Þórir búinn að opna pakkann Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 14:17 Þórir Hergeirsson fékk danskan „hoptimist“ að gjöf frá Jesper Jensen. Getty/Hoptimist Þórir Hergeirsson fékk óvænta gjöf frá Jesper Jensen, þáverandi landsliðsþjálfara Danmerkur, eftir síðasta leik sinn sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Hann er núna búinn að opna pakkann. Það var ljóst fyrir EM í desember að mótið yrði það síðasta hjá Þóri með norska landsliðinu, og hann kvaddi með Evrópumeistaratitli eftir sigur gegn Danmörku í úrslitaleiknum. Eftir mót, eða í síðustu viku, kom svo reyndar í ljós að þetta var einnig kveðjustund hjá Jesper Jensen sem ákvað að hætta með danska liðið ári áður en samningur hans við danska sambandið átti að renna út. En á síðasta blaðamannafundi Þóris í starfi, á EM í desember, gaf Jensen honum gjöf og sagði: „Ég er ánægður með að vera hérna í síðasta leiknum þínum. Ég hefði gjarnan viljað vinna þig einu sinni, eða alla vega vinna þig einu sinni. Mér finnst þú mega vera stoltur eftir að hafa sett ný viðmið í handbolta kvenna. Þú átt mína dýpstu virðingu, af öllu mínu hjarta.“ Fékk hoppandi broskall Þórir tók við gjöfinni frá Jensen og hefur núna greint frá því hvað var í pakkanum, en þetta kemur fram á Nettavisen: „Það var danskur „hoptimist“ í pakkanum. Það var gaman að fá hann,“ sagði Þórir en „hoptimist“ er skemmtileg fígúra eða skrautmunur úr smiðju dansks hönnuðar, eins konar broskall með fjöðrun. Fígúran á að tákna mikla gleði og orku, en hvað les Þórir í þessa gjöf? „Ég veit það nú ekki en ég hef gaman af svona fígúrum. Þetta er kannski táknrænt. Ég hef átt mjög gott vinnusamband við Jesper. Hann hefur alltaf komið vel fram og er maður með góð gildi. Áreiðanlegur náungi,“ sagði Þórir við Nettavisen. Vill ekki taka við Danmörku núna Selfyssingurinn var að sjálfsögðu spurður út í starfið sem nú er laust hjá danska landsliðinu en hló þá létt: „Það er ekki í myndinni núna. En það er á hreinu að…“ byrjaði Þórir en stoppaði svo. „Það er ekki í myndinni að svo stöddu. Ég ætla mér að standa utan við þetta í smástund og velta hlutunum fyrir mér,“ sagði Þórir. En freistar ekki að taka við Danmörku? „Ekki akkúrat núna. Ég vil nota tímann í annað akkúrat núna og svo sjáum við hvað það endist,“ sagði Þórir. Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Það var ljóst fyrir EM í desember að mótið yrði það síðasta hjá Þóri með norska landsliðinu, og hann kvaddi með Evrópumeistaratitli eftir sigur gegn Danmörku í úrslitaleiknum. Eftir mót, eða í síðustu viku, kom svo reyndar í ljós að þetta var einnig kveðjustund hjá Jesper Jensen sem ákvað að hætta með danska liðið ári áður en samningur hans við danska sambandið átti að renna út. En á síðasta blaðamannafundi Þóris í starfi, á EM í desember, gaf Jensen honum gjöf og sagði: „Ég er ánægður með að vera hérna í síðasta leiknum þínum. Ég hefði gjarnan viljað vinna þig einu sinni, eða alla vega vinna þig einu sinni. Mér finnst þú mega vera stoltur eftir að hafa sett ný viðmið í handbolta kvenna. Þú átt mína dýpstu virðingu, af öllu mínu hjarta.“ Fékk hoppandi broskall Þórir tók við gjöfinni frá Jensen og hefur núna greint frá því hvað var í pakkanum, en þetta kemur fram á Nettavisen: „Það var danskur „hoptimist“ í pakkanum. Það var gaman að fá hann,“ sagði Þórir en „hoptimist“ er skemmtileg fígúra eða skrautmunur úr smiðju dansks hönnuðar, eins konar broskall með fjöðrun. Fígúran á að tákna mikla gleði og orku, en hvað les Þórir í þessa gjöf? „Ég veit það nú ekki en ég hef gaman af svona fígúrum. Þetta er kannski táknrænt. Ég hef átt mjög gott vinnusamband við Jesper. Hann hefur alltaf komið vel fram og er maður með góð gildi. Áreiðanlegur náungi,“ sagði Þórir við Nettavisen. Vill ekki taka við Danmörku núna Selfyssingurinn var að sjálfsögðu spurður út í starfið sem nú er laust hjá danska landsliðinu en hló þá létt: „Það er ekki í myndinni núna. En það er á hreinu að…“ byrjaði Þórir en stoppaði svo. „Það er ekki í myndinni að svo stöddu. Ég ætla mér að standa utan við þetta í smástund og velta hlutunum fyrir mér,“ sagði Þórir. En freistar ekki að taka við Danmörku? „Ekki akkúrat núna. Ég vil nota tímann í annað akkúrat núna og svo sjáum við hvað það endist,“ sagði Þórir.
Handbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira