Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2025 12:17 Brot af plagati fyrir þáttinn Fjallið það öskar og þá Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir sem telur verk að vinna fyrir nýjan forseta, að veita þeim sérstaka viðurkenningu sem stóðu í stórræðum við björgunarstörf fyrir vestan. Um þessar mundir eru þrjátíu ár síðan snjóflóðin féllu á Súðavík og harmur lagðist yfir þjóðina. vísir/vilhelm Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, deildarforseti og prófessor við Háskólann í Bifröst, telur einsýnt að þeir sem komu að björgunarstörfum í tengslum við snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri fyrir þrjátíu árum verði heiðraðir sérstaklega fyrir framgöngu sína. Ólína telur vert að þessara atburða verði minnst með myndarlegum hætti á þessu „afmælisári“ þegar þrjátíu ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri. „Þetta var svo ótrúlega víðtækt áfall“ segir Ólína. Björgunarfólkið sjálft varð fyrir djúpstæðu áfalli Hún segist ekki hafa komið að björgunarstörfum sjálf en þekki til og fyrir liggi að margir sem í þeim stóðu jafni sig aldrei til fulls. „Mér fyndist við hæfi að veitt yrði einhver viðurkenning, til dæmis sameiginleg þakkarstund til allra þeirra sem komu að aðgerðum í Súðavík og á Flateyri, og líka á Neskaupsstað fyrir fimmtíu árum. Það mætti heiðra þetta fólk með orðu, viðurkenningarskjali eða einhverjum sambærilegum hætti. Það vill stundum gleymast að margt af því fólki sem kom að björgun og hjálparstarfi vegna þessara náttúruhamfara lagði líf sitt og heilsu í hættu. Þetta fólk varð sjálft fyrir áfalli og sumir hafa aldrei náð sér“. Ólína segir að þessi hluti hafi eðlilega fallið í skuggann vegna þess mikla harms sem gekk yfir og hefur þurft sinn tíma til að vinna úr, er varðar missi ástvina og varð gríðarlegt högg. En þetta hafi „fallið í skuggann“. Ágætt verkefni fyrir nýjan forseta Vigdís Finnbogadóttir forseti hafi komið og faðmað fólkið og gott hún gerði það. Og aðrir forsetar hafa minnst þessara atburða í ræðum. „Einhverjir formenn björgunarsveita fengu fálkaorðu. Snorri Hermannsson til dæmis fékk Fálkaorðu, en hvort það var út af þessu tiltekna björgunarstarfi eða fyrir ævistarfið veit ég ekki. En við erum að tala um hundruð manna sem komu að,“ segir Ólína. Ólína segir þetta, að veita þeim viðurkenningar sem stóðu í fararbrotti við björgunarstörf, verðugt viðfangsefni fyrir Höllu Tómasdóttur nýjan forseta Íslands. vísir/vilhelm Hún nefnir sérstaklega til sögunnar Hjalta Hjaltason skipstjóra á Fagranesinu sem sigldi skipi sínu í kolvitlausu veðri frá Ísafirði til Súðavíkur. Það skipti sköpum. „Það var kapphlaup við tímann að koma fyrstu björgum á staðinn, björgunarfólki, læknum og búnaði. Hin skipin komu seinna. Honum hefur aldrei verið veitt nein viðurkenning fyrir framgöngu sína sem þó væri verðugt. Nú er hann orðinn gamall maður.“ Ólína segir þetta ágætt verkefni fyrir nýjan forseta. „Ég vona að hún taki þetta verkefni að sér og noti þetta ár til að hugsa það. Þetta er ekki neitt sem þarf að gera í flýti.“ Ólína ritaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún viðrar þessa hugmynd og hefur fengið miklar undirtektir við þessum hugmyndum sínum. Fólkinu verður aldrei fullþakkað Þá tjáir Hafsteinn Númason, sem er meðal þeirra sem eru í brennidepli í „Fjallið það öskrar“, en hann var fastur á skipi sínu úti fyrir Súðavík og þrjú börn hans öll týnd í snjóflóðinu, sig á Facebook: „Það kemur alltaf betur i ljós hvað þetta reyndi ofboðslega mikið a björgunarsveitarmennina. Ókey, hvað við eigum öflugt fólk þar og þeim verður aldrei fullþakkað og það væri nær að veita þessu fólki Fálkaorðu frekar en fólki sem fær hana bara fyrir að nenna að mæta í vinnuna. Kærar þakkir til þeirra sem lögðu líf sitt að veði þarna.“ Bubbi Morthens samdi lag um þennan voðaatburð, eitt hans allra besta. Titill umrædds þáttar - Fjallið það öskar - er einmitt fengið úr þeim texta. Í samtali við Vísi segir Bubbi að hann hafi ekki, árum saman, getað flutt þetta lag fyrir vestan. Það ýfði upp of erfiðar tilfinningar. Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík 1995 Björgunarsveitir Fálkaorðan Forseti Íslands Súðavíkurhreppur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Ólína telur vert að þessara atburða verði minnst með myndarlegum hætti á þessu „afmælisári“ þegar þrjátíu ár eru liðin frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri. „Þetta var svo ótrúlega víðtækt áfall“ segir Ólína. Björgunarfólkið sjálft varð fyrir djúpstæðu áfalli Hún segist ekki hafa komið að björgunarstörfum sjálf en þekki til og fyrir liggi að margir sem í þeim stóðu jafni sig aldrei til fulls. „Mér fyndist við hæfi að veitt yrði einhver viðurkenning, til dæmis sameiginleg þakkarstund til allra þeirra sem komu að aðgerðum í Súðavík og á Flateyri, og líka á Neskaupsstað fyrir fimmtíu árum. Það mætti heiðra þetta fólk með orðu, viðurkenningarskjali eða einhverjum sambærilegum hætti. Það vill stundum gleymast að margt af því fólki sem kom að björgun og hjálparstarfi vegna þessara náttúruhamfara lagði líf sitt og heilsu í hættu. Þetta fólk varð sjálft fyrir áfalli og sumir hafa aldrei náð sér“. Ólína segir að þessi hluti hafi eðlilega fallið í skuggann vegna þess mikla harms sem gekk yfir og hefur þurft sinn tíma til að vinna úr, er varðar missi ástvina og varð gríðarlegt högg. En þetta hafi „fallið í skuggann“. Ágætt verkefni fyrir nýjan forseta Vigdís Finnbogadóttir forseti hafi komið og faðmað fólkið og gott hún gerði það. Og aðrir forsetar hafa minnst þessara atburða í ræðum. „Einhverjir formenn björgunarsveita fengu fálkaorðu. Snorri Hermannsson til dæmis fékk Fálkaorðu, en hvort það var út af þessu tiltekna björgunarstarfi eða fyrir ævistarfið veit ég ekki. En við erum að tala um hundruð manna sem komu að,“ segir Ólína. Ólína segir þetta, að veita þeim viðurkenningar sem stóðu í fararbrotti við björgunarstörf, verðugt viðfangsefni fyrir Höllu Tómasdóttur nýjan forseta Íslands. vísir/vilhelm Hún nefnir sérstaklega til sögunnar Hjalta Hjaltason skipstjóra á Fagranesinu sem sigldi skipi sínu í kolvitlausu veðri frá Ísafirði til Súðavíkur. Það skipti sköpum. „Það var kapphlaup við tímann að koma fyrstu björgum á staðinn, björgunarfólki, læknum og búnaði. Hin skipin komu seinna. Honum hefur aldrei verið veitt nein viðurkenning fyrir framgöngu sína sem þó væri verðugt. Nú er hann orðinn gamall maður.“ Ólína segir þetta ágætt verkefni fyrir nýjan forseta. „Ég vona að hún taki þetta verkefni að sér og noti þetta ár til að hugsa það. Þetta er ekki neitt sem þarf að gera í flýti.“ Ólína ritaði pistil á Facebook-síðu sína þar sem hún viðrar þessa hugmynd og hefur fengið miklar undirtektir við þessum hugmyndum sínum. Fólkinu verður aldrei fullþakkað Þá tjáir Hafsteinn Númason, sem er meðal þeirra sem eru í brennidepli í „Fjallið það öskrar“, en hann var fastur á skipi sínu úti fyrir Súðavík og þrjú börn hans öll týnd í snjóflóðinu, sig á Facebook: „Það kemur alltaf betur i ljós hvað þetta reyndi ofboðslega mikið a björgunarsveitarmennina. Ókey, hvað við eigum öflugt fólk þar og þeim verður aldrei fullþakkað og það væri nær að veita þessu fólki Fálkaorðu frekar en fólki sem fær hana bara fyrir að nenna að mæta í vinnuna. Kærar þakkir til þeirra sem lögðu líf sitt að veði þarna.“ Bubbi Morthens samdi lag um þennan voðaatburð, eitt hans allra besta. Titill umrædds þáttar - Fjallið það öskar - er einmitt fengið úr þeim texta. Í samtali við Vísi segir Bubbi að hann hafi ekki, árum saman, getað flutt þetta lag fyrir vestan. Það ýfði upp of erfiðar tilfinningar.
Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík 1995 Björgunarsveitir Fálkaorðan Forseti Íslands Súðavíkurhreppur Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira