Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar 12. janúar 2025 09:32 „Að taka alfarið ábyrgð á lífi sínu merkir að hafna því að koma með afsakanir eða kenna öðrum um allt það í lífi þínu sem þú ert ekki ánægður með,“ sagði Brian Tracy. Orð hans lýsa einfaldri en krefjandi hugmynd: Að treysta á sjálfan sig til að breyta eigin veruleika og taka fulla ábyrgð á eigin gjörðum og athöfnum þ.m.t. tilfinningum, hugsunum og þeim aðstæðum sem þær hafa skapað. Með því að axla fulla sjálfsábyrgð getum við fundið leiðina að innri styrk og uppbyggilegum breytingum – ekki aðeins hjá okkur sjálfum heldur einnig í samskiptum við annað fólk. Af hverju skiptir sjálfsábyrgð máli? Margir reyna að bæta líf sitt með því að breyta ytri þáttum, skipta um starf, leita í ný sambönd eða safna veraldlegum auði. Sú leið getur vissulega borið tímabundinn árangur, en án innri endurskipulagningar munum við fyrr eða síðar standa frammi fyrir sömu áskorunum og áður. Ástæðan er sú að rót vanlíðunar býr oft djúpt innra með okkur: óuppgerðar tilfinningar, sjálfsfyrirlitning eða óþægilegar hugsanir sem við forðumst. Þegar við horfum inn á við og temjum okkur sjálfsábyrgð opnast nýir möguleikar til að takast á við áskoranir með yfirvegun. Í stað þess að festast í vítahring ásakana og afsakana veljum við að beina sjónum inn á við og spyrja: „Hvernig get ég brugðist við með öflugri, jákvæðari og uppbyggilegri hætti? Hvað er í mínu valdi til að gera betur? Hvað get ég lært af þessu?“ Viskan er að vita að til að gera betur þarf að geta betur. Sjálfsþekking er ómissandi þáttur í þeirri vegferð. Umbreyting hugarfars: Hugarfarið er lykillinn að innri umbreytingu. Þegar við tökum skýra afstöðu til að bera ábyrgð á eigin lífi, styrkjum við jákvæðar tilfinningar eins og þakklæti, samkennd og fyrirgefningu. Með því móti losum við um neikvæðar hugsanir og minnkum þær kröfur sem við gerum til annarra. Rannsóknir sýna að slíkt jákvætt hugarfar eykur vellíðan, bætir heilsu og dregur úr streitu. Við uppgötvum einnig að við höfum meira svigrúm til að breyta rétt, velja leiðir sem samræmast gildum okkar og eigum hollari samskipti við vandamenn, vini og vinnufélaga. Langtímaárangur næst ekki á einni nóttu en verður eðlileg afleiðing af stöðugri, meðvitaðri vinnu með sjálfsmyndina og hugarfarið. Fyrstu skrefin að betra lífi: Til að styðja við þessa vegferð er gagnlegt að setja sér persónuleg, mælanleg og raunhæf markmið. Byrjaðu smátt, taktu nokkrar mínútur á hverjum degi til að skrifa niður eina jákvæða hugsun, t.d. hvað þú ert þakklát/ur fyrir (hversu smátt sem það kann að virðast), eða verðu tíma í hreyfingu nokkrum sinnum í viku. Korters labbitúr getur gert kraftaverk til að bregða birtu yfir sálina jafnvel þótt veðrið sé hráslagarlegt. Einnig getur verið gagnlegt að halda dagbók þar sem þú kortleggur hugsanir og tilfinningar. Þar fæst skýr sýn á hvort þú sért í sama gamla farinu og áður eða á uppbyggilegri leið fram á við. Þroskinn eykst við endurmat og þá er gott að geta gripið í dagbókina til að rifja upp. Stutt, en stöðug skref geta skipt sköpum þegar til lengri tíma er litið. Hænuskref skipta máli, engin framför er án ávinnings hversu smávægileg sem hún kann að virðast í fyrstu eða eins og Brian Tracy bendir á: „Allt telur“ (everything counts). Smám saman byrjar heildarmyndin að breytast, bæði hvað varðar eigin líðan og samskipti við fólk í kringum þig. Ferlið felur í sér sjálfskoðun, vilja til að læra af mistökum og kjark til að halda áfram jafnvel þótt á móti blási um stund. Alla storma lægir og stundum getur sigurinn einfaldlega verið fólginn í að þrauka og þora að næra vonina. Þeim sem á von er allt fært. Snilligáfan er fólgin í að halda lífinu í þeirri glóð. Áhrif á umhverfi og sambönd: Slík innri uppbygging nær einnig út fyrir okkur sjálf. Þegar við erum sáttari í eigin skinni, eins og stundum er sagt, getum við átt betri samskipti, veitt stuðning og sýnt dýpri skilning. Við verðum yfirvegaðri vinir, maki, foreldri eða vinnufélagi. Þar með eykst traust, virðing og dýpt sambanda. Jafnframt uppgötvum við að við getum haft skapandi áhrif á umhverfi okkar: góð fyrirmynd verður farvegur jákvæðra breytinga hjá öðrum. Jafnvægi og varanlegur ávinningur: Að taka alfarið ábyrgð á sjálfum sér er langtímaverkefni og oft krefjandi. Þó að leiðin geti verið óþægileg í byrjun er hún frelsandi og færir nýja framtíðarsýn. Við upplifum að við höfum stjórn á lífi okkar – sama hversu óvænt verkefnin eða áskoranirnar eru sem birtast. Í stað þess að verja orku í gremju eða ásakanir, finnum við þann innri kraft sem þarf til að halda áfram, finna lausnir og vaxa af hverri reynslu. Að taka ábyrgð á eigin lífi er því stöðugt ferli og verkefni sem varir út lífið, en hver einasta tilraun til að vaxa og þroskast færir okkur nær markmiðum okkar. Það opnar um leið dyrnar að sannri, sjálfsprottinni gleði sem stendur á traustum grunni í eigin trú á sjálfa(n) sig og getu sína. Þegar upp er staðið snýst allt um að axla ábyrgð, hætta að benda á aðra og byrja að breyta eigin lífi innan frá. Sýnum sjálfum okkur og öðrum að við getum staðið vaktina „með styrka hönd á stýri í eigin lífi“ – þar liggur kjarni varanlegrar vellíðanar og von til vaxtar og vegsauka í framtíðinni. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Sigurðsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
„Að taka alfarið ábyrgð á lífi sínu merkir að hafna því að koma með afsakanir eða kenna öðrum um allt það í lífi þínu sem þú ert ekki ánægður með,“ sagði Brian Tracy. Orð hans lýsa einfaldri en krefjandi hugmynd: Að treysta á sjálfan sig til að breyta eigin veruleika og taka fulla ábyrgð á eigin gjörðum og athöfnum þ.m.t. tilfinningum, hugsunum og þeim aðstæðum sem þær hafa skapað. Með því að axla fulla sjálfsábyrgð getum við fundið leiðina að innri styrk og uppbyggilegum breytingum – ekki aðeins hjá okkur sjálfum heldur einnig í samskiptum við annað fólk. Af hverju skiptir sjálfsábyrgð máli? Margir reyna að bæta líf sitt með því að breyta ytri þáttum, skipta um starf, leita í ný sambönd eða safna veraldlegum auði. Sú leið getur vissulega borið tímabundinn árangur, en án innri endurskipulagningar munum við fyrr eða síðar standa frammi fyrir sömu áskorunum og áður. Ástæðan er sú að rót vanlíðunar býr oft djúpt innra með okkur: óuppgerðar tilfinningar, sjálfsfyrirlitning eða óþægilegar hugsanir sem við forðumst. Þegar við horfum inn á við og temjum okkur sjálfsábyrgð opnast nýir möguleikar til að takast á við áskoranir með yfirvegun. Í stað þess að festast í vítahring ásakana og afsakana veljum við að beina sjónum inn á við og spyrja: „Hvernig get ég brugðist við með öflugri, jákvæðari og uppbyggilegri hætti? Hvað er í mínu valdi til að gera betur? Hvað get ég lært af þessu?“ Viskan er að vita að til að gera betur þarf að geta betur. Sjálfsþekking er ómissandi þáttur í þeirri vegferð. Umbreyting hugarfars: Hugarfarið er lykillinn að innri umbreytingu. Þegar við tökum skýra afstöðu til að bera ábyrgð á eigin lífi, styrkjum við jákvæðar tilfinningar eins og þakklæti, samkennd og fyrirgefningu. Með því móti losum við um neikvæðar hugsanir og minnkum þær kröfur sem við gerum til annarra. Rannsóknir sýna að slíkt jákvætt hugarfar eykur vellíðan, bætir heilsu og dregur úr streitu. Við uppgötvum einnig að við höfum meira svigrúm til að breyta rétt, velja leiðir sem samræmast gildum okkar og eigum hollari samskipti við vandamenn, vini og vinnufélaga. Langtímaárangur næst ekki á einni nóttu en verður eðlileg afleiðing af stöðugri, meðvitaðri vinnu með sjálfsmyndina og hugarfarið. Fyrstu skrefin að betra lífi: Til að styðja við þessa vegferð er gagnlegt að setja sér persónuleg, mælanleg og raunhæf markmið. Byrjaðu smátt, taktu nokkrar mínútur á hverjum degi til að skrifa niður eina jákvæða hugsun, t.d. hvað þú ert þakklát/ur fyrir (hversu smátt sem það kann að virðast), eða verðu tíma í hreyfingu nokkrum sinnum í viku. Korters labbitúr getur gert kraftaverk til að bregða birtu yfir sálina jafnvel þótt veðrið sé hráslagarlegt. Einnig getur verið gagnlegt að halda dagbók þar sem þú kortleggur hugsanir og tilfinningar. Þar fæst skýr sýn á hvort þú sért í sama gamla farinu og áður eða á uppbyggilegri leið fram á við. Þroskinn eykst við endurmat og þá er gott að geta gripið í dagbókina til að rifja upp. Stutt, en stöðug skref geta skipt sköpum þegar til lengri tíma er litið. Hænuskref skipta máli, engin framför er án ávinnings hversu smávægileg sem hún kann að virðast í fyrstu eða eins og Brian Tracy bendir á: „Allt telur“ (everything counts). Smám saman byrjar heildarmyndin að breytast, bæði hvað varðar eigin líðan og samskipti við fólk í kringum þig. Ferlið felur í sér sjálfskoðun, vilja til að læra af mistökum og kjark til að halda áfram jafnvel þótt á móti blási um stund. Alla storma lægir og stundum getur sigurinn einfaldlega verið fólginn í að þrauka og þora að næra vonina. Þeim sem á von er allt fært. Snilligáfan er fólgin í að halda lífinu í þeirri glóð. Áhrif á umhverfi og sambönd: Slík innri uppbygging nær einnig út fyrir okkur sjálf. Þegar við erum sáttari í eigin skinni, eins og stundum er sagt, getum við átt betri samskipti, veitt stuðning og sýnt dýpri skilning. Við verðum yfirvegaðri vinir, maki, foreldri eða vinnufélagi. Þar með eykst traust, virðing og dýpt sambanda. Jafnframt uppgötvum við að við getum haft skapandi áhrif á umhverfi okkar: góð fyrirmynd verður farvegur jákvæðra breytinga hjá öðrum. Jafnvægi og varanlegur ávinningur: Að taka alfarið ábyrgð á sjálfum sér er langtímaverkefni og oft krefjandi. Þó að leiðin geti verið óþægileg í byrjun er hún frelsandi og færir nýja framtíðarsýn. Við upplifum að við höfum stjórn á lífi okkar – sama hversu óvænt verkefnin eða áskoranirnar eru sem birtast. Í stað þess að verja orku í gremju eða ásakanir, finnum við þann innri kraft sem þarf til að halda áfram, finna lausnir og vaxa af hverri reynslu. Að taka ábyrgð á eigin lífi er því stöðugt ferli og verkefni sem varir út lífið, en hver einasta tilraun til að vaxa og þroskast færir okkur nær markmiðum okkar. Það opnar um leið dyrnar að sannri, sjálfsprottinni gleði sem stendur á traustum grunni í eigin trú á sjálfa(n) sig og getu sína. Þegar upp er staðið snýst allt um að axla ábyrgð, hætta að benda á aðra og byrja að breyta eigin lífi innan frá. Sýnum sjálfum okkur og öðrum að við getum staðið vaktina „með styrka hönd á stýri í eigin lífi“ – þar liggur kjarni varanlegrar vellíðanar og von til vaxtar og vegsauka í framtíðinni. Höfundur er fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og með 36 ára reynslu á sviði símenntunar, fyrirlestra- og námskeiðahalds.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar