Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 10:43 Um 900 þúsund gyðingar voru umsvifalaust myrtir í gasklefum Auschwitz þegar á staðinn var komið. Getty Forsetar, forsætisráðherrar og kóngafólk verður meðal viðstaddra þegar þess verður minnst síðar í mánuðinum að 80 ár eru frá því að Sovétmenn frelsuðu Auschwitz-útrýmingarbúðirnar. Stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Auschwitz hafa hins vegar ákveðið að enginn þeirra fái að halda ræðu. Þeir einu sem munu stíga á svið verða nokkrir síðustu eftirlifendur búðanna sem enn eru á lífi. „Það verða engar pólitískar ræður,“ hefur Guardian eftir Piotr Cywinski, framkvæmdastjóra safnsins. „Við viljum einblína á síðustu eftirlifendurna meðal okkar og á sögu þeirra, sársauka, tráma og þær siðferðilegu skuldbindingar sem þeir leggja okkur á herðar.“ Þrátt fyrir viðleitni Cywinski og kollega hans til að hafa viðburðinn eins ópólitískan og kostur er hafa deilur þegar sprottið upp í tengslum við gestalistann, ef svo má að orði komast. Aðstoðarutanríkisráðherra Póllands sagði meðal annars fyrr í mánuðinum að ef Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yrði viðstaddur viðburðinn myndu yfirvöld ekki sjá sér annað fært en að handtaka hann. Forsætisráðherrann Donald Tusk dró hins vegar í land á fimmtudag og sagði að allir stjórnmálamenn frá Ísrael, þeirra á meðal Netanyahu, gætu verið viðstaddir áhyggjulaust, þrátt fyrir að Pólverjar ættu aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur sem kunnugt er gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Cywinski segir um að ræða storm í vatnsglasi, þar sem engar fregnir hafi borist af því að Netanyahu hafi haft í hyggju að mæta. Hins vegar verði stór sendinefnd frá Ísrael viðstödd athöfnina. Þrátt fyrir að það hafi verið Sovétmenn sem frelsuðu búðirnar hefur Rússum ekki verið boðið. Cywinski segir bæði Rússa og Úkraínumenn hafa verið meðal frelsaranna en það sé óviðeigandi að bjóða þeim að vera viðstaddir sem skilji ekki gildi frelsisins. Pólland Ísrael Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Stjórnendur safnsins sem nú er rekið í Auschwitz hafa hins vegar ákveðið að enginn þeirra fái að halda ræðu. Þeir einu sem munu stíga á svið verða nokkrir síðustu eftirlifendur búðanna sem enn eru á lífi. „Það verða engar pólitískar ræður,“ hefur Guardian eftir Piotr Cywinski, framkvæmdastjóra safnsins. „Við viljum einblína á síðustu eftirlifendurna meðal okkar og á sögu þeirra, sársauka, tráma og þær siðferðilegu skuldbindingar sem þeir leggja okkur á herðar.“ Þrátt fyrir viðleitni Cywinski og kollega hans til að hafa viðburðinn eins ópólitískan og kostur er hafa deilur þegar sprottið upp í tengslum við gestalistann, ef svo má að orði komast. Aðstoðarutanríkisráðherra Póllands sagði meðal annars fyrr í mánuðinum að ef Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yrði viðstaddur viðburðinn myndu yfirvöld ekki sjá sér annað fært en að handtaka hann. Forsætisráðherrann Donald Tusk dró hins vegar í land á fimmtudag og sagði að allir stjórnmálamenn frá Ísrael, þeirra á meðal Netanyahu, gætu verið viðstaddir áhyggjulaust, þrátt fyrir að Pólverjar ættu aðild að Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn hefur sem kunnugt er gefið út handtökuskipun á hendur Netanyahu vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Cywinski segir um að ræða storm í vatnsglasi, þar sem engar fregnir hafi borist af því að Netanyahu hafi haft í hyggju að mæta. Hins vegar verði stór sendinefnd frá Ísrael viðstödd athöfnina. Þrátt fyrir að það hafi verið Sovétmenn sem frelsuðu búðirnar hefur Rússum ekki verið boðið. Cywinski segir bæði Rússa og Úkraínumenn hafa verið meðal frelsaranna en það sé óviðeigandi að bjóða þeim að vera viðstaddir sem skilji ekki gildi frelsisins.
Pólland Ísrael Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira