hvort það var út af þessu tiltekna björgunarstarfi eða fyrir ævistarfið veit ég ekki. En við erum að tala um hundruð manna sem komu að,“ segir Ólína. Ólína segir þetta, að veita þeim viðurkenningar sem stóðu í fararbrotti við björgunarstörf, verðugt viðfangsefni fyrir Höllu Tómasdóttur nýjan forseta Íslands. vísir/vilhelm Hún nefnir sérstaklega til sögunnar Hjalta Hjaltason skipstjóra á Fagranesinu sem sigldi skipi sínu í kolvitlausu veðri frá Ísafirði til Súðavíkur. Það skipti sköpum. „Það var kapphlaup við tímann að koma fyrstu björgum á staðinn, björgunarfólki, læknum og búnaði. Hin skipin komu seinna. Honum hefur aldrei verið veitt nein viðurkenning fyrir framgöngu sína sem þó væri verðugt. Nú er hann orðinn gamall maður.“ Ólína segir þetta ágætt verkefni fyrir nýjan forseta. „Ég vona að hún taki þetta verkefni að sér og noti þetta ár til að hugsa það. Þetta er ekki neitt sem þarf að gera í flýti.“ Ólína ritaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún viðrar þessa hugmynd og hefur fengið miklar undirtektir við þessum hugmyndum sínum. Fólkinu verður aldrei fullþakkað Þá tjáir Hafsteinn Númason, sem er meðal þeirra sem eru í brennidepli í „Fjallið það öskrar“, en hann var fastur á skipi sínu úti fyrir Súðavík og þrjú börn hans öll týnd í snjóflóðinu, sig á Facebook: „Það kemur alltaf betur i ljós hvað þetta reyndi ofboðslega mikið a björgunarsveitarmennina. Ókey, hvað við eigum öflugt fólk þar og þeim verður aldrei fullþakkað og það væri nær að veita þessu fólki Fálkaorðu frekar en fólki sem fær hana bara fyrir að nenna að mæta í vinnuna. Kærar þakkir til þeirra sem lögðu líf sitt að veði þarna.“ Bubbi Morthens samdi lag um þennan voðaatburð, eitt hans allra besta. Titill umrædds þáttar - Fjallið það öskar - er einmitt fengið úr þeim texta. Í samtali við Vísi segir Bubbi að hann hafi ekki, árum saman, getað flutt þetta lag fyrir vestan. Það ýfði upp of erfiðar tilfinningar. Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð í Neskaupstað Björgunarsveitir Fálkaorðan Forseti Íslands Súðavíkurhreppur Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Sjá meira
Ólína telur vert að þessara atburða verði minnst með myndarlegum hætti á þessu „afmælisári“ þegar þrjátíu ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri. „Þetta var svo ótrúlega víðtækt áfall“ segir Ólína. Björgunarfólkið sjálft varð fyrir djúpstæðu áfalli Hún segist ekki hafa komið að björgunarstörfum sjálf en þekki til og fyrir liggi að margir sem í þeim stóðu jafni sig aldrei til fulls. „Mér fyndist við hæfi að veitt yrði einhver viðurkenning, til dæmis sameiginleg þakkarstund til allra þeirra sem komu að aðgerðum í Súðavík og á Flateyri, og líka á Neskaupsstað fyrir fimmtíu árum. Það mætti heiðra þetta fólk með orðu, viðurkenningarskjali eða einhverjum sambærilegum hætti. Það vill stundum gleymast að margt af því fólki sem kom að björgun og hjálparstarfi vegna þessara náttúruhamfara lagði líf sitt og heilsu í hættu. Þetta fólk varð sjálft fyrir áfalli og sumir hafa aldrei náð sér“. Ólína segir að þessi hluti hafi eðlilega fallið í skuggann vegna þess mikla harms sem gekk yfir og hefur þurft sinn tíma til að vinna úr, er varðar missi ástvina og varð gríðarlegt högg. En þetta hafi „fallið í skuggann“. Ágætt verkefni fyrir nýjan forseta Vigdís Finnbogadóttir forseti hafi komið og faðmað fólkið og gott hún gerði það. Og aðrir forsetar hafa minnst þessara atburða í ræðum. „Einhverjir formenn björgunarsveita fengu fálkaorðu. Snorri Hermannsson til dæmis fékk Fálkaorðu, en hvort það var út af þessu tiltekna björgunarstarfi eða fyrir ævistarfið veit ég ekki. En við erum að tala um hundruð manna sem komu að,“ segir Ólína. Ólína segir þetta, að veita þeim viðurkenningar sem stóðu í fararbrotti við björgunarstörf, verðugt viðfangsefni fyrir Höllu Tómasdóttur nýjan forseta Íslands. vísir/vilhelm Hún nefnir sérstaklega til sögunnar Hjalta Hjaltason skipstjóra á Fagranesinu sem sigldi skipi sínu í kolvitlausu veðri frá Ísafirði til Súðavíkur. Það skipti sköpum. „Það var kapphlaup við tímann að koma fyrstu björgum á staðinn, björgunarfólki, læknum og búnaði. Hin skipin komu seinna. Honum hefur aldrei verið veitt nein viðurkenning fyrir framgöngu sína sem þó væri verðugt. Nú er hann orðinn gamall maður.“ Ólína segir þetta ágætt verkefni fyrir nýjan forseta. „Ég vona að hún taki þetta verkefni að sér og noti þetta ár til að hugsa það. Þetta er ekki neitt sem þarf að gera í flýti.“ Ólína ritaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún viðrar þessa hugmynd og hefur fengið miklar undirtektir við þessum hugmyndum sínum. Fólkinu verður aldrei fullþakkað Þá tjáir Hafsteinn Númason, sem er meðal þeirra sem eru í brennidepli í „Fjallið það öskrar“, en hann var fastur á skipi sínu úti fyrir Súðavík og þrjú börn hans öll týnd í snjóflóðinu, sig á Facebook: „Það kemur alltaf betur i ljós hvað þetta reyndi ofboðslega mikið a björgunarsveitarmennina. Ókey, hvað við eigum öflugt fólk þar og þeim verður aldrei fullþakkað og það væri nær að veita þessu fólki Fálkaorðu frekar en fólki sem fær hana bara fyrir að nenna að mæta í vinnuna. Kærar þakkir til þeirra sem lögðu líf sitt að veði þarna.“ Bubbi Morthens samdi lag um þennan voðaatburð, eitt hans allra besta. Titill umrædds þáttar - Fjallið það öskar - er einmitt fengið úr þeim texta. Í samtali við Vísi segir Bubbi að hann hafi ekki, árum saman, getað flutt þetta lag fyrir vestan. Það ýfði upp of erfiðar tilfinningar.
Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík Snjóflóð í Neskaupstað Björgunarsveitir Fálkaorðan Forseti Íslands Súðavíkurhreppur Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Sjá meira