Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 13. janúar 2025 11:01 Í síðustu viku féll dómur þar sem einn maður var fundinn sekur um að hafa ítrekað nauðgað andlega fatlaðri konu og látið hana hafa kynferðismök við aðra menn. Maðurinn braut einnig kynferðislega á andlega fötluðum syni konunnar og kærustu hans. Mér er gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig þrír menn sem voru fengnir heim til brotaþola til að brjóta á henni kynferðislega voru ekki ákærðir fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæruvaldinu þóttu málin ekki talin líkleg til sakfellingar. Þess í stað voru mennirnir vitni; vitni að nauðgunum - sem þeir tóku þátt í. Konan var aldrei spurð neins Vitni E bar að hann hafi hitt ákærða og brotaþola í tví- eða þrígang þar sem hann braut á henni. Aðspurður um það hvernig brotaþoli hefði sýnt samþykki sitt kvaðst vitnið ekki muna það vel. Vitnið segir að það sem gert var á staðnum hafi verið stýrt af ákærða en ekki konunni. Vitni G hitti ákærða og brotaþola í eitt skipti. Vitnið kveður að engar umræður hafi verið á staðnum um hvað konan vildi. Vitni H segist hafa hitt ákærða og brotaþola í tvö til þrjú skipti þar sem hann braut á konunni. Vitni H hætti svo að tala við ákærða þegar ákærði vildi fá fleiri menn til að taka þátt. Vitnið talaði lítið sem ekkert við konuna sjálfa. Allir sögðu þeir að konan hafi virst samþykk en engin samskipti voru beint við hana. Samkvæmt ofangreindum vitnisburði er vart hægt að túlka þetta sem annað en kynferðisofbeldi. Þegnar gerandi hefur samræði eða önnur kynferðismök við þolanda án samþykkis er það nauðgun samkvæmt öllum skilgreiningum þess orðs. Ekkert vitnanna hafði fengið samþykki frá konunni sjálfri fyrir því sem fram fór. Ekkert vitnanna tilkynnti ákærða til lögreglu. Samþykki er ekki túlkunaratriði Engin manneskja getur gefið samþykki fyrir hönd annarrar manneskju. Í dag er ekki hægt að fela sig á bak við þá afsökun að hafa ekki skilning á hvað samþykki er. Það er ótrúlegt að vera að skrifa þessi orð í grein árið 2025. Erum við ekki komin lengra sem samfélag í að skilja grundvallar skilgreininguna á kynferðisofbeldi? Það er ekki úr lausu lofti gripið þegar talað er um að við stöndum nú frammi fyrir verulegu bakslagi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum enn að mata karlmenn á því hvað felst í samþykki og það er ekki boðlegt að þeir fái sífellt að fría sig ábyrgð þegar kemur að kynferðisbrotum. Hvers virði er samþykkisákvæði í lögum þar sem samþykki brotaþola þarf að liggja fyrir eða gáleysisákvæðið þegar því er ekki beitt? Dómurinn hrópandi kvenfyrirlitning Karlmenn þurfa að taka ábyrgð á því sem þeir gera. Uppræting kynbundins ofbeldis tekst ekki nema karlmenn taki ábyrgð á samskiptum, framkomu og gjörðum sínum. Í þessu tiltekna máli eru þrír brotaþolar sem hafa hlotið ómældan skaða af áralöngu ofbeldi. Ekki bara af hendi ákærða heldur einnig þeirra sem sluppu við ákæru. Þessi dómur er ekki bara hrópandi kvenfyrirlitning heldur segir okkur skýrt að þriðji aðili geti veitt samþykki. Að það megi nauðga, svo lengi sem einhver karl á internetinu leyfir þér það. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku féll dómur þar sem einn maður var fundinn sekur um að hafa ítrekað nauðgað andlega fatlaðri konu og látið hana hafa kynferðismök við aðra menn. Maðurinn braut einnig kynferðislega á andlega fötluðum syni konunnar og kærustu hans. Mér er gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig þrír menn sem voru fengnir heim til brotaþola til að brjóta á henni kynferðislega voru ekki ákærðir fyrir nauðgun. Samkvæmt ákæruvaldinu þóttu málin ekki talin líkleg til sakfellingar. Þess í stað voru mennirnir vitni; vitni að nauðgunum - sem þeir tóku þátt í. Konan var aldrei spurð neins Vitni E bar að hann hafi hitt ákærða og brotaþola í tví- eða þrígang þar sem hann braut á henni. Aðspurður um það hvernig brotaþoli hefði sýnt samþykki sitt kvaðst vitnið ekki muna það vel. Vitnið segir að það sem gert var á staðnum hafi verið stýrt af ákærða en ekki konunni. Vitni G hitti ákærða og brotaþola í eitt skipti. Vitnið kveður að engar umræður hafi verið á staðnum um hvað konan vildi. Vitni H segist hafa hitt ákærða og brotaþola í tvö til þrjú skipti þar sem hann braut á konunni. Vitni H hætti svo að tala við ákærða þegar ákærði vildi fá fleiri menn til að taka þátt. Vitnið talaði lítið sem ekkert við konuna sjálfa. Allir sögðu þeir að konan hafi virst samþykk en engin samskipti voru beint við hana. Samkvæmt ofangreindum vitnisburði er vart hægt að túlka þetta sem annað en kynferðisofbeldi. Þegnar gerandi hefur samræði eða önnur kynferðismök við þolanda án samþykkis er það nauðgun samkvæmt öllum skilgreiningum þess orðs. Ekkert vitnanna hafði fengið samþykki frá konunni sjálfri fyrir því sem fram fór. Ekkert vitnanna tilkynnti ákærða til lögreglu. Samþykki er ekki túlkunaratriði Engin manneskja getur gefið samþykki fyrir hönd annarrar manneskju. Í dag er ekki hægt að fela sig á bak við þá afsökun að hafa ekki skilning á hvað samþykki er. Það er ótrúlegt að vera að skrifa þessi orð í grein árið 2025. Erum við ekki komin lengra sem samfélag í að skilja grundvallar skilgreininguna á kynferðisofbeldi? Það er ekki úr lausu lofti gripið þegar talað er um að við stöndum nú frammi fyrir verulegu bakslagi í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum enn að mata karlmenn á því hvað felst í samþykki og það er ekki boðlegt að þeir fái sífellt að fría sig ábyrgð þegar kemur að kynferðisbrotum. Hvers virði er samþykkisákvæði í lögum þar sem samþykki brotaþola þarf að liggja fyrir eða gáleysisákvæðið þegar því er ekki beitt? Dómurinn hrópandi kvenfyrirlitning Karlmenn þurfa að taka ábyrgð á því sem þeir gera. Uppræting kynbundins ofbeldis tekst ekki nema karlmenn taki ábyrgð á samskiptum, framkomu og gjörðum sínum. Í þessu tiltekna máli eru þrír brotaþolar sem hafa hlotið ómældan skaða af áralöngu ofbeldi. Ekki bara af hendi ákærða heldur einnig þeirra sem sluppu við ákæru. Þessi dómur er ekki bara hrópandi kvenfyrirlitning heldur segir okkur skýrt að þriðji aðili geti veitt samþykki. Að það megi nauðga, svo lengi sem einhver karl á internetinu leyfir þér það. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar, samtaka gegn kynbundu ofbeldi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun