Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. janúar 2025 08:19 Það var óvenjurólegt hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt miðað við oft áður. Kannski var það færðin. Vísir/Vilhelm Lögreglunni bárust nokkrar tilkynningar um ólæti og slagsmál í nótt. Í miðbænum var manni hent út af skemmtistað vegna „óláta“ en sá flúði svo af vettvangi þegar lögregluna bar að garði. Viðkomandi var eltur uppi og handtekinn. Kvöldið var óvenjurólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu miðað við oft áður ef marka má hina svokölluð dagbók lögreglu yfir mál kvöldsins og næturinnar. Mest var að gera hjá lögregluþjónum á Lögreglustöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögreglan var kölluð til vegna líkamsárásar en þá var gerandi farinn af vettvangi. Málið er þó enn til rannsóknar samkvæmt lögreglu. Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um slagsmál fyrir utan skemmtistað þar sem einstaklingi hafði verið hent út vegna „óláta“. Viðkomandi reyndi að flýja þegar lögreglan kom á vettvang en maðurinn var eltur uppi og handsamaður að lokum. Þá var annar handtekinn sem hafði verið með ógnandi tilburði við samborgara sína í miðbænum. Hann var fluttur niður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Loks var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum örvandi efna en hann reyndist þar að auki ekki vera með gild ökuréttindi. Rúða brotin og búðarhnupl Utan miðborgarinnar og nágrannahverfa var harla rólegt að gera. Á lögreglustöð 4 sem nær yfir Mosfellsbæ, Grafarvog og Árbæ var til að mynda ekkert fréttnæmt. Hins vegar voru lögregluþjónar af lögreglustöð 2, sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, kallaðir til vegna eignaspjalla. Rúða hafði þar verið brotin í heimahúsi og er málið nú í rannókn. Á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var sömuleiðis bara eitt mál sett í skýrslu en þar var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið var leyst með skýrslutöku á vettvangi. Ekki kemur fram í hvoru sveitarfélaginu hnuplið átti sér stað. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Kvöldið var óvenjurólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu miðað við oft áður ef marka má hina svokölluð dagbók lögreglu yfir mál kvöldsins og næturinnar. Mest var að gera hjá lögregluþjónum á Lögreglustöð 1 sem nær yfir Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes. Lögreglan var kölluð til vegna líkamsárásar en þá var gerandi farinn af vettvangi. Málið er þó enn til rannsóknar samkvæmt lögreglu. Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um slagsmál fyrir utan skemmtistað þar sem einstaklingi hafði verið hent út vegna „óláta“. Viðkomandi reyndi að flýja þegar lögreglan kom á vettvang en maðurinn var eltur uppi og handsamaður að lokum. Þá var annar handtekinn sem hafði verið með ógnandi tilburði við samborgara sína í miðbænum. Hann var fluttur niður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Loks var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum örvandi efna en hann reyndist þar að auki ekki vera með gild ökuréttindi. Rúða brotin og búðarhnupl Utan miðborgarinnar og nágrannahverfa var harla rólegt að gera. Á lögreglustöð 4 sem nær yfir Mosfellsbæ, Grafarvog og Árbæ var til að mynda ekkert fréttnæmt. Hins vegar voru lögregluþjónar af lögreglustöð 2, sem nær yfir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes, kallaðir til vegna eignaspjalla. Rúða hafði þar verið brotin í heimahúsi og er málið nú í rannókn. Á lögreglustöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var sömuleiðis bara eitt mál sett í skýrslu en þar var lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið var leyst með skýrslutöku á vettvangi. Ekki kemur fram í hvoru sveitarfélaginu hnuplið átti sér stað.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira