Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar 11. janúar 2025 14:31 Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum. Verulega einkennilegt verður að teljast að fallið hafi verið frá stuðningi við kaup á órafmögnuðum reiðhjólum, þrátt fyrir augljósan ávinning þeirra sem samgöngutækja. Þetta vekur spurningar um hvort við séum að nýta það tækifæri sem hjólið veitir okkur – fyrir heilsuna, umhverfið og hagkerfið. Heilsa og vellíðan Hjólið er áhrifaríkt og aðgengilegt tól til að efla heilsu. Með aukinni notkun hjóla, bæði rafmagns- og venjulegra, eru fleiri á hreyfingu, sem hefur bein áhrif á heilsufar landsmanna. Á Íslandi hreyfa 50% fullorðinna sig ekki nóg, samkvæmt tölum frá Landlækni. Með aukinni hreyfingu er hægt að draga úr tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma og sykursýki, sem kosta heilbrigðiskerfið gríðarlega fjármuni á hverju ári. Það á ekki bara við um líkamleg heilsa heldur líka verið sýnt fram á tengsl hreyfingar við bætta geðheilsu. Regluleg hreyfing og útivera dregur úr streitu og stuðlar að vellíðan. Hagkvæmara samgöngukerfi Það kostar mun minna að byggja upp innviði fyrir hjólreiðar en fyrir bílaumferð. Göngu- og hjólastígar taka minna pláss, þurfa einfaldari mannvirki og kosta minna í viðhaldi. Stuðningur við kaup á hjólum stuðlar að notkun þeirra innviða sem fjárfest hefur verið íog eins þeirra sem eru á dagskrá í samgöngusáttmála. Þegar fleiri velja hjól þarf minna land undir bílastæði, þegar fleiri velja hjól þarf færri götur og mislæg gatnamót. Hjólreiðastígar eru einnig afkastameiri á fermetra, þar sem þeir flytja fleiri vegfarendur en sambærilegur vegur fyrir bíla. Langtímaáhrif Ef hjólið verður valkostur fyrir fleiri mun það hafa keðjuverkandi áhrif. Minni umferðarþungi og minni þörf fyrir nýja vegi sparar gríðarlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Að auki styrkir þetta sjálfbærni samfélagsins, þar sem minni útblástur og bætt borgarumhverfi skila sér í aukinni vellíðan og efnahagslegum ávinningi. Skattaafsláttur fyrir rafmagns- og venjuleg hjól er ekki aðeins hagkvæmur fyrir ríkissjóð heldur einnig fyrir heilsu og umhverfi. Með því að styðja hjól sem samgöngutæki færum við okkur nær sjálfbærri framtíð, minni heilbrigðiskostnaði og betri lífsgæðum. Við getum ekki leyft okkur að láta þetta tækifæri renna úr greipum. Það er kominn tími til að hjóla inní framtíðina. Ofangreind grein er unnin upp úr tillögu sem send var í hagræðingarpott nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er stýrir Hjólavarpinu, hlaðvarps um hreyfingu og hjólreiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Nýverið var skattaafsláttur vegna kaupa á reiðhjólum feldur úr gildi, og óvíst er hvernig fyrirhugað styrkjakerfi Orkusjóðs mun líta út til kaupa á rafmagnshjólum. Verulega einkennilegt verður að teljast að fallið hafi verið frá stuðningi við kaup á órafmögnuðum reiðhjólum, þrátt fyrir augljósan ávinning þeirra sem samgöngutækja. Þetta vekur spurningar um hvort við séum að nýta það tækifæri sem hjólið veitir okkur – fyrir heilsuna, umhverfið og hagkerfið. Heilsa og vellíðan Hjólið er áhrifaríkt og aðgengilegt tól til að efla heilsu. Með aukinni notkun hjóla, bæði rafmagns- og venjulegra, eru fleiri á hreyfingu, sem hefur bein áhrif á heilsufar landsmanna. Á Íslandi hreyfa 50% fullorðinna sig ekki nóg, samkvæmt tölum frá Landlækni. Með aukinni hreyfingu er hægt að draga úr tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma og sykursýki, sem kosta heilbrigðiskerfið gríðarlega fjármuni á hverju ári. Það á ekki bara við um líkamleg heilsa heldur líka verið sýnt fram á tengsl hreyfingar við bætta geðheilsu. Regluleg hreyfing og útivera dregur úr streitu og stuðlar að vellíðan. Hagkvæmara samgöngukerfi Það kostar mun minna að byggja upp innviði fyrir hjólreiðar en fyrir bílaumferð. Göngu- og hjólastígar taka minna pláss, þurfa einfaldari mannvirki og kosta minna í viðhaldi. Stuðningur við kaup á hjólum stuðlar að notkun þeirra innviða sem fjárfest hefur verið íog eins þeirra sem eru á dagskrá í samgöngusáttmála. Þegar fleiri velja hjól þarf minna land undir bílastæði, þegar fleiri velja hjól þarf færri götur og mislæg gatnamót. Hjólreiðastígar eru einnig afkastameiri á fermetra, þar sem þeir flytja fleiri vegfarendur en sambærilegur vegur fyrir bíla. Langtímaáhrif Ef hjólið verður valkostur fyrir fleiri mun það hafa keðjuverkandi áhrif. Minni umferðarþungi og minni þörf fyrir nýja vegi sparar gríðarlegar fjárhæðir til lengri tíma litið. Að auki styrkir þetta sjálfbærni samfélagsins, þar sem minni útblástur og bætt borgarumhverfi skila sér í aukinni vellíðan og efnahagslegum ávinningi. Skattaafsláttur fyrir rafmagns- og venjuleg hjól er ekki aðeins hagkvæmur fyrir ríkissjóð heldur einnig fyrir heilsu og umhverfi. Með því að styðja hjól sem samgöngutæki færum við okkur nær sjálfbærri framtíð, minni heilbrigðiskostnaði og betri lífsgæðum. Við getum ekki leyft okkur að láta þetta tækifæri renna úr greipum. Það er kominn tími til að hjóla inní framtíðina. Ofangreind grein er unnin upp úr tillögu sem send var í hagræðingarpott nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er stýrir Hjólavarpinu, hlaðvarps um hreyfingu og hjólreiðar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun